Heimsmeistaramót Landsliða Í Knattspyrnu Karla 1934

Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 1934 eða HM 1934 var haldið á Ítalíu dagana 27.

maí">27. maí til 10. júní. Þetta var önnur heimsmeistarakeppnin og sú fyrsta þar sem halda þurfti forkeppni. 32 þátttökulönd skráðu sig til keppni en sextán tóku þátt í lokakeppninni á Ítalíu. Ríkjandi meistarar Úrúgvæ neituðu að taka þátt í keppninni. Heimamenn urðu heimsmeistarar, fyrstir Evrópuþjóða eftir 2:1 sigur á Tékkóslóvakíu í úrslitaleiknum.

Heimsmeistaramót Landsliða Í Knattspyrnu Karla 1934
Poster
Heimsmeistaramót Landsliða Í Knattspyrnu Karla 1934
Ítalir fagna heimsmeistaratitlinum 1934

Val á gestgjöfum

Þar sem fyrsta heimsmeistarakeppnin hafði verið haldin í Suður-Ameríku þótti stjórnendum Alþjóðaknattspyrnusambandsins rétt að næsta mót færi fram í Evrópu. Tvær þjóðir sóttust eftir upphefðinni: Ítalir og Svíar. Ákvörðunin var tekin á fundi Alþjóðaknattspyrnusambandsins í Stokkhólmi í október 1934 án atkvæðagreiðslu, þar sem Svíar drógu umsókn sína til baka. Fasistastjórn Mussolini lagði mikla áherslu á að halda mótið og hét háum fjárhæðum til undirbúnings keppninnar.

Forkeppni

Heimsmeistaramót Landsliða Í Knattspyrnu Karla 1934 
Frímerki sem ítalska póstþjónustan gaf út vegna heimsmeistaramótsins.

Sigurvegarar HM 1930, Úrúgvæ, voru enn sárir út í Evrópuþjóðir - þar á meðal Ítali - sem flestar sniðgengu keppnina fjórum árum fyrr vegna mikils ferðakostnaðar. Heimsmeistararnir ákváðu því að gjalda líku líkt og sátu heima og urðu þar með einu heimsmeistararnir í sögunni sem ekki freistuðu þess að verja titil sinn.

Alls skráðu 32 lið sig til leiks í forkeppni, en nokkur þeirra drógu sig þó í hlé áður en keppni hófst. Keppt var í tólf riðlum með tveimur til þremur liðum í hverjum. Einn riðillinn var skipaður liðum frá Miðausturlöndum: Tyrklandi, Egyptalandi og liði frá breska valdsvæðinu í Palestínu. Voru þetta fyrstu þáttökuliðin frá Afríku og Asíu. Af úrslitum í forkeppninni vakti helst athygli að lið Júgóslava komst ekki áfram, þrátt fyrir að hafa farið í undanúrslitin fjórum árum fyrr.

Þrátt fyrir að vera gestgjafar, fengu Ítalir ekki öruggt sæti á mótinu. Lið þeirra mætti Grikkjum í forkeppninni. Er þetta eina skiptið sem heimalið hefur þurft að berjast fyrir þátttökurétti á HM.

Lokaleikur forkeppninnar fór fram í Rómarborg fáeinum dögum áður en mótið hófst að viðstöddum 12 þúsund áhorfendum. Þar unnu Bandaríkjamenn 4:2 sigur á Mexíkó.

Þátttökulið

Þessi sextán lönd tóku þátt í mótinu. Tólf komu frá Evrópu, þar af níu sem tóku þátt í sínu fyrsta heimsmeistaramóti. Tvö frá Suður-Ameríku, eitt frá Norður-Ameríku og Egyptaland frá Afríku, en 56 ár áttu eftir að líða uns Egyptar komust aftur í úrslitakeppni HM.

Leikvangar

Leikirnir sautján á mótinu fóru fram á átta leikvöngum í jafnmörgum borgum. Mikið var lagt í umgjörð HM, enda leit Benito Mussolini á mótið sem prýðilegt áróðurstæki. Aðsóknin olli skipuleggjendum þó nokkrum vonbrigðum, þannig var ekki uppselt á neinn leik heimamanna nema úrslitin.

