Fyrsta Málfræðiritgerðin

Fyrsta málfræðiritgerðin eða Um latínustafrofið er sú fyrsta af fjórum íslenskum ritgerðum um málfræði í Ormsbók Snorra-Eddu.

Hún var, eins og segir í ritgerðinni sjálfri, „skrifuð til þess að hægara verði at rita og lesa sem nú tíðist og á þessu landi bæði lög og áttvísi eða þýðingar helgar eða svo þau hin spaklegu fræði er Ari Þorgilsson hefir á bækur sett af skynsamlegu viti“.

Nafn sitt fær ritgerðin einfaldlega vegna þess að hún er fremst þessara fjögurra í handritinu. Hún þykir einnig merkust ritgerðanna fjögurra, og er að öllum líkindum frá síðari hluta 12. aldar. Fræðimenn hafa ekki verið á einu máli um hvenær ritgerðin var samin og hefur tímabilið 1130–1180 verið nefnt. Höfundur verksins er ekki kunnur, en hann er oftast nefndur „fyrsti málfræðingurinn“.

Í ritgerðinni er gerð tilraun til að fella latneska stafrófið að íslenska hljóðkerfinu eins og það var þá, auk þess sem reynt er að sýna fram á nauðsyn samræmdrar stafsetningar. Auk þess að vera ómetanleg heimild um sögu íslenska hljóðkerfisins, beitir höfundur aðferðum sem ekki tíðkuðust í hljóðkerfisfræði fyrr en á 20. öld, þ.e.a.s. hann notar svokölluð lágmarkspör til að sýna hvaða hljóð eru merkingargreinandi.

Tilvísanir

Tenglar

    Vísindavefurinn
  • „Hvað þótti merkilegt við fyrstu málfræðiritgerðina?“. Vísindavefurinn.
  • „Hvernig var fyrsta málfræðiritgerðin? og „Hver var fyrsti málfræðingurinn, hvenær var hann uppi og hvert var aðalverkefni hans?"“. Vísindavefurinn.
    Texti úr fyrstu málfræðiritgerðinni

Tags:

Ari fróði ÞorgilssonLögfræðiMálfræðiOrmsbók Snorra-EdduRitgerð

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

Jónas HallgrímssonSvartidauðiAlþingiPanamaskjölinStúdentaráð Háskóla ÍslandsHugmyndKanadaLettlandNafnháttarmerkiErpur EyvindarsonEignarfornafnJakobsvegurinnFritillaria przewalskiiEvrópaListi yfir þjóðvegi á ÍslandiArizonaÍbúar á ÍslandiHandknattleikssamband ÍslandsForsetakosningar á Íslandi 1952EiffelturninnListi yfir tinda á Íslandi eftir hæðInternetiðÍrski lýðveldisherinnAlabamaHjörvar HafliðasonVatnshlotTeboðið í BostonJón ArasonSigurður Ingi JóhannssonSjávarföllIngibjörg Sólrún GísladóttirBjarnfreðarsonFrumlagHlíðarfjallVesturfararSöngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðvaDavíð Þór JónssonHeimspeki 17. aldarLiverpool (knattspyrnufélag)Kapphlaupið um AfríkuÁstþór MagnússonSystem of a DownStefán MániDanskaBorgarahreyfinginDNABjörn Ingi HrafnssonEldgosin við Sundhnúksgíga 2023–2024Frostaveturinn mikli 1917-18ÞrælastríðiðSkorri Rafn RafnssonAfturbeygt fornafnMúmínálfarnirAdolf HitlerGamli sáttmáliKirkja sjöunda dags aðventistaHvalveiðarGarðabærLandsbankinnSúrefnismettunarmælingLögverndað starfsheitiÁtökin á Norður-ÍrlandiForsetakosningar á Íslandi 1996SamfylkinginPatricia HearstListi yfir vötn á ÍslandiVeik beygingÁsdís Rán GunnarsdóttirÍslendingasögurFylki BandaríkjannaMenningForsíðaDruslugangaLokbráSkotlandMæðradagurinnHalldór LaxnessKárahnjúkavirkjun🡆 More