Sólveig Anna Jónsdóttir

Sólveig Anna Jónsdóttir (f.

1975) er núverandi formaður Eflingar og aðgerðasinni. Hún var formaður íslandsdeildar Attac-samtakanna og einn hinna svokölluðu nímenninga sem ákærðir voru vegna mótmæla í Alþingishúsinu 8. desember 2008 í tengslum við búsáhaldabyltinguna. Sólveig starfaði sem ómenntaður leikskólastarfsmaður hjá Reykjavíkurborg þar til hún var kjörin formaður Eflingar 2018.

Formennska hjá Eflingu

Sólveig tilkynnti þann 29. janúar 2018 um framboð sitt til formanns stéttarfélagsins Eflingar ásamt nýrri stjórn undir nafninu B-listinn gegn frambjóðanda uppstillingarnefndar, Ingvari Vigur Halldórssyni. Fráfarandi formaður Sigurður Bessason bauð sig ekki fram til endurkjörs eftir að hafa gengt formensku í um tvo áratugi. Var þetta í fyrsta skipti í tuttugu ára sögu Eflingar þar sem kosið var um formann. Fram að því hafði verið sjálfkjörið í stjórn félagsins þar sem aldrei hafði áður komið fram mótframboð. Í kosningunum var Sólveig Anna kosinn nýr formaður með um 80% atkvæðum og hlaut B-listinn 7 af 15 stjórnarmönnum að auki.

Sólveig sagði af sér sem formaður Eflingar 31. október 2021 eftir harðvítugar deilur við starfsfólk félagsins. Hún bauð sig hins vegar aftur fram til formanns þann 15. febrúar 2022 og var kjörin á ný með 52% atkvæða.

Eftir að Sólveig Anna tók aftur við sem formaður Eflingar stóð hún fyrir hópuppsögnum á starfsfólki stéttarfélagsins. Uppsagnirnar voru mjög umdeildar og gagnrýnendur þeirra, þar á meðal Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins, sögðu þar vera um að ræða pólitískar „hreinsanir“ innan Eflingar. Sólveig hafnaði þeirri skilgreiningu og sagði uppsagnirnar vera skipulagsbreytingar væru byggðar á ítarlegri greiningarvinnu.

Stjórnmálaferill

Sólveig Anna skipaði fjórða sæti á lista Sósíalistaflokks Íslands í Reykjavíkurkjördæmi norður í Alþingiskosningunum árið 2021.

Fjölskylda

Sólveig er dóttir útvarpsþulanna fyrrverandi Jóns Múla Árnasonar og Ragnheiðar Ástu Pétursdóttur. Hún er gift Magnúsi Sveini Helgasyni sagnfræðingi.

Tilvísanir

Tags:

Sólveig Anna Jónsdóttir Formennska hjá EflinguSólveig Anna Jónsdóttir StjórnmálaferillSólveig Anna Jónsdóttir FjölskyldaSólveig Anna Jónsdóttir TilvísanirSólveig Anna JónsdóttirATTAC samtökinAðgerðasinniEfling stéttarfélagMótmælin á Íslandi í kjölfar efnahagskreppunnar 2008Nímenningarnir

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

HafnarfjörðurForsetningSjávarföllUpphrópunFallorðFálkiHelgi magriÍslenskir stjórnmálaflokkarListi yfir morð á Íslandi frá 2000GreinarmerkiKeikóDavíð StefánssonFóstbræður (sjónvarpsþættir)Listi yfir íslensk skáld og rithöfundaListi yfir íslensk póstnúmerHeimildinInnrásin í NormandíFyrsti maíFaðir vorHemúllinnBlóðkreppusóttBankahrunið á ÍslandiKrummi svaf í klettagjáÁsgeir ÁsgeirssonKokteilsósaStorkubergBlóðrásarkerfiðStari (fugl)ÝsaKristnitakan á ÍslandiJónas HallgrímssonFemínismiMæðradagurinnGeðklofiSóley (mannsnafn)Listi yfir íslenska sjónvarpsþættiÍslenskaSvampdýrIP-talaRaufarhöfnMótmælendatrúBerlínHandknattleikssamband ÍslandsGrunnavíkurhreppurYrsa SigurðardóttirDánaraðstoðFæreyjarFornafnListi yfir skammstafanir í íslenskuVeiraSkriðdýrSnjóflóðið í SúðavíkGuðmundur G. HagalínMenntaskólinn í ReykjavíkKanadaKapítalismiBjörgvin HalldórssonJúraSvalbarðiIcesaveFramsóknarflokkurinnSamtengingGyrðir ElíassonGeorgía BjörnssonGuðrún ÓsvífursdóttirMiðgildiKríaÍslenski hesturinnÞunglyndislyfJóhanna SigurðardóttirMynsturVottar JehóvaÞjóðleikhúsiðTenerífeEndurnýjanleg orka🡆 More