Sjálfstæði Skotlands

Sjálfstæði Skotlands er ósk nokkurra stjórnmálaflokka, samtaka og einstaklinga eftir því að Skotland verði sjálfstætt land að nýju.

Staðan í dag er sú að Skotland er eitt land innan hins sameinaða konungsríkis Bretlands, ásamt Englandi, Wales og Norður-Írlandi, sem nýtur ákveðinna rétta samkvæmt stjórndreifingarkerfi. Skotland hlaut núverandi stöðu sína við sambandslögin 1707.

Sjálfstæði Skotlands
Fáni Skotlands

Skotland hefur sjálfsstjórnarrétt á ákveðnum löggjafarsviðum, til dæmis menntun, heilbrigði og skattamálum. Skoska þingið var stofnað á ný árið 1999 þegar fyrstu kosningarnar voru haldnar. Þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði Skotlands var haldin árið 2014, en þá kusu 55,3 % Skota að vera áfram meðlimir Bretlands, á móti 44,7 % þeirra sem græddu atkvæði fyrir sjálfstæði. 84,5 % kjósenda tóku þátt í atkvæðagreiðslunni.

Skoski þjóðarflokkurinn hefur verið helsti drifkraftur í sjálfstæðishreyfingunni. Í bresku þingkosningunum árið 2015 hlaut flokkurinn meirihluta í Skotlandi í fyrsta skipti með 56 af 59 skoskum þingsætum.

Saga

Skotland var sjálfstætt land frá stofnun sinni á miðöldum (um það bil 843) þangað til 1707 þegar Sambandslögin tóku gildi. Þó að þessi lög tæki gildi á þessum tíma stjórnaði sami konungurinn Englandi, Skotlandi og Wales frá árinu 1603 í Kórónusambandinu, þegar Jakob 6. Skotakonungur varð konungur Englands og Írlands eftir dauða Elísabetar 1.

Heimastjórn Skotlands

Talið er að heimsókn Georgs 4. konungs í Skotlandi árið 1822 hafi stuðlað að tilurð skoskrar þjóðernisvitundar. Þessi þjóðernisvitund einkenndist af skilningi á Hálöndunum sem Skoska biskupakirkjan og Rómversk-kaþólska kirkjan réðu yfir, og Láglöndunum þar sem Öldungakirkjan var ríkjandi. Þessi skilningur var afleiðing Dýrlegu byltingarinnar árið 1688 og stóð yfir fram á 18. öld, í gegnum Jakobítauppreisnirnar, gildistöku Fordæmingarlaganna (e. Act of Proscription) og Hálandarýmingarnar.

Frá miðju 19. öld var vaxandi löngun eftir valddreifingu svo að Skotar hefðu meiri stjórn á þeim málum sem þá snertu. Heimastjórnarhreyfingin hófst árið 1853 en á rætur sínar að rekja til Þjóðarsamtakanna um vörn skoskra réttinda (e. National Association for the Vindication of Scottish Rights) sem óskuðu eftir Skosku þingi. Þessi samtöku voru í nánum tenglsum við Íhaldsflokkinn. Lykilatriði í þessari hreyfingu var samanburður við Írland, sem fékk meiri stuðning frá Bresku ríkisstjórninni en Skotland. Hreyfingin breikkaði út og fékk svo stuðning Frjálslynda flokksins. Árið 1885 var Skoska ráðherraembættið (e. Scottish Office) stofnað aftur sem var fulltrúi skoskra hagsmuna og málefna fyrir Bresku ríkisstjórninni. Árið 1886 kynnti William Ewart Gladstone forsætisráðherra Bretlands til sögunnar Írska heimastjórnarfrumvarpið. Mörgum Skotum þótti staða þeirra ekki fullnægjandi í ljósi þessara laga. Málið var hins vegar ekki talið forgangsatriði á Breska þinginu, sérstaklega þegar Írska heimastjórnafrumvarpið voru fellt í Neðri málstofunni.

Tuttugasta öld

Frumvarp um skosk heimastjórnarlög var fyrst rætt á þinginu árið 1913 en framvinda þess og Írsku heimastjórnarlögin 1914 var hindruð af fyrri heimsstyrjöldinni, en bæði Páskauppreisnin og Írska sjálfstæðisstríðið vörpuðu skugga á hana. Þrátt fyrir þetta var Skoska ráðherraembættið flutt til Edinborgar á fjórða áratugnum.

