Hreinsanirnar Miklu

Hreinsanirnar miklu (á rússnesku: Большо́й терро́р / bolshoj terror, „ógnin mikla“) voru skipuleg herför pólitískra ofsókna sem stóð í Sovétríkjunum frá 1936 til 1938.

Í þeim var stór hluti af embættismönnum sovéska kommúnistaflokksins og ríkisstofnana „hreinsaður“ úr stöðum sínum og fjöldi almennra borgara og leiðtoga rauða hersins var handtekinn og tekinn af lífi fyrir meint „spellvirki“ eða „gagnbyltingarhyggju.“ Hreinsanirnar stóðu sem hæst frá 1937 til 1938 en sá tími er oft kallaður Jezhovstsjína (Ежовщина; bókstaflega „Jezhov-fyrirbærið“ eða „Jezhov-tíminn“) í höfuðið á Níkolaj Jezhov, þáverandi öryggisráðherra og formanni sovésku leyniþjónustunnar NKVD. Jezhov stóð fyrir mörgum helstu grimmdarverkum tímabilsins en var síðar sjálfur handtekinn og tekinn af lífi í hreinsununum. Í hreinsununum voru gasbílar notaðir til að taka fólk af lífi án dóms og laga. Talið er að um 600.000 manns hafi látið lífið af völdum sovéskra stjórnvalda á meðan á hreinsununum stóð.

Í vesturheimi varð algengt að tala um „ógnina miklu“ eftir að bókin The Great Terror eftir Robert Conquest kom út árið 1968. Titill bókarinnar var sjálfur skírskotun í Ógnarstjórn frönsku byltingarinnar.

Tilvísanir

Tags:

GasbíllinnKommúnistaflokkur SovétríkjannaRauði herinnRússneskaSovétríkin

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

HringtorgIKEAMannakornSamfylkinginJakobsvegurinnÞUmmálHannes Bjarnason (1971)BrúðkaupsafmæliHæstiréttur BandaríkjannaPáll ÓskarSteinþór Hróar SteinþórssonMassachusettsEgilsstaðirXHTMLRonja ræningjadóttirJón Baldvin HannibalssonSeljalandsfossKlukkustigiÞjóðminjasafn ÍslandsLaxdæla sagaMosfellsbærEgill ÓlafssonMánuðurÝlirLögin úr söngleiknum Deleríum Búbónis1. maíListi yfir skammstafanir í íslenskuHvalfjörðurJóhann Berg GuðmundssonSnorra-EddaKópavogurÆgishjálmurPatricia HearstEllen KristjánsdóttirJón Sigurðsson (forseti)Sönn íslensk sakamálJökullMöðruvellir (Eyjafjarðarsveit)SvartahafLánasjóður íslenskra námsmannaÚlfarsfellIcesaveInnrás Rússa í Úkraínu 2022–Myriam Spiteri DebonoForsetakosningar á Íslandi 2024SandgerðiRauðisandurTjörn í SvarfaðardalHernám ÍslandsSnæfellsjökullBarnavinafélagið SumargjöfHTMLStúdentauppreisnin í París 1968Stari (fugl)Guðrún PétursdóttirVafrakakaMílanóTaílenskaMerik TadrosBotnssúlurGuðmundar- og GeirfinnsmáliðFyrsti vetrardagurSovétríkinSólmánuðurBarnafossÍslensk krónaÞrymskviðaÍslenskaÍrlandForseti ÍslandsStigbreytingHryggdýrJörundur hundadagakonungurSmáríkiÞóra FriðriksdóttirFermingKirkjugoðaveldi🡆 More