Langisjór

Langisjór er 27 km² stórt stöðuvatn í Vestur-Skaftafellssýslu, suðvestan við Tungnár- og Skaftárjökul.

Það er í 670 m hæð og mesta vatnsdýpi er 75 m. Sunnan við Langasjó er Sveinstindur en austan hans eru Fögrufjöll. Þau ganga víða með þverhníptum klettahöfðum fram í Langasjó. Langisjór er meðal tærustu fjallavatna á Íslandi. Á fyrri hluta tuttugustu aldar rann kvísl úr Skaftá í vatnið og þá var það jökullitað. Nafn sitt dregur vatnið af lengd sinni en það er um 20 km langt í stefnu norðaustur - suðvestur og 2 km breitt. Affall Langasjávar nefnist Útfall og rennur í Skaftá. Vegna þess hve afskekkt vatnið er fannst það ekki fyrr en á 19. öld. Nú fara ferðamenn að Langasjó í auknum mæli en það er auðvelt að ganga kringum vatnið. Gaman er að ganga á Fögrufjöll auk þess sem hægt er að ganga með þeim mörgu vötnum eða lónum sem leynast milli fjallanna. Stundum hefur ferðafólk siglt á gúmmíbátum á Langasjó og hefur þá verið vinsælt að sigla kringum eyjuna Ást í Fagrafirði. Fiskur er í vatninu og þar er stunduð stangveiði.

Langisjór
Horft vestur eftir Langasjó með Sveinstind í bakgrunn

Virkjunaráform og friðlýsing

Lengi vel áformaði Landsvirkjun að veita Skaftá í Langasjó og nýta vatnið í virkjanirnar á Tungnár og Þjórsár-svæðinu. Einnig var ætlunin með þessu að hefta sandburð í Skaftárhlaupum sem farin eru að ógna Eldhrauni. Umræðan um verndun Langasjávar náði meðal annars inn í sali Alþingis veturinn 2005-2006.

Langisjór var friðlýstur ásamt hluta Eldgjár, í samræmi við Náttúruverndaráætlun 2009-2013, og var svæðunum bætt við Vatnajökulsþjóðgarð sumarið 2011.

Tilvísanir

Heimildir

Tags:

19. öldSkaftáSkaftárjökullStöðuvatnSveinstindurTungnárjökullVestur-SkaftafellssýslaÍsland

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

Listi yfir morð á Íslandi frá 1874–1969Bláa lóniðFingurSkjaldarmerki ÍslandsHjartaHrossagaukurBotnssúlurElly VilhjálmsVesturfararSeyðisfjörðurSigurdagurinn í EvrópuKárahnjúkavirkjunSamhljóðRæðar tölurSagan um ÍsfólkiðBjörn Sv. BjörnssonÍslandÝmsir - Dýrin í Hálsaskógi (plata)Góði hirðirinnStrikiðBretlandHveragerðiÍslenskir stjórnmálaflokkarListi yfir íslenskar stafsetningar- og málfræðivillurListi yfir þjóðvegi á ÍslandiStyrmirListi yfir íslenskar hljómsveitirBrasilía (borg)JökulsárlónErpur EyvindarsonJet Black JoeLandsvalaAserbaísjanBerlínarmúrinnKvikasilfurJúgóslavíaGerpla (skáldsaga)PHallmundarhraunTony Bennett6Franska byltinginBrisForsíðaKaupstaðurRíkisútvarpiðKörfuknattleikurBirtíngurLýsingarorðFacebookEigindlegar rannsóknirAukasólGlymurÓnæmiskerfiÍslenska karlalandsliðið í handknattleikFiskarnir (stjörnumerki)GrænlandÓlafur Egill EgilssonAustur-ÞýskalandTertíertímabiliðSæbjúguMynsturKnattspyrnufélagið ValurJón Múli ÁrnasonSlóveníaHornsíliÞingvellirAkureyriSjávarföllRósa GuðmundsdóttirBoðorðin tíu🡆 More