Aleksandar Tirnanić

Aleksandar „Tirke“ Tirnanić (serbneska: Александар Тирке Тирнанић) (f.

15. júlí 1910 - d. 13. desember 1992) var knattspyrnumaður og þjálfari frá Serbíu. Hann var í keppnisliði Júgóslavíu á fyrstu Heimsmeistarakeppninni árið 1930. Síðar átti hann eftir að stýra landsliðinu sem þjálfari á fjölda stórmóta.

Ævi og ferill

Aleksandar Tirnanić 
Tirnanić á HM 1930.

Aleksandar Tirnanić fæddist í þorpinu Krnjevo en fluttist kornungur með fjölskyldu sinni til Belgrað. Þau voru fátækt verkafólk og faðir hans féll á vígvellinum í fyrri heimsstyrjöldinni árið 1914. Knattspyrnuhæfileikarnir komu snemma í ljós og hætti Tirnanić ungur í skóla til að einbeita sér að fótboltanum.

Hann gekk til liðs við stórliðið BSK Belgrað árið 1927 og lék fyrir það 500 leiki og skorað 527 mörk að talið er. Hann varð fimm sinnum júgóslavneskur meistari með liðinu. Á seinni árum ferilsins skipti hann ört á milli liða í júgóslavnesku deildinni og stoppaði ekki lengi á hverjum stað og lagði loks skóna á hilluna árið 1943.

Landsliðsmaðurinn

Tirnanić lék fimmtíu landsleiki á árabilinu 1929 til 1940 og skoraði tólf mörk. Júgóslavía tók aðeins þátt í einni úrslitakeppni HM á þessum árum, fyrstu heimsmeistarakeppninni í Úrúgvæ árið 1930. Þar tók hann þátt í öllum þremur leikjum júgóslavneska liðsins og skoraði fyrsta mark þess í keppninni, í óvæntum 2:1 sigri á Brasilíu. Leikurinn fór fram daginn áður en Tirnanić varð tvítugur og komst hann því í fámennan flokk táninga sem skorað hafa á HM.

Árið 1935 var hann í sigurliði Júgóslavíu í Balkan-bikarnum, sem var keppni þjóða á Balkanskaga.

Þjálfarinn

Tirnanić kom að þjálfun júgóslavneska landsliðsins með hléum frá 1946-61. Á þeim tíma keppti Júgóslavía tvisvar í úrslitakeppni HM, í Sviss 1954 og Svíþjóð 1958. Í bæði skiptin féll liðið úr leik í fjórðungsúrslitum á móti Vestur-Þjóðverjum. Hann stýrði einnig júgóslavneska liðinu sem fékk silfurverðlaunin á fyrstu Evrópukeppninni árið 1960.

Júgóslavar lögðu ekki síður áherslu á knattspyrnukeppni Ólympíuleikanna en hin stórmótin. Tirnanić stýrði liði sínu á þremur slíkum leikum: ÓL 1952, ÓL 1956 og ÓL 1960, en í þeim síðastnefndu hreppti liðið gullverðlaunin.

Hann lést árið 1992 í Belgrað.

Heimildir

Tags:

Aleksandar Tirnanić Ævi og ferillAleksandar Tirnanić HeimildirAleksandar Tirnanić13. desember15. júlí19101992Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 1930Júgóslavneska karlalandsliðið í knattspyrnuKnattspyrnaSerbía

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

MiðgarðsormurKópavogurTékklandSamkynhneigðEistneskaKínaSpánnMannshvörf á ÍslandiSigga BeinteinsEggert ÓlafssonDyrfjöllÞýskaÞorlákshöfnListi yfir íslenskar kvikmyndirSögutímiHafþór Júlíus BjörnssonMinkurJohan CruyffFiann PaulFöll í íslenskuÍbúar á ÍslandiValéry Giscard d'EstaingBoðorðin tíuMarokkóDanskaLilja (planta)Listi yfir íslenska myndlistarmennBóndadagurÞingvallavatnListi yfir íslensk póstnúmerLandsbankinn1952DymbilvikaSjálfstæðisflokkurinnBarack Obama27. marsIdi AminKonungasögurIcelandairKommúnismiAtviksorðLaxdæla sagaSpænska veikinTenerífeMillimetriPersónufornafnÁrneshreppurGíraffiYorkFallbeygingBenjamín dúfaLandnámabókShrek 2MollTyrkjarániðBaldurParísÁsatrúarfélagiðUppstigningardagurFlugstöð Leifs EiríkssonarBankahrunið á ÍslandiHeklaTrúarbrögðHáskóli ÍslandsVerkfallStöð 2Leifur MullerSkosk gelískaVilmundur GylfasonStuðlabandiðAlþingiskosningar 2021UngverjalandKristnitakan á ÍslandiKnut WicksellHeyr, himna smiðurBubbi MorthensAusturlandKGB🡆 More