Bologna Flórens Genúa
Stadio Littoriale Stadio Giovanni Berta Stadio Luigi Ferraris
Áhorfendur: 50.100 Áhorfendur: 47.290 Áhorfendur: 36.703
Heimsmeistaramót Landsliða Í Knattspyrnu Karla 1934  Heimsmeistaramót Landsliða Í Knattspyrnu Karla 1934  Heimsmeistaramót Landsliða Í Knattspyrnu Karla 1934 
Mílanó Tórínó Napólí
Stadio San Siro Stadio Benito Mussolini Stadio Giorgio Ascarelli
Áhorfendur: 55.000 Áhorfendur: 28.140 Áhorfendur: 40.000
Heimsmeistaramót Landsliða Í Knattspyrnu Karla 1934  Heimsmeistaramót Landsliða Í Knattspyrnu Karla 1934  Heimsmeistaramót Landsliða Í Knattspyrnu Karla 1934 
Stadio Nazionale PNF Stadio Littorio
Róm Tríeste
Áhorfendur: 47.300 Áhorfendur: 8.000
Heimsmeistaramót Landsliða Í Knattspyrnu Karla 1934  Heimsmeistaramót Landsliða Í Knattspyrnu Karla 1934 

Keppnin

Fyrsta umferð

Heimsmeistaramót Landsliða Í Knattspyrnu Karla 1934 
Frá leik Hollendinga og Svisslendinga í fyrstu umferð.

Keppt var með einföldu útsláttarkeppnisfyrirkomulagi. Liðunum var styrkleikaraðað á þann hátt að átta sterkustu þjóðirnar gátu ekki dregist saman í fyrstu umferð. Allir átta leikirnir í fyrstu umferð fóru fram á sama degi og á sama tíma þann 27. maí. Því var ekki um eiginlegan opnunarleik að ræða eins og á flestum heimsmeistaramótum.

Þrjú af liðunum úr efri styrkleikaflokki töpuðu leikjum sínum: Argentína, Brasilía og Holland. Vegna innbyrðis deilna var þó enginn leikmaður úr argentínska liðinu sem hlaut silfurverðlaunin fjórum árum fyrr með á Ítalíu. Öll liðin utan Evrópu féllu úr leik í fyrstu umferð. Egyptar komu þó mjög á óvart og stóðu í sterku ungversku liði. Leikur Ítala og Bandaríkjamanna var algjör einstefna og lauk 7:1, þar sem bandaríski markvörðurinn átti þó stórleik.

