Sepp Herberger

Sepp Herberger (28.

mars">28. mars 189728. apríl 1977) var fyrrverandi þýskur knattspyrnumaður og þjálfari þýska landsliðsins. Hann varð heimsmeistari sem þjálfari á HM í Sviss 1954.

Æviágrip

Sepp Herberger 
Sepp Herberger (til hægri) á tali við Oswald Pfau, landsliðsþjálfara Austur-Þýskalands.

Sepp Herberger (Joseph Herberger) fæddist 28. mars 1897 í Mannheim. Hann var 14 ára gamall þegar hann byrjaði að æfa með Waldhof Mannheim og var þar framherji. 1914 komst hann í aðalliðið, en ekki var leikið meðan heimstyrjöldin fyrri geisaði. 1921 fór hann í VfR Mannheim og spilaði þar í 5 ár. Hann var ásamt því starfsmaður Deutsche Bank. Á árunum 1921, 1924 og 1925 spilaði hann alls þrjá landsleiki með Þýskalandi. Hann skoraði tvö mörk, bæði í fyrsta leik sínum. 1926 flutti hann til Berlínar og spilaði með Tennis Borussia Berlin í 4 ár. 1930 lagði skóna á hilluna. Hann var þá jafnframt starfsmaður í banka í Berlín. Sama ár útskrifaðist hann úr íþróttaskóla með réttindi til þjálfunar. Hann hóf að þjálfa Tennis Borussia Berlin í tvö ár, en var svo kallaður sem landsliðsþjálfari 1936. Herberger gekk í nasistaflokkinn 1933, en var rekinn þaðan eftir slæmt gengi þýska landsliðsins á Ólympíuleikunum í Berlín 1936. Eftir stríð varð Herberger þjálfari Eintracht Frankfurt í eitt keppnistímabil, en varð landliðsþjálfari á ný 1949 þegar þýska landsliðið hóf keppni aftur eftir stríð. Helsti árangur hans var sigur á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í Sviss 1954. Þýskaland var þá rétt að rétta úr kútnum eftir stríð og voru ekki hátt skrifaðir í knattspyrnuheiminum á þeim tíma. Liðið sigraði Tyrki, en tapaði fyrir Ungverjum 2:7 í riðlakeppninni. Í fjórðungsúrslitum sigraði Þýskaland Júgóslavíu 2:0 og Austurríki 6:1 í undanúrslitum. Úrslitaleikurinn var svo gegn Ungverjum, sem þóttu langtum sigurstranglegri og höfðu unnið Þjóðverja í riðlakeppninni. En Þjóðverjar unnu 3:2 í Bern. Eftir þetta voru leikmenn og þjálfari kallaðir Hetjurnar frá Bern. Talað var um sigurinn sem Undrið í Bern (Das Wunder von Bern). Herberger starfaði sem landsliðsþjálfari til 1964, er hann settist í helgan stein. Það ár var haldinn kveðjuleikur fyrir hann gegn Skotlandi, sem endaði með 2:2 jafntefli. Herberger bað því um annan kveðjuleik og í honum sigruðu Þjóðverjar Finna 4:1 í Helsinki. Sepp Herberger lést 28. apríl 1977 í Weinheim-Hohensachsen.

Félög sem leikmaður

Félag Ár
Waldhof Mannheim 1914-1921
VfR Mannheim 1921-1926
Tennis Borussia Berlin 1926-1930

Félög sem þjálfari

Félag Ár
Tennis Borussia Berlin 1930-1932
Þýskaland 1936-1942
Eintracht Frankfurt 1945-1946
Þýskaland 1949-1964

Stórmót Herbergers sem þjálfari

Mót Staður Árangur
ÓL 1936 Berlín Riðlakeppni
HM 1938 Frakkland 16 liða úrslit (tap gegn Sviss)
HM 1954 Sviss Heimsmeistari
HM 1958 Svíþjóð 4. sæti
HM 1962 Chile 8 liða úrslit (tap gegn Júgóslavíu)

Annað markvert

Sepp Herberger var mikill frímerkjasafnari og hefur mynd af honum birst á nokkrum frímerkjum.

Heimildir

Tags:

Sepp Herberger ÆviágripSepp Herberger Félög sem leikmaðurSepp Herberger Félög sem þjálfariSepp Herberger Stórmót Herbergers sem þjálfariSepp Herberger Annað markvertSepp Herberger HeimildirSepp Herberger18971954197728. apríl28. marsKnattspyrnaSviss

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

Gylfi Þór SigurðssonHáskóli ÍslandsJava (forritunarmál)ÖskjuhlíðOkjökullÁrbærJóhann Berg GuðmundssonJón Páll SigmarssonSeldalurg5c8yGaldurValurTenerífeHelförinPatricia HearstHelga ÞórisdóttirPúðursykurSjónvarpiðListi yfir íslenska sjónvarpsþættiStúdentauppreisnin í París 1968Íþróttafélagið Þór AkureyriEfnafræðiEiríkur Ingi JóhannssonBrennu-Njáls sagaHringtorgSvartfjallalandTikTokJóhannes Sveinsson KjarvalFriðrik DórMyriam Spiteri DebonoSovétríkinBotnlangiBjarnarfjörðurHarpa (mánuður)Íslensk krónaÞýskalandOrkustofnunMannakornJóhann SvarfdælingurKnattspyrnufélag AkureyrarJón Jónsson (tónlistarmaður)KúbudeilanSólmánuðurTaívanLýðræðiBaldurReykjanesbærForsætisráðherra ÍslandsSjávarföllSkjaldarmerki ÍslandsEddukvæðiHeklaKlukkustigiHjaltlandseyjarTyrklandGísla saga SúrssonarSagan af DimmalimmEfnaformúlaBrúðkaupsafmæliForsíðaBaldur Már ArngrímssonJeff Who?Jón Múli ÁrnasonÞÆgishjálmurEgyptalandElísabet JökulsdóttirEvrópska efnahagssvæðiðBjörk GuðmundsdóttirKötturFylki BandaríkjannaEvrópaIngólfur ArnarsonInnrás Rússa í Úkraínu 2022–PáskarSvampur Sveinsson🡆 More