Muhammad Ali Jinnah: Stofnandi og fyrsti landstjóri Pakistans (1876-1948)

Muhammad Ali Jinnah (fæddur undir nafninu Mahomedali Jinnahbai; 25.

desember 1876 – 11. september 1948) var lögfræðingur og stjórnmálamaður sem er minnst sem stofnanda Pakistans. Jinnah var leiðtogi indverska Múslimabandalagsins frá árinu 1913 til sjálfstæðis Pakistans þann 14. ágúst 1947 og síðan fyrsti landstjóri Pakistans til dauðadags. Hann er hylltur í Pakistan sem Quaid-i-Azam (قائد اعظم á úrdú; leiðtoginn mikli) og Baba-i-Qaum (بابائے قوم; faðir þjóðarinnar). Afmælisdagur hans er almennur frídagur í Pakistan.

Muhammad Ali Jinnah
محمد علی جناح
Muhammad Ali Jinnah: Stofnandi og fyrsti landstjóri Pakistans (1876-1948)
Landstjóri Pakistans
Í embætti
15. ágúst 1947 – 11. september 1948
ÞjóðhöfðingiGeorg 6.
ForsætisráðherraLiaquat Ali Khan
ForveriEmbætti stofnað
EftirmaðurKhawaja Nazimuddin
Persónulegar upplýsingar
Fæddur25. desember 1876
Karachi, breska Indlandi (nú Pakistan)
Látinn11. september 1948 (71 árs) Karachi, Pakistan
ÞjóðerniIndverskur, síðar pakistanskur
StjórnmálaflokkurIndverski þjóðarráðsflokkurinn (1906–1920), Múslimabandalagið (1920–1947)
MakiEmibai Jinnah (1892–93)
Rattanbai Petit (1918–29)
TrúarbrögðÍslam
BörnDina Wadia
HáskóliLincoln's Inn
UndirskriftMuhammad Ali Jinnah: Stofnandi og fyrsti landstjóri Pakistans (1876-1948)

Æviágrip

Jinnah fæddist í Wazir-setri í Karachi og nam lögfræði í Lincoln's Inn í London. Þegar hann sneri aftur til Indlands varð hann meðlimur í hæstarétti Bombay og fékk áhuga á stjórnmálum landsins, sem hann sneri sér brátt alfarið að í stað lögfræðistarfa. Jinnah komst til metorða í indverska þjóðarráðsflokknum á fyrstu tveimur áratugum 20. aldarinnar. Snemma á stjórnmálaferli sínum mælti Jinnah með samstöðu indverskra hindúa og múslima og stóð árið 1916 að gerð Lucknow-sáttmálans á milli indverska þjóðarráðsins og Múslimabandalagsins, sem miðaði við að flokkarnir skyldu vinna saman að því að setja þrýsting á Breta að gefa Indverjum aukið sjálfstæði. Jinnah varð einn helsti leiðtogi indverska Heimastjórnarbandalagsins og lagði til fjórtán punkta stjórnarskrárumbætur til að vernda pólitísk réttindi múslima. Árið 1920 sagði Jinnah sig hins vegar úr þjóðarráðsflokknum þegar flokkurinn féllst á að fylgja aðferðafræði „satyagraha“, sem Jinnah taldi líkast pólitísku stjórnleysi.

Árið 1940 var Jinnah kominn á þá skoðun að múslimar Indlandsskaga ættu að stofna eigið þjóðríki. Það ár gaf Múslimabandalagið, undir stjórn Jinnah, út Lahore-tilkynninguna þar sem þeir kröfðust eigin ríkis. Í seinni heimsstyrjöldinni óx bandalaginu ásmegin þegar leiðtogar indverska þjóðarráðsflokksins voru fangelsaðir í kjölfar „Út úr Indlandi“-hreyfingarinnar sem Mohandas Gandhi hafði staðið fyrir. Jinnah fordæmdi hreyfinguna og hvatti þess í stað til þess að sjálfstæði Indlands yrði frestað þar til eftir stríðslok. Auk þess hvatti hann indverska múslima til þess að skrá sig í Bretaher og berjast ásamt Bretum gegn Öxulveldunum. Með þessu styrkti Jinnah mjög samningsstöðu sína gagnvart Bretum eftir stríð og í kosningum stuttu eftir stríðslok vann bandalagið undir hans stjórn flest þingsæti sem ætluð voru múslimum. Þjóðarráðsflokknum og Múslimabandalaginu tókst ekki að komast að samkomulagi um stjórn sameinaðs Indlands og því sammældust allir flokkarnir um að stefna skyldi að sjálfstæði tveggja ríkja; Indlands þar sem hindúar yrðu í meirihluta og Pakistan fyrir múslima.

Sem fyrsti landstjóri Pakistans vann Jinnah að því að setja á fót ríkisstjórn og stefnumál nýju þjóðarinnar. Eitt helsta verkefnið var að aðstoða þær milljónir múslima sem höfðu flust búferlum frá Indlandi til Pakistans eftir sjálfstæði beggja þjóðana. Jinnah skipulagði sjálfur stofnun flóttamannabúða fyrir innflytjendurna. Jinnah lést í september 1948, þá 71 árs að aldri, rúmu ári eftir að Pakistan hlaut sjálfstæði frá Bretlandi. Hann er enn mjög virtur meðal Pakistana og fjöldi gatna, bygginga og háskóla bera enn nafn hans.

Tilvísanir

Tags:

PakistanÚrdú

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

FnjóskadalurEfnafræðiNúmeraplataISO 8601FermingRagnhildur GísladóttirListi yfir elstu manneskjur á ÍslandiSíliHalla Hrund LogadóttirPragÁlftDavíð OddssonÍrlandEfnaformúlaForsetakosningar á Íslandi 1996Evrópska efnahagssvæðiðHljómskálagarðurinnBenedikt Kristján MewesTómas A. TómassonMaineSkuldabréfMynsturCharles de GaulleHermann HreiðarssonViðskiptablaðiðÞorriSkákHávamálFlámæliGuðlaugur ÞorvaldssonFæreyjarMelkorka MýrkjartansdóttirHelga ÞórisdóttirJónas HallgrímssonEgill ÓlafssonGuðrún PétursdóttirThe Moody BluesSöngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2024HjálparsögnTíðbeyging sagnaMyndlista- og handíðaskóli ÍslandsListi yfir íslenskar kvikmyndirFáskrúðsfjörðurÍsland í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðvaArnaldur IndriðasonPylsaMaríuhöfn (Hálsnesi)Knattspyrnufélagið HaukarÓlafsfjörðurSönn íslensk sakamálKartaflaÁstþór MagnússonSigurboginnPúðursykurKnattspyrnufélagið FramGunnar HelgasonSamningurAlþingiskosningar 2016Listi yfir þjóðvegi á ÍslandiSnípuættGóaAtviksorðHeklaLitla hryllingsbúðin (söngleikur)HryggdýrXHTMLBerlínIKEASæmundur fróði SigfússonForsetakosningar á Íslandi 2012BónusGuðrún AspelundBaldur Már ArngrímssonFíllBríet HéðinsdóttirHrafninn flýgurÞóra ArnórsdóttirKörfuknattleikur🡆 More