Árið 1921, undir áhrifum írska sjálfstæðisflokksins Sinn Féin var Skoska þjóðbandalagið (e. Scottish National League) stofnað, sem óskaði eftir sjálfstæði Skotlands. Þjóðbandalagið stofnaði dagblaðið The Scots Independent árið 1926 en árið 1928 lagði sitt af mörkum í stofnun Þjóðarflokks Skotlands (e. National Party of Scotland eða NPS). Markmið þessa flokks var að skapa sjálfstætt skoskt ríki. Einn stofnenda Þjóðarflokks Skotlands var Hugh MacDiarmid ljóðskáld sem byrjaði að koma skoskum bókmenntum á framfæri. Meðal annarra bókmenntamanna sem studdu flokkinn voru Eric Linklater og Neil Gunn, og aðrir eins og John MacCormick og Robert Bontine Cunninghame Graham, sem voru í tenglsum við Verkamannaflokkinn. Þjóðarflokkur Skotlands vann saman með Skoska flokkinum sem var heimastjórnarsamtök stofnuð árið 1932 af fyrrverandi meðlimum Íhaldsflokksins. Þessir flokkar sameinuðust árið 1934 í Skoska þjóðarflokkinn (e. Scottish National Party eða SNP).

Í fyrstu studdi Skoski þjóðarflokkurinn heimastjórn með stofnun skosks þings innan Bretlands í staðinn fyrir fullkomið sjálfstæði Skotlands. Þessi skoðun á stjórnskipulegri stöðu Skotlands varð til úr samkomulagi Þjóðarflokks Skotlands, sem studdi sjálfstæði, og Skoska flokksins sem studdi nánari valddreifingu. Á millistríðsárunum reyndist Skoska þjóðarflokkinum erfitt vegna vinsælda ólýðræðislegra þjóðernishreyfinga í Evrópu í mynd fasismans á Ítalíu og Spáni og nasismans í Þýskalandi. Staðhæft var að Skoski þjóðarflokkurinn væri svipaður þessum þjóðernishreyfingum og freka lítið var talið um flokkinn í fjölmiðunum, sem gerði það erfitt fyrir flokkinn að safna stuðningi. Gildi Skoska þjóðarflokksins voru byggð á svokallaðri borgarlegri þjóðernisyggju (e. civic nationalism) og ekki útlendingahatri.

Eftir seinni heimsstyrjöldina

Skoski sáttmálinn (e. Scottish Covenant) var beiðni til Bresku ríkisstjórnarinnar um heimastjórn Skotlands. Hann var fyrst lagður fram árið 1930 af John MacCormick og skrifaður formlega árið 1949. Tvær milljónir manns skrifuðu undir beiðnina (árið 1951 var mannfjöldi Skotlands 5,1 milljónir). Aðal stjórnmálaflokkarnir hunsuðu sáttmálann. Árið 1950 fjarlægðu þjóðernismenn Örlagasteininn (e. Stone of Scone) úr Westminsterhöll.

Hugtökin sjálfstæði og heimastjórn voru ekki rædd í stjórnmálum aftur til ársins 1960 þegar Harold Macmillan forsætiðsráðherra hélt erindi sitt Wind of Change. Erindi þetta var tímamót í sögu Bretlands og merkti byrjun fljótrar afnýlendunar (e. decolonisation) og endalok Breska heimsveldisins. Bretland hafði þjást af niðurlægingu á alþjóðasviði vegna Súeskreppunnar 1956, sem sýnti að það var ekki lengur risaveldið sem það var fyrri seinni heimsstyrjöldina. Margir Skotar töldu þetta grafa undan ástæðunni fyrir því að Bretland var til og var líka tákn um lok heimsvaldastefnu og þeirrar eindrægni sem hafði einkennt Skoska sameiningarflokkinn (e. Scottish Unionist Party). Stuðningur Skoska sameiningarflokksins fór svo að hrynja smám saman.

Tilkoma „nútímalega“ Skoska þjóðarflokksins

Skoski þjóðarflokkurinn vann sæti á þinginu árið 1967 þegar Winnie Ewing sigraði sveitarstjórnarkosningana óvart. Sigur þessi setti Skoski þjóðarflokkinn í áberandi stöðu á þjóðarsviðinu og leiddi til þess að Edward Heath forsætisráðherra gaf tilkynningu sína í Perth og stofnunar Kilbrandon-nefndarinnar. Hlutverk nefndarinnar var það að skoða uppbyggingu Bretlands og Bretlandseyjanna og athuga hvort breyta skyldi þessari uppbyggingu.

