Skip María Júlía: Varð- og björgunarskip

María Júlía er varðskip og björgunarskip sem Landhelgisgæslan notaði frá 1950 til 1969.

Skipið var smíðað úr eik í Frederikssund í Danmörku og var heildarkostnaður 1,5 milljónir króna en um 300.000 af þeirri upphæð voru framlög frá slysavarnardeildum á Vestfjörðum. Skipið var nefnt í höfuðið á Maríu Júlíu Gísladóttur frá Ísafirði sem gaf árið 1937 verulegt fjármagn til smíði björgunarskips. Í skipinu var sérútbúin rannsóknarstofa fyrir fiskifræðinga og fyrir sjómælingar. Skipið var því fyrsti vísir að hafrannsóknarskipi á Íslandi.

Skip María Júlía: Varð- og björgunarskip
María Júlía í Ísafjarðarhöfn

Talið er að áhafnir skipsins hafi bjargað um tvö þúsund manns.

Árið 1969 seldi Landhelgisgæslan skipið sem var næstu ár notað sem fiskiskip og gert út frá Patreksfirði og Tálknafirði. Til stóð að selja það til Suður-Afríku en árið 2003 keyptu Minjasafn Egils Ólafssonar á Hnjóti og Byggðasafn Vestfjarða skipið með það fyrir augum að gera upp og reka sem safnskip sem gæti siglt milli staða á Vestfjörðum. Árið 2006 var skipið flutt til Patreksfjarðar til viðgerða og árið eftir til Bolungarvíkur og síðan til Þingeyrar. Viðgerð á skipinu hefur staðið yfir síðan.

María Júlía er 137 tonn, 27,5 metrar á lengd og 3,25 metrar á dýpt.

Árið 2018 lagði formaður skipulags- og mannvirkjanefndar Ísafjarðarbæjar, Sigurður J. Hreinsson, til að skipinu yrði sökkt á litlu dýpi þar sem það væri aðgengilegt fyrir sportkafara.

Heimildir

Tenglar

Tags:

DanmörkEikFiskifræðiLandhelgisgæslanVarðskipVestfirðirÍsafjörður

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

Angkor WatNafnháttur1976BaldurMargrét ÞórhildurHinrik 8.TundurduflaslæðariRosa ParksReykjavíkJónsbókHelförinÍslensk mannanöfn eftir notkunSpennaTeknetínBerlínBjörk GuðmundsdóttirSveitarfélög ÍslandsKirgistanPersóna (málfræði)ÞýskalandKarfiMetanMenntaskólinn í ReykjavíkSankti PétursborgJörðinLandhelgisgæsla ÍslandsRamadanMagnús Kjartansson (tónlistarmaður)ÍsbjörnGuðlaugur Þór ÞórðarsonH.C. AndersenHeklaLoðvík 7. FrakkakonungurÍslenskaFyrri heimsstyrjöldinJón Kalman StefánssonJanryHarry S. TrumanGuðmundur Franklín JónssonSnæfellsjökullSpánnKleópatra 7.JapanVorSkákBelgíaListi yfir lönd eftir mannfjöldaEinmánuðurGíraffiBorgLilja (planta)KvennafrídagurinnPólska karlalandsliðið í knattspyrnuHvalirGamli sáttmáliGrænland26. júníHlaupárKúbaMúmíurnar í GuanajuatoBúrhvalurShrek 2FjallagrösSkammstöfunGíneuflóiRússlandNoregurÍslenski fáninnSnjóflóð á ÍslandiListi yfir íslensk mannanöfnHugræn atferlismeðferðFallin spýtaBandaríkinGunnar GunnarssonNorður-AmeríkaRagnarökVesturland🡆 More