Fredrik Bajer

Fredrik Bajer (21.

apríl 1837 – 22. janúar 1922) var danskur rithöfundur, liðsforingi, kennari, stjórnmálamaður og friðarsinni sem hlaut ásamt Svíanum Klas Pontus Arnoldson friðarverðlaun Nóbels árið 1908.

Fredrik Bajer
Fredrik Bajer
Fæddur21. apríl 1837
Dáinn22. janúar 1922 (84 ára)
ÞjóðerniDanskur
StörfRithöfundur, kennari, stjórnmálamaður
MakiMatilde Bajer
VerðlaunFredrik Bajer Friðarverðlaun Nóbels (1908)

Æviágrip

Fredrik Bajer var sonur prestsins Alfreds Bajer (1807-1880) og Cecilie Louise Crone (1815-1900). Foreldrar hans höfðu gengið í hjónaband árið 1836 og Fredrik var elstur af fjórum börnum þeirra. Nafn hans var ritað Fredrik Beÿer í fæðingarvottorði hans úr kirkjubók Næstved.

Fredrik Bajer gekk í gagnfræðaskólann í Sórey frá 1848 til 1854 en stuttu fyrir stúdentspróf hætti hann námi við skólann til þess að gerast herliðsforingi. Hann barðist sem lautinant í seinna Slésvíkurstríðinu árið 1864 gegn Prússlandi og Austurríki og varð yfirlautinant fyrir lok stríðsins. Hann settist síðan að í Kaupmannahöfn og vann þar fyrir sér og fjölskyldu sinni sem kennari, þýðandi og rithöfundur.

Árið 1867 gekk Bajer í Alþjóðlega friðarbandalagið sem Frédéric Passy hafði stofnað og vann fyrir það í Skandinavíu.

Árið 1872 var Bajer kjörinn á danska fólksþingið fyrir Sameinaða vinstriflokkinn (da. Det forenede Venstre) og sat á þingi til ársins 1895. Í stjórnmálum var Bajer virkur í umræðu um samfélagsmál og kynjajafnrétti. Hann mælti auk þess með því að hlutfallskosningar yrðu teknar upp, studdi við fríverslun og fyrir stofnun borgaralegra hersveita í stað hefðbundins atvinnuhers. Ásamt eiginkonu sinni, kvenréttindakonunni Matilde Bajer (f. Schlüter), stofnaði hann dönsku Kvennasamtökin árið 1871. Hann var ritstjóri vikublaðsins Lýðvinarins (d. Folkevennen) frá 1877 til 1879 og samdi ritverk þar sem hann lýsti hugmyndum um alþjóðlega gerðardómstóla og friðarstörf í anda frjálslyndisstefnu.

Árið 1882 stofnaði Bajer samtök fyrir hlutleysi Danmerkur, sem síðar voru kölluð danska Friðarbandalagið (d. Dansk Fredsforening). Hann var formaður samtakanna frá 1884 til 1892.

Árið 1891 var Bajer meðal stofnenda Alþjóðlegu friðarskrifstofunnar í Bern. Hann var forseti samtakanna til ársins 1907 og heiðursforseti þeirra eftir það. Hann sótti friðarráðstefnur Alþjóðabandalagsins fyrir friði og frelsi, friðarráðstefnur Norðurlandanna og næstum allar alþjóðlegar friðarráðstefnur.

Þegar Bajer hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1908 gagnrýndi hann alþjóðlegar friðarhreyfingar fyrir skipulagsleysi þeirra. Hann var ekki lengur virkur í friðarstörfum þegar fyrri heimsstyrjöldin braust út árið 1914.

Flest skjöl Bajers eru geymd í Konunglega bókasafninu í Kaupmannahöfn og lítill hluti þeirra í Konunglega bókasafninu í Stokkhólmi. Bajer er grafinn í Bispebjerg-kirkjugarðinum í Kaupmannahöfn. Árið 1923 létu dönsk friðarsamtök og kvenfélög reisa minnisvarða eftir Einar Utzon-Frank til heiðurs Bajer í Fælledparken í Kaupmannahöfn. Torgið Fredrik Bajers Plads í borginni er jafnframt nefnt eftir honum.

Ritverk

  • Bækur eftir Fredrik Bajer í netútgáfu Konunglega bókasafnsins í Kaupmannahöfn:

Tenglar

Tilvísanir

Tags:

Fredrik Bajer ÆviágripFredrik Bajer RitverkFredrik Bajer TenglarFredrik Bajer TilvísanirFredrik BajerDanmörkFriðarverðlaun NóbelsKlas Pontus Arnoldson

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

Krónan (verslun)Takmarkað mengiÞýskaSameindXXX RottweilerhundarÁlandseyjarRussell-þversögnÍsafjörðurSjálfstæðisflokkurinnGylfi Þór SigurðssonMike JohnsonBorgarhöfnBóndadagurSelfossFlateyjardalurBerserkjasveppurSameinuðu þjóðirnar24. aprílÓpersónuleg sögnBifröst (norræn goðafræði)Sveinn BjörnssonPersóna (málfræði)Selma BjörnsdóttirHámenningRússlandStykkishólmurFriðrik DórSjávarföllKróatíaSturlungaöldForsetakosningar á Íslandi 1980SporvalaKaliforníaSkógafossJakob Frímann MagnússonNafnháttarmerkiHalla TómasdóttirÁhrifavaldurFyrsti maíBaldurBiblíanÍslenska stafrófiðÓlafur Karl FinsenCristiano RonaldoSönn íslensk sakamálMeltingarkerfiðEvrópusambandiðBreiðholtJapanForsetakosningar í BandaríkjunumOfurpaurHéðinn SteingrímssonKvennafrídagurinnGrísk goðafræðiBúðardalurAlbert Guðmundsson (fæddur 1997)GvamJürgen KloppHeilkjörnungarÁbendingarfornafnFrakklandVíetnamstríðiðBæjarstjóri KópavogsÆvintýri TinnaNorðurmýriMeðalhæð manna eftir löndumBloggLögreglan á ÍslandiIssiTjaldurHafskipsmáliðValurAlþingiskosningarLönd eftir stjórnarfariSan FranciscoVísindaleg flokkunSkuldabréf🡆 More