Endurris á áttunda áratugnum

Þegar olía var fundin í Norðursjó við austurstrendur Skotlands árið 1970 var lífi blásið aftur inn í umræðuna um sjálfstæði. Skoski þjóðarflokkurinn skipulagði árangursríka herferð sem hét „It's Scotland's Oil“, sem lagði áherslu á hvernig olían gæti komið skoska hagkerfinu á bataveg eftir margra ára baráttu við afiðnvæðingu (e. deindustrialisation) og orðið Skotum til hagsbóta. Í kosningunum í febrúar 1974 unnu sjö þingmenn Skoska þjóðarflokksins sæti á þinginu. Í kosningunum í óktober sama ár gekk Skoska þjóðflokkinum enn betur með 11 sæti á þingu og 30% allra atkvæða í Skotlandi.

Í febrúar 1974 pantaði Breska ríkisstjórnin McCrone-skýrsluna sem Gavin McCrone efnahagsfræðingur samdi. Skýrslan fjallaði um framkvæmanleika sjálfstæðs Skotlands. Hann kom til þeirrar niðurstöðu að olían hefði gefið Skotlandi einn sterkasta gjaldmiðilinn í Evrópu. Skýrslan greindi svo frá því að opinberir starfsmenn ráðlögðu ráðherra um hvernig ætti „að taka loftið úr seglum Skoska þjóðarflokksins“. Skýrslan var afhent Verkmannaflokkinum þegar þeir tóku yfir ríkisstjórnina og var flokkuð sem trúnaðargögn vegna ótta Verkmannaflokksins um vinsældir Skoska þjóðarflokksins. Skýrslan kom í ljós árið 2005 þegar Skoski þjóðarflokkurinn bað um hana samkvæmt Upplýsingafrelsislögunum 2000 (e. Freedom of Information Act 2000).

Undir stjórn Harolds Wilsons sigraði Verkmannaflokkurinn kosningana með þriggja sæta meirihluta. Eftir að þeir voru kosnir þrýstu þingmenn Skoska þjóðarflokksins á um stofnun skosks þings sem hlaut meiri trúverðugleika vegna ályktana Kilbrandon-nefndarinnar. Samt sem áður kröfðu andstæðingar þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Þó að Verkmannaflokkurinn og Skoski þjóðarflokkurinn styddu valddreifingu (e. devolution) opinberlega var stuðningur klofinn í báðum flokkum. Verkmannaflokkurinn skiptist í þá sem studdu valddreifingu og þá sem vildu halda miðlægri ríkisstjórn í Westminster. Í Skoska þjóðarflokkinum var skipting á þeim sem litu á valddreifingu sem stakstein að sjálfstæði og þeim sem óttust um að hún gæti dregið úr þessa lokamarkmiði.

Þegar Harold Wilson sagði af sér tók James Callaghan við af honum, en grafið var undan meirihluti hans með nokkrum ósigrum í aukakosningum og varð ríkisstjórnin æ óvinsælari. Samkomulagi milli Verkmannaflokssins og Frjálslynda flokksins var náð árið 1977 sem kallað var Lib-Lab pact. Nokkrir samningar við Skoska þjóðarflokkinn og velska þjóðarflokkinn Plaid Cymru voru gerðir, þar sem samþykkt var að þjóðaratkvæðagreiðslur um valddreifingu yrði haldnar í skiptum fyrir stuðning þeirra. Þetta hjálpaði að framlengja tíma ríkisstjórnarinnar við stjórnvölinn.

Niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar var naumur meirihluti í stuðningi valddreifingar (52% „já“, 48% „nei“), en eitt skilyrði hennar var það að 40% allra kjósenda skyldu kjósa „já“ til að gera hana gilda. Því aðeins 63,6% kjósenda tóku þátt í þjóðaratkvæðagreiðslunni þýddi þetta að aðeins 32,9% höfðu kosið „já“, og svo voru Skotlandslögin 1978 (e. Scotland Act 1978) afnumin með niðurstöðunni 301–206 á þinginu. Í kjölfarið gerðu stuðningsfólk laganna herferð með slagorðinu „Skotland sagði já“. Þeir héldu áfram að skilyrði um 40% þátttöku væri ólýðræðislegt og að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar réttlætti stofnun á skosku þingi. Andstæðingar laganna sögðu á móti að kjósendum hefði verið sagt fyrir atkvæðagreiðsluna að að kjósa ekki væri eins gott og að kjósa „nei“, og að það væri þá rangt að segja að 36,4% kjósenda tóku ekki þátt bara vegna sinnuleysis.