23. maí 1934
Heimsmeistaramót Landsliða Í Knattspyrnu Karla 1934  Austurríki 3-2 (e.framl.) Heimsmeistaramót Landsliða Í Knattspyrnu Karla 1934  Frakkland Stadio Benito Mussolini, Tórínó
Áhorfendur: 16.000
Dómari: Johannes van Moorsel, Hollandi
Sindelar 44, Schall 93, Bican 109 Nicolas 18, Verriest 116
23. maí 1934
Heimsmeistaramót Landsliða Í Knattspyrnu Karla 1934  Sviss 3-2 Heimsmeistaramót Landsliða Í Knattspyrnu Karla 1934  Holland San SiroMílanó
Áhorfendur: 33.000
Dómari: Ivan Eklind, Svíþjóð
Kielholz 7, 43, Abegglen 66 Smit 29, Vente 69
23. maí 1934
Heimsmeistaramót Landsliða Í Knattspyrnu Karla 1934  Tékkóslóvakía 2-1 Heimsmeistaramót Landsliða Í Knattspyrnu Karla 1934  Rúmenía Stadio Littorio, Trieste
Áhorfendur: 9.000
Dómari: John Langenus, Belgíu
Puč 50, Nejedlý 67 Dobay 11
23. maí 1934
Heimsmeistaramót Landsliða Í Knattspyrnu Karla 1934  Svíþjóð 3-2 Heimsmeistaramót Landsliða Í Knattspyrnu Karla 1934  Argentína Stadio Littoriale, Bologna
Áhorfendur: 14.000
Dómari: Eugen Braun, Austurríki
Jonasson 9, 67, Kroon 79 Belis 4, Galateo 48
23. maí 1934
Heimsmeistaramót Landsliða Í Knattspyrnu Karla 1934  Spánn 3-1 Heimsmeistaramót Landsliða Í Knattspyrnu Karla 1934  Brasilía Stadio Luigi Ferraris, Genúa
Áhorfendur: 21.000
Dómari: Alfred Birlem, Þýskalandi
Iraragorri 18, 25, Lángara 29 Leônidas 55
23. maí 1934
Heimsmeistaramót Landsliða Í Knattspyrnu Karla 1934  Ungverjaland 4-2 Heimsmeistaramót Landsliða Í Knattspyrnu Karla 1934  Egyptaland Stadio Giorgio Ascarelli, Napólí
Áhorfendur: 9.000
Dómari: Rinaldo Barlassina, Ítalíu
Teleki 11, Toldi 31, 61, Vincze 53 Fawzi 35, 39
23. maí 1934
Heimsmeistaramót Landsliða Í Knattspyrnu Karla 1934  Ítalía 7-1 Heimsmeistaramót Landsliða Í Knattspyrnu Karla 1934  Bandaríkin Stadio Nazionale PNF, Rómaborg
Áhorfendur: 25.000
Dómari: René Mercet, Sviss
Schiavion 18, 29, 66, Orsi 20, 69, Ferrari 63, Meazza 90 Donelli 57
23. maí 1934
Heimsmeistaramót Landsliða Í Knattspyrnu Karla 1934  Þýskaland 5-2 Heimsmeistaramót Landsliða Í Knattspyrnu Karla 1934  Belgía Stadio Giovanni Berta, Flórens
Áhorfendur: 8.000
Dómari: Francesco Mattea, Ítalíu
Kobierski 25, Siffling 49, Conen 66, 70, 87 Voorhoof 29, 43

Fjórðungsúrslit

Allir leikir fjórðungsúrslitanna fóru fram samtímis þann 31. maí. Ítalir og Spánverjar gerðu jafntefli og þurftu að mætast að nýju. Báðar viðureignir liðanna þóttu afar grófar og urðu mikil meiðsli á leikmönnum, þannig þurftu Spánverjar að gera sjö breytingar á liði sínu milli leikjanna tveggja. Spænsku leikmennirnir voru afar ósáttir við dómgæsluna, en tvö mörk voru dæmd af liði þeirra í síðari viðureigninni.

31. maí 1934
Heimsmeistaramót Landsliða Í Knattspyrnu Karla 1934  Austurríki 2-1 Heimsmeistaramót Landsliða Í Knattspyrnu Karla 1934  Ungverjaland Stadio Littoriale, Bologna
Áhorfendur: 23.000
Dómari: Francesco Mattea, Ítalíu
Horvath 8, Zischek 51 Sárosi 60
31. maí 1934
Heimsmeistaramót Landsliða Í Knattspyrnu Karla 1934  Þýskaland 2-1 Heimsmeistaramót Landsliða Í Knattspyrnu Karla 1934  Svíþjóð San SiroMílanó
Áhorfendur: 3.000
Dómari: Rinaldo Barlassina, Ítalíu
Hohmann 60, 63 Dunker 82
31. maí 1934
Heimsmeistaramót Landsliða Í Knattspyrnu Karla 1934  Ítalía 1-1 (e.framl.) Heimsmeistaramót Landsliða Í Knattspyrnu Karla 1934  Spánn Stadio Giovanni Berta, Flórens
Áhorfendur: 35.000
Dómari: Louis Baert, Belgíu
Ferrari 44 Regueiro 30
31. maí 1934
Heimsmeistaramót Landsliða Í Knattspyrnu Karla 1934  Tékkóslóvakía 3-2 Heimsmeistaramót Landsliða Í Knattspyrnu Karla 1934  Sviss Benito Mussolini leikvangurinn, Tórínó
Áhorfendur: 12.000
Dómari: Alois Beranek, Austurríki
Svoboda 24, Sobotka 49, Nejedlý 82 Kielholz 18, Jäggi 78

