Nathan Söderblom

Lars Olof Jonathan Söderblom (15.

janúar 1866 – 12. júlí 1931) var sænskur prestur og erkibiskup Uppsala frá 1914 til 1931.

Nathan Söderblom
Nathan Söderblom
Söderblom árið 1923.
Fæddur15. janúar 1866
Trönö, Svíþjóð
Dáinn12. júlí 1931 (65 ára)
ÞjóðerniSænskur
MenntunUppsalaháskóli
StörfPrestur
TrúLúterskur (Sænska kirkjan)
MakiAnna Söderblom (1870-1955)
Börn12
ForeldrarJonas Söderblom og Nikolina Sophie Blûme
VerðlaunNathan Söderblom Friðarverðlaun Nóbels (1930)
Undirskrift
Nathan Söderblom

Æviágrip

Nathan Söderblom fæddist í Trönö í Helsingjalandi árið 1866. Faðir hans, Jonas Söderblom, var prestur þar en fjölskyldan fluttist til Norrama þegar Nathan var barn og þar ólst hann upp. Jonas Söderblom var mótaður af norrænni vakningarkristni og hafði mikil áhrif á Nathan, sem átti síðar eftir að velja afmælisdag föður síns fyrir biskupsvígslu sína. Foreldrar Nathans höfðu vonast til þess að allir þrír synir sínir yrðu prestar, en Nathan var að endingu sá eini þeirra sem valdi þá starfsbraut.

Hann gekk í lærða skólann í Hudiksvall og útskrifaðist síðar sem stúdent úr Uppsalaháskóla árið 1883. Þremur árum síðar lauk hann filosofie kandidat-prófi við háskólann í hebresku, grísku og heimspeki. Söderblom lauk síðan embættisprófi í guðfræði árið 1892.

Söderblom dvaldist í tvö ár til viðbótar í Uppsölum eftir að hafa lokið námi. Árið 1894 gerðist hann prestur sænskumælandi safnaðar í París og sjómannaprestur í Dunkerque, Calais og Boulogne. Samhliða prestsstarfinu gekk Söderblom í Parísarháskóla og útskrifaðist þaðan árið 1901 með doktorspróf í guðfræði.

Að loknu doktorsprófi tók Söderblom við kennarastöðu í guðfræðilegum forspjallsvísindum við Uppsalaháskóla. Sem kennari við háskólann opnaði Söderblom námsskrána, sem áður hafði aðallega verið byggð á þýskri háskólaguðfræði, fyrir áhrifum að vestan, einkum frá hinum engilsaxneska heimi. Söderblom var jafnframt hlynntur frjálslyndum guðfræðikenningum Albrechts Ritschl og Adolfs von Harnack og var fylgjandi vísindalegu starfi rannsóknarguðfræðinnar. Samhliða kennslustörfum hélt Söderblom áfram að predika og varð þekktur fyrir fjörugar, alþýðlegar og látlausar predikanir.

Söderblom dvaldist í Leipzig frá 1912 til 1914 til þess að flytja fyrirlestra í trúarbragðasögu við háskóla borgarinnar en var óvænt kvaddur heim til Svíþjóðar árið 1914 til þess að taka við erkibiskupsdómi í Uppsölum. Útnefning Söderbloms í erkibiskupsstól kom flatt upp á marga þar sem hann hafði hlotið fæst atkvæði þeirra þriggja sem komu til greina í embættið. Gústaf 5. Svíakonungur, sem var mikill aðdáandi Söderbloms, var hins vegar ekki bundinn af atkvæðagreiðslunni og ákvað að útnefna hann engu að síður.

Sem erkibiskup Uppsala stóð Söderblom fyrir því að sænska kirkjuhandbókin var endurskoðuð eftir kirkjuþing árið 1917. Jafnframt lét hann endurskoða sænsku sálmabókina, sem hafði staðið óbreytt í um hundrað ár, og bætti meðal annars við í hana nokkrum sálmum eftir sjálfan sig.

Eftir konungafundinn í Malmö árið 1914 sammældust Norðurlöndin, auk hlutleysis í fyrri heimsstyrjöldinni, um að kirkjur ríkjanna skyldu auka samstarf sitt í andlegum málefnum. Söderblom gekk einna lengst fram til þess að rækta bandalag milli þjóðkirknanna og eftir að styrjöldinni lauk mælti Söderblom með því að kirkjur stríðsaðilanna gerðu með sér bandalög til þess að vernda heimsfriðinn án tillits til trúarlegra ágreiningsefna. Söderblom útnefndi sex sænska fulltrúa á heimskirkjuþing sem haldið var dagana 12. til 19. ágúst árið 1920 í Genf. Á kirkjuþinginu studdi Söderblom hugmyndir um að reynt yrði að stuðla að samheldni milli allra kristinna kirkjudeilda heims með því að kalla saman allsherjar kirkjuþing þeirra á næstu árum.

Alkirkjuþingið var að endingu haldið í boði Söderbloms í Stokkhólmi árið 1925. Þingið var opið öllum kirkjusöfnuðum sem kenndu sig við kristni en páfinn neitaði að senda kaþólska fulltrúa þar sem hann taldi að kirkjuleg sameining yrði að vera í undirgefni við páfadóminn.

Söderblom fór að þjást af hjartaveiki árin 1927-28. Hann lést úr henni þann 12. júlí árið 1931, einn dag eftir að hafa gengist undir skurðaðgerð. Söderblom var jarðsettur í Dómkirkjunni í Uppsölum við hlið Lárentíusar Petri, fyrsta lúterska erkibiskups Svíþjóðar.

Fjölskylduhagir

Áður en Söderblom fluttist til Frakklands árið 1894 gekk hann að eiga Önnu Forsell, dóttur skipstjóra frá Stokkhólmi og alsystur söngvarans Johns Forsell. Hjónin eignuðust tólf börn saman.

Tilvísanir


Fyrirrennari:
Johan August Ekman
Erkibiskup Uppsala
(19141931)
Eftirmaður:
Erling Eidem


Tags:

Erkibiskup UppsalaSvíþjóð

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

LjónEyjaklasiGjaldeyrirTölvunarfræðiLaugarnesskóliListi yfir lönd eftir mannfjöldaLoðnaJarðskjálftar á ÍslandiLögaðiliÁrni MagnússonVolaða landIngvar Eggert SigurðssonStrumparnir1905LénsskipulagBandaríska frelsisstríðiðKlórítKalda stríðiðAmazon KindleÞjóðveldiðSaint BarthélemyKennitalaEgils saga39KubbatónlistGagnrýnin kynþáttafræðiHlutabréfSuðurlandsskjálftinn 29. maí 2008UngverjalandLandnámabókJóhanna Guðrún JónsdóttirSuðureyjar2008SifLiechtensteinKríaMicrosoftÞorskastríðinMannsheilinnSpendýrGyðingdómurAron Einar GunnarssonSankti PétursborgSætistalaTrúarbrögðHellisheiðarvirkjunÞingvellirSigurjón Birgir SigurðssonÍslensk mannanöfn eftir notkunVistkerfiHeklaWalthéry2003Major League SoccerÍslamVestfirðirLitningurBloggVotheysveikiÖxulveldinDreifbýliSuður-AmeríkaÞýskalandÍslenska karlalandsliðið í knattspyrnuSkírdagurStasiJoðSiðaskiptin á ÍslandiEndurnýjanleg orka1995VeðskuldabréfStofn (málfræði)SameindAndri Lucas GuðjohnsenGísli Örn GarðarssonTanganjika🡆 More