Í mótmæli við þetta hætti Skoski þjóðarflokkurinn að styðja ríkisstjórnina. Þá setti Íhaldsflokkurinn vantrauststillögu fram, en Skoski þjóðarflokkurinn, Frjálsyndi flokkurinn og Írska sameiningarflokkurinn (e. Ulster Unionist Party) allir studdu hana. Tillagan var samþykkt með eins atkvæðis meirihluta þann 28. mars 1979 sem leiddi til þess að kosningar voru haldnir í maí 1979. Margrét Thatcher sigraði í þessum kosningum sem batt enda á samkomulag eftirstríðsáranna. Forsætisráðherran (Verkmannaflokkurinn) James Callaghan lýsti þessari ákvörðun sem „kalkúnar að kjósa jólin“ (e. „turkeys voting for Christmas“). Skoski þjóðarflokkurinn fékk aðeins tvö þingsæti í kosningunum 1979 sem stuðlaði að stofnun á þeim umdeilda 79 Group innan flokksins.

Valddreifing

Sjálfstæði Skotlands 
Fundarsalur á Skoska þinginu

Stuðningsfólk sjálfstæðis Skotlands hafði ennþá skiptar skoðanir um heimastjórnarhreyfinguna, sem fól í sér fólk sem studdi valddreifingu innan sameinaðs Bretlands. Sumir litu á hana sem skakstein að sjálfstæði, en aðrir vildu fá sjálfstæði strax.

Á árunum sem fygldu ríkisstjórn Íhaldsflokksins eftir 1979 var Herferð um skoskt þing (e. Campaign for a Scottish Assembly) stofnuð, sem gaf út skjal sem hét Réttindakrafa 1989 (e. Claim of Right 1989). Útgáfa þessa skjals leiddi til stofnunar á Samtökum um skoska stjórnskipun (e. Scottish Constitutional Convention). Samtökin stuðluðu að þverpólitísku samkomulagi um valddreifingu en Íhaldsflokkurinn neitaði að taka þátt og Skoski þjóðarflokkurinn hætti viðræður þegar það varð ljóst að samtökin voru ófús að ræða sjálfstæði Skotlands sem raunverulegan valkost. Röksemdir á móti valddreifingu og stofnun skosks þings, sem voru aðallega lagðar fram af Íhaldsflokkinum, voru þær að skoskt þing myndi skapa „sleipa brekku“ að skosku sjálfstæði og auðvelda Skoska þjóðarflokkinum að koma að stjórnvelinum. John Major forsætisráðherra til 1997 fór í herferð fyrir kosningana með slagorðinu „72 klukkutímar til að bjarga sambandinu“ (e. „72 hours to save the union“).

Verkmannaflokkurinn sigraði í kosningunum 1997 og samþykkti Donald Dewar skoski utanríkisráðherran tillögurnar að skosku þingi. Þjóðaratkvæðagreiðsla var haldin september sama ár og 74,3% þeirra sem kusu samþykktu áætlunina um valddreifingu (44,87% kjósenda tóku þátt). Breska ríkisstjórnin samþykkti svo Skotlandslögin 1998 (e. Scotland Act 1998) sem myndaði Skoska þingið sem hafði stjórn yfir mestri innanlandsstefnu. Í maí 1999 voru fyrstu þingkosningarnir haldnir í Skotlandi og í júlí sama ár hélt Skoska þingið fyrsta fundinn sinn síðan síðasta þingið var leyst upp árið 1707.

Skoska þingið er löggjafarþing sem vinnur í einni málstofu sem felur í sér 129 þingmenn, en 73 þeirra eru fulltrúar einstök kjördæmi sem eru kosnir samkvæmt meirihlutakosningu (e. first-past-the-post voting). Hinir 56 eru kosnir á átta landssvæðum samkvæmt kerfinu Additional Member System, og eru í embætti í fjögur ár. Drottningin skipar einn þingmann í embætti æðsta ráðherra (e. First Minister) samkvæmt tilnefningu þingsins. Hefðin er sú að leiðtogi flokksins með flestu sætin er skipaður í embætti æðsta ráðherra, en hver þingmaður sem hlýtur traust þingsins gæti hugsanlega verið skipaður í embættið. Alla aðra ráðherra skipar æðsti ráðherrann í embætti en saman myndast þeir Skoska ríkisstjórnin, sem er framkvæmdarvald ríkisstjórnarinnar.

