Nálægðarreglan

Nálægðarreglan er ein af grunnreglum Evrópusambandsins.

Hefur hún það markmið að takmarka völd Evrópusambandsins og stofnana þess.

Nálægðarreglan mælir fyrir um að Evrópusambandið geti eingöngu aðhafst í máli, sem fellur utan einkalögsögu þess (e. exclusive competence), ef hvert Evrópusambandsland eða svæði þess lands getur ekki á fullnægjandi máta náð þeim markmiðum sem stefnt er að. Vegna umfangs eða áhrifa málsins á Evrópusambandið sé sambandið því betur til þess fallið að koma að málinu. Með öðrum orðum þurfa tvö skilyrði að vera fyrir hendi: í fyrsta lagi nást markmið sambandsins ekki með atbeina einstakra ríkja og í öðru lagi nást markmiðin betur vegna umfangs þeirra eða áhrifa á Evrópusambandið.

Með Lissabonsáttmálanum var komið á fót ferli sem gerir þjóðþingum aðildarríkjanna kleift að koma á framfæri athugasemdum sínum telji þau lagafrumvarp framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins brjóta gegn reglunni. Hvert þjóðþing hefur átta vikna frest frá því því var kynnt lagafrumvarpið til að koma athugasemdum sínum á framfæri. Ef athugasemd berst frá einhverju þjóðþingi fer í gang sérstakt ferli. Hvert þjóðþing aðildarríkjanna þarf þá að taka afstöðu til þess hvort það telji umrætt lagafrumvarp brjóta gegn nálægðarreglunni. Hefur hvert þjóðþing tvö atkvæði. Ef einfaldur meirihluti þinganna greiðir atkvæði með því að lagafrumvarpið brjóti gegn nálægðarreglunni er framkvæmdastjórnin skyldug til að endurskoða afstöðu sína til þess hvort lagafrumvarpið samræmist nálægðarreglunni. Getur framkvæmdastjórnin tekið frumvarpið til baka, breytt því eða haldið því óbreyttu. Haldi hún lagafrumvarpinu óbreyttu þarf hún að rökstyðja mál sitt. Að lokum taka þá Ráðherraráðið og Evrópuþingið afstöðu til málsins. Ef 55% Ráðherraráðsins eða einfaldur meirihluti þingmanna Evrópuþingsins þeirrar skoðunar að lagafrumvarpið samræmist ekki nálægðarreglunni, er lagafrumvarpið úr sögunni.

Þá hefur Evrópudómstóllinn vald til að endurskoða ákvarðanir stofnana sambandsins með tilliti til nálægðarreglunnar.

Saga reglunnar innan Evrópusambandsins og tilgangur

Nálægðarreglan kom fyrst inn í rétt Evrópusambandsins með Maastricht-sáttmálanum árið 1992. Hana er nú að finna í 3. mgr. 5. gr. sáttmála um Evrópusambandið. Tillaga að setningu reglunnar var upphaflega sett fram af Þjóðverjum en Bretar urðu ákafir stuðningsaðilar hennar.

Hugmyndin að baki nálægðarreglunni er sú að vinna gegn evrópskri miðstýringu og færa ákvarðanatöku enn frekar til héraða sambandsins. Reglan á að stuðla að varðveislu menningarlegra og sögulegra mismuna og varðveita þjóðarímyndir og venjur.

Önnur regla sem hefur einnig það markmið að draga úr völdum Evrópusambandsins er hin svokallaða meðalhófsregla. Samkvæmt henni má Evrópusambandið ekki grípa til víðtækari ráðstafana en nauðsynlegar eru til að ná því markmiði sem stefnt er að.

Athugasemdir og heimildir

Tags:

Evrópusambandið

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

Jacques DelorsIðunn (norræn goðafræði)Ræðar tölurSkírdagur28. marsLitla-HraunAfturbeygt fornafnRaufarhöfnHúsavíkListi yfir íslensk póstnúmerEvrópusambandiðElísabet 2. BretadrottningJólaglöggNorðurland eystraSjálfstæðisflokkurinnGrikkland hið fornaAngkor WatSkoll og HatiVenesúelaHvíta-RússlandTaugakerfiðTungustapiVottar JehóvaAuðunn rauðiArabíuskaginnSólveig Anna JónsdóttirHinrik 8.Silungur1978EilífðarhyggjaRio de JaneiroAlfaBrasilíaDvergreikistjarnaAriana GrandeVorAndreas BrehmeGuðni Th. JóhannessonHugrofMaðurAlþingiskosningar 2021RafeindÝsaMódernismi í íslenskum bókmenntumJafndægurNorðurland vestraEyjafjallajökullSjálfstæðar og ósjálfstæðar sagnirIndóevrópsk tungumálIngólfur ArnarsonGaldra–LofturUppistandStuðmennHelgafellssveitKúveitVenus (reikistjarna)HellissandurFjalla-EyvindurVopnafjörðurLottóKrummi svaf í klettagjáEinmánuðurSundlaugar og laugar á ÍslandiVesturfararTorfbærSterk beygingSeinni heimsstyrjöldinPólska karlalandsliðið í knattspyrnuQuarashiBlóðsýkingJúgóslavíaStrumparnirHuginn og MuninnPíkaKárahnjúkavirkjun🡆 More