Hofsjökull

64°49′28″N 18°49′23″V / 64.82444°N 18.82306°V / 64.82444; -18.82306

Hofsjökull
Gervihnattamynd af Hofsjökli ásamt skriðjöklum þeim er út úr honum ganga sem tekin var 9. september 2002. (yfirlitsmynd)
Hofsjökull
Hofsjökull séður frá Nýja-Dal, til vinstri Múlajökull, næst Arnarfell hið mikla og loks Þjórsárjökull
Hofsjökull
Arnarfellsjökull um 1900.

Hofsjökull er þíðjökull á miðhálendi Íslands sem liggur á milli Langjökuls til vesturs og Vatnajökuls til austurs, hann er 925 km²flatarmáli og 1.765 m hár[1] þar sem hann er hæstur. Hann er þriðji stærsti jökull landsins á eftir Langjökli og Vatnajökli. Hann var áður kenndur við Arnarfell hið mikla og hét þá Arnarfellsjökull en nafni hans var síðan breytt og er hann nú kenndur við Hof í Vesturdal í Skagafirði.

Skriðjöklar

Þekktustu skriðjöklar Hofsjökuls eru (talið réttsælis frá Arnarfelli): Múlajökull til suðausturs, Blautukvíslarjökull til suðurs, Blöndujökull til vesturs, Kvíslajökull til vest-norð-vesturs og Þjórsárjökull til austurs.

Jökulár

Frá Hofsjökli renna stórar jökulár; Blanda, Þjórsá, Jökulfall, Austari-Jökulsá og Vestari-Jökulsá.

Eldvirkni

Mikil megineldstöð og gosaskja (sigketill) leynist undir Hofsjökli. Askjan sést á gervitunglamyndum og kemur vel fram við dýptarmælingar á ísnum. Einnig er tölverð smáskjálftavirkni undir henni sem bendir til þess að þar sé virkt kvikuhólf. Ekki er vitað hvenær askjan varð til og ekki er heldur vitað hvenær síðast gaus innan hennar. Nokkur lítil hraungos hafa orðið í hlíðum Hofsjökuls á nútíma (þ.e. á síðustu 10.000 árum). Gígarnir eru nú huldir jökli en hrauntungur teygja sig út undan jökulröndinni og bera vitni um þessi gos.

Heimild

  • ^  „Landfræðilegar upplýsingar um Ísland“. Sótt 31. október 2005.

Tengill

Tags:

Hofsjökull SkriðjöklarHofsjökull JökulárHofsjökull EldvirkniHofsjökull HeimildHofsjökull TengillHofsjökull

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

OkÍbúar á ÍslandiÍslenskar mállýskurAlþingiskosningarBúdapestÍslenska stafrófiðDýrin í HálsaskógiJón EspólínJörundur hundadagakonungurIndónesíaStýrikerfiEivør PálsdóttirFriðrik DórLögbundnir frídagar á ÍslandiForsetakosningar á Íslandi 2004Boðorðin tíuJónas HallgrímssonEldgosin við Sundhnúksgíga 2023–2024EsjaAlbert Guðmundsson (fæddur 1997)SkuldabréfIstanbúlViðskiptablaðiðBotnlangiBubbi MorthensTaívanSeglskútaMæðradagurinnÓlafsvíkValurMarylandFiskurSveppirKrónan (verslun)BreiðholtBrúðkaupsafmæliAkureyriLofsöngurIKEASagan af DimmalimmEigindlegar rannsóknirUngfrú ÍslandÞingvellirKristján 7.Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2024Vigdís FinnbogadóttirDraumur um NínuHerðubreiðHrafninn flýgurUppstigningardagurListi yfir lönd eftir mannfjöldaRagnar JónassonPáll ÓlafssonLaxYrsa SigurðardóttirSoffía JakobsdóttirAlfræðiritSjálfstæðisflokkurinnÍþróttafélagið Þór AkureyriÓlympíuleikarnirHallgrímskirkjaFelmtursröskunAlmenna persónuverndarreglugerðinSkaftáreldarKárahnjúkavirkjunÓfærufossLjóðstafirDavíð OddssonListi yfir íslensk skáld og rithöfunda🡆 More