Donald Dewear (Verkmannaflokkurinn) varð fyrsti æðsti ráðherra Skotlands en Skoski þjóðarflokkurinn varð stjórnarandstöðuflokkurinn. Allir flokkarnir samþykktu að lagið „A Man's A Man for A' That“ af Robert Burns yrði flutt á opnunarhátíð þingsins.

Skoska þingið hefur löggjafarvald yfir öllum málum varðandi Skotland, nema þeim svokölluðu „fráteknu málum“ (e. reserved matters). Þingið hefur líka takmarkað vald til að breyta tekjuskatti (e. Tartan Tax), sem það hefur ennþá notað. Skoska þingið getur vísað málum til Westminster til íhugunar sem reglugerð um allt Bretland með því að samþykkja löggjafarsamþykkistillögu (e. Legislative Consent Motion) ef talið er að reglugerðin eigi við allt landið. Reglugerðin sem Skoska þingið hefur innleitt síðan stofnun þingsins hefur skapað mismun á almenningsþjónustum miðað við annars staðar á Bretlandi. Sem dæmi má nefna að engin gjöld eru fyrir háskólamenntun eða vistheimili fyrir aldraðra í Skotlandi, en sú er ekki staðan annars staðar á Bretlandi. Skoska þingið var það fyrsta á Bretlandi til að banna reykingar innandyra.

Þjóðaratkvæðagreiðslan 2014

Sjálfstæði Skotlands 
Könnun um mikilvægi þess að halda þjóðaratkvæðagreiðslu, framkvæmd af BBC í apríl 2011.

Í stefnuyfirlýsingunni sinni fyrir skoska þingkosningana 2007 lofaði Skoski þjóðarflokkurinn að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði fyrir árið 2010. Eftir að hann sigraði í kosningunum gaf ríkisstjórn flokksins út skýrslu sem hét Choosing Scotland's Future þar sem gert var grein fyrir valkostum um framtíð Skotlands, þar á meðal sjálfstæði.

Á þessum tíma voru Skoski verkmannaflokkurinn, Skoski íhaldsflokkurinn og Skoski frjálslyndi demókrataflokkurinn á móti þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem boðið var upp á sjálfstæði. Þáverandi forsætisráðherra Gordon Brown andmældi líka sjálfstæði Skotlands opinberlega. Eftir umræðu á Skoska þinginu mynduðu þessir flokkar Calmon-nefndina. Nefndin skoðaði valddreifingu og alla stjórnskipulega valkosti nema sjálfstæði.

Í ágúst 2009 tilkynnti Skoski þjóðarflokkurinn að Skoska þjóðaratkvæðagreiðslutillagan 2010 (e. Referendum (Scotland) Bill 2010) yrði hluti af löggjafaráætlun flokksins fyrir árið 2009–10, og að í tillögunni væri fjallað um þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði og hvernig skyldi fara að því. Áætluð var að tillagan yrði gefin út þann 25. janúar 2010 (þegar hátíðin Burns Night er haldin), og að þjóðaratkvæðagreiðslan yrði haldin um það bil 30. nóvember 2010 (sem er þjóðhátíðardagur Skotlands, dagur Sankti Andrésar). Búist var ekki við að tillagan væri samþykkt vegna þess að Skoski þjóðarflokkurinn var minnihlutaríkisstjórn og að allir aðalflokkarnir voru á móti henni. Í september 2010 var tilkynnt að engin þjóðaratkvæðagreiðsla yrði haldin fyrir kosningana 2011.

Eftir sigur Skoska þjóðarflokksins í kosningunum 2011, þar sem flokkurinn hlaut meirihluta á þinginu tjáði Alex Salmond æðsti ráðherra Skotlands sig um ósk sína að halda þjóðaratkvæðagreiðslu „á seinni hlut þingtímabilsins“, sem væri einhvern tíma árin 2014–15. Þann 10. nóvember sama ár sagðist David Cameron forsætisráðherra Bretlands ætla að skoða möguleikann um þjóðaratkvæðagreiðslu „til að koma í veg fyrir að skosku þjóðernismennirnir setji skilyrði, spurningu og tímasetningu svo að þeim henti“.