Aukaleikur

1. júní 1934
Heimsmeistaramót Landsliða Í Knattspyrnu Karla 1934  Ítalía 1-0 Heimsmeistaramót Landsliða Í Knattspyrnu Karla 1934  Spánn Stadio Giovanni Berta, Flórens
Áhorfendur: 43.000
Dómari: René Mercet, Sviss
Meazza 11

Undanúrslit

Undanúrslitin voru leikin 3. júní. Tékkóslóvakía vann sannfærandi sigur á Þjóðverjum. Oldřich Nejedlý skoraði öll þrjú mörk sinna manna, en hann varð markakóngur keppninnar með alls fimm mörk. Í hinni viðureigninni tókust á þau tvö lið sem sigurstranglegust voru talin. Landslið Austurríkis gekk undir heitinu Wunderteam (ísl. Undraliðið), með Matthias Sindelar fremstan í flokki. Með harðsnúnum varnarleik tókst Ítölum að brjóta niður austurrísku sóknina, auk þess sem leikið var í úrhellisrigningu.

3. júní 1934
Heimsmeistaramót Landsliða Í Knattspyrnu Karla 1934  Ítalía 1:0 Heimsmeistaramót Landsliða Í Knattspyrnu Karla 1934  Austurríki San SiroMílanó
Áhorfendur: 35.000
Dómari: Ivan Eklind, Svíþjóð
Guaita 19
3. júní 1934
Heimsmeistaramót Landsliða Í Knattspyrnu Karla 1934  Þýskaland 1-3 Heimsmeistaramót Landsliða Í Knattspyrnu Karla 1934  Tékkóslóvakía Stadio Nazionale PNF, Róm
Áhorfendur: 15.000
Dómari: Rinaldo Barlassina, Ítalíu
Noack 62 Nejedlý 21, 69, 80

Bronsleikur

Leikið var um þriðja sætið á HM 1934, en enginn slíkur leikur fór fram fjórum árum fyrr. Þjóðverjar hömpuðu bronsverðlaununum eftir sigur á grönnum sínum.

7. júní 1934
Heimsmeistaramót Landsliða Í Knattspyrnu Karla 1934  Þýskaland 3:2 Heimsmeistaramót Landsliða Í Knattspyrnu Karla 1934  Austurríki Stadio Giorgio Ascarelli, Napólí
Áhorfendur: 7.000
Dómari: Albino Carraro, Ítalíu
Lehner 1, 42, Conen 27 Horvath 28, Sesta 54

Úrslitaleikur

Grípa þurfti til framlengingar í úrslitaleiknum í Rómarborg. Angelo Schiavio skoraði sigurmarkið og sitt fjórða mark í keppninni. Meðal leikmanna ítalska liðsins var Luis Monti, sem leikið hafði til úrslita fjórum árum fyrr en þá fyrir Argentínu.

10. júní 1934
Heimsmeistaramót Landsliða Í Knattspyrnu Karla 1934  Ítalía 2-1 (e.framl.) Heimsmeistaramót Landsliða Í Knattspyrnu Karla 1934  Tékkóslóvakía Stadio Nazionale PNF, Róm
Áhorfendur: 55.000
Dómari: Ivan Eklind, Svíþjóð
Orsi 81, Schiavio 95 Puč 71

Markahæstu leikmenn

Oldřich Nejedlý frá Tékkóslóvakíu varð markakóngur keppninnar. Alls voru 70 mörk skoruð af 45 leikmönnum, ekkert þeirra var sjálfsmark.

    5 mörk
    4 mörk
  • Heimsmeistaramót Landsliða Í Knattspyrnu Karla 1934  Edmund Conen
  • Heimsmeistaramót Landsliða Í Knattspyrnu Karla 1934  Angelo Schiavio
    3 mörk

Tags:

Heimsmeistaramót Landsliða Í Knattspyrnu Karla 1934 Val á gestgjöfumHeimsmeistaramót Landsