Barrskógabeltið

Barrskógabeltið er lífbelti sem einkennist af skógum þar sem furur og önnur barrtré vaxa.

Barrskógabeltið sem kallað er taiga í erlendum málum liggur aðallega á svæðum milli 50° og 60° norðlægrar breiddar og er mestur hluti barrskóganna í Rússlandi en einnig eru miklir barrskógar í Kanada og nyrstu fylkjum Bandaríkjanna og í Skandinavíu.

Barrskógabeltið
Barrskógabeltið
Barrskógabeltið
Skógur í barrskógabelti í Bandaríkjunum
Barrskógabeltið
Barrskógur að vetrarlagi í 350 m hæð í Þrándheimi

Einkenni barrskógabeltisins eru að vetur eru kaldir og snjóþungir og úrkoma aðallega í formi snævar, jarðvegur er næringarlítill og með hátt sýrustig og undirgróður er rýr því barrskógarnir eru mjög þéttir. Rotnun er hæg og mikið magn af rotnandi gróðurleifum þekja skógarbotninn.

Í barrskógabeltinu þekja fáar trjátegundir stór svæði. Það eru tegundir af ættkvíslum eins og: lerki (Larix), greni (Picea), þinur (Abies) og fura (Pinus). Í Skandinavíu er skógarfuran (Pinus sylvestris) mjög útbreidd. Einnig vaxa í barrskógabeltinu tegundir sem fella lauf eins og birki, aspir, ölur, reyniviður og víðitegundir.

Afar miklar sveiflur eru á hitastigi milli árstíða í síberíska barrskógabeltinu. Í janúar getur hitinn farið allt niður í –50°C en í júlí fer hitinn iðulega yfir 30°C.

Heimild

Barrskógabeltið 
Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu
  • „Hvað getið þið sagt mér um barrskógabeltið?“. Vísindavefurinn.

Tilvísanir

Tags:

BandaríkinBarrtréKanadaLífbeltiRússlandSkandinavía

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

ValdimarKári StefánssonJökullGrameðlaAlbert Guðmundsson (fæddur 1997)Forsetakosningar á Íslandi 1996BárðarbungaGuðmundar- og GeirfinnsmáliðSvíþjóðGeorges PompidouFíllSkuldabréfHvalirForsetakosningar á Íslandi 2016KirkjugoðaveldiDagur B. EggertssonÁstþór MagnússonRaufarhöfnLaxdæla sagaBesta handrit á Kvikmyndahátíðinni í CannesÞjóðleikhúsiðForsetakosningar á Íslandi 2004SeldalurLaxJörundur hundadagakonungurTikTokPersóna (málfræði)ÍslendingasögurFuglafjörðurGuðni Th. JóhannessonHólavallagarðurVorEinmánuðurSeyðisfjörðurKnattspyrnufélagið VíðirJón EspólínFallbeygingEyjafjallajökullHeyr, himna smiðurBiskupAaron MotenElísabet JökulsdóttirÞÍslensk sveitarfélög eftir mannfjöldaSagan af DimmalimmUngverjaland2024Listi yfir lönd eftir mannfjöldaEvrópusambandiðÓlafur Egill EgilssonSjómannadagurinnÍslenskar mállýskurListi yfir íslensk póstnúmerHjálparsögnFyrsti maíÁstandiðSteinunn Ólína ÞorsteinsdóttirGaldurWolfgang Amadeus MozartMargföldunBretlandISO 8601MörsugurNorðurálIstanbúlEvrópaSilvía NóttÞór (norræn goðafræði)EfnaformúlaKnattspyrnufélagið ValurGarðabærKarlsbrúin (Prag)ÚkraínaLandnámsöldKarlakórinn HeklaGísla saga Súrssonar🡆 More