Í janúar 2012 rífuðust þingmenn um hvort Skoska þingið hefðu valdið til að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði. Þjóðaratkvæðagreiðsla til að breyta stjórnskipulegri stöðu Skotlands væri ekki lögskyld í Breska þinginu því þjóðaratkvæðagreiðlsur gegna aðeins ráðgefandi hlutverki á Bretlandi. Breska ríkisstjórnin hélt því fram að samkvæmt Sambandslögunum 1707 hefði tilskipun um lögskylda þjóðaratkvæðagreiðlsu ekki verið gefin Skotlandi því stjórnskipun flokkast undir „fráteknu málunum“ samkvæmt Skotlandslögunum 1998. Breska þingið getur hvenær sem er breytt Skotlandslögunum og því breytt valdi Skoska þingsins. Lögunum hefur verið breytt einu sinni til að halda fjölda skoskra þingmanna, annars hefði þeim verið fækkað í kosningunum 2005. Í janúar 2012 bentu Michael Moore utanríkisráðherra Skotlands og David Cameron á að þeir væru viljandi til að láta Breska þingið gefa Skoska þinginu valdið til að halda þjóðaratkvæðagreiðslu,, en að þeir voru ósammála Skoska þjóðarflokkinum um tímasetningu og samsetningu hennar. Alex Salmond og Skoski þjóðarlflokkurinn fullyrða að Skoska þingið hafi þegar valdið til að halda þjóðaratkvæðagreiðslu án þess að fá leyfi frá Breska þinginu.

Herferð um sjálfstæði Skotlands var sett á laggirnar þann 25. maí 2012 af Skoska þjóðarflokkinum. Alex Salmond hvatti Skota til þess að skrifa undir yfirlýsingu til stuðnings sjálfstæði fyrir þjóðaratkvæðagreiðlsuna þegar herferðin Yes Scotland var sett í gang í Edinborg. Stjörnurnar Sean Connery og Alan Cumming studdu þessa tillögu.

Niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar var tilkynnt þann 19. september 2014. Nei-sinnar fengu 55,3% (2.001.926) atkvæða en kjörsóknin var 84,5%. Já-sinnar fengu 44,7% (1.617.989) atkvæða, en þeir þyrftu að ná 1.852.828 til að tryggja sjálfstæði.

Úrsögn Breta úr Evrópusambandinu

Talið er líklegt að úrsögn Breta úr ESB auki enn stuðning við sjálfstæði í Skotlandi.

Heimildir

Tags:

Sjálfstæði Skotlands SagaSjálfstæði Skotlands Þjóðaratkvæðagreiðslan 2014Sjálfstæði Skotlands Úrsögn Breta úr EvrópusambandinuSjálfstæði Skotlands HeimildirSjálfstæði SkotlandsBretlandEnglandNorður-ÍrlandSambandslögin 1707SamtökSjálfstæðiSkotlandStjórndreifingStjórnmálaflokkurWales

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

Forsetakosningar á Íslandi 2012Bankahrunið á ÍslandiÞýskaHafnarfjörðurFlatarmálÞórunn Elfa MagnúsdóttirPurpuriEyjafjallajökullÍslenska karlalandsliðið í knattspyrnuSterk sögnVetniRómarganganHeyr, himna smiðurSöngvakeppnin 2024EkvadorHafskipsmáliðEimreiðarhópurinnBæjarins beztu pylsurJónas frá HrifluAxlar-BjörnAkureyriGunnar Helgi KristinssonSpánnDrakúlaLýsingarorðSúrefniÞingbundin konungsstjórnKappadókíaDýrin í HálsaskógiEgils sagaNeskaupstaðurJúgóslavíaKynþáttahaturHólmavíkSveppirAskur YggdrasilsNafliÁramótaskaup 2016EsjaIdol (Ísland)NoregurStorkubergÁsgeir ÁsgeirssonAuður djúpúðga KetilsdóttirTitanicSpænska veikinFramsóknarflokkurinnEvrópska efnahagssvæðiðListi yfir íslenska sjónvarpsþættiÆðarfuglSjómílaSan FranciscoHarpa (mánuður)Jarðskjálftar á ÍslandiRagnarökBaldur ÞórhallssonHamskiptinKristófer KólumbusHrafn GunnlaugssonÍþróttafélagið FylkirÚrvalsdeild karla í körfuknattleikTakmarkað mengiCharles DarwinHellarnir við HelluLangreyðurSilungurSeljalandsfossÁlandseyjarTöluorðLeifur heppniÁstþór MagnússonMennta- og menningarmálaráðherra ÍslandsSvartfuglarVistkerfiKjölur (fjallvegur)Endurnýjanleg orkaÞingkosningar í Bretlandi 1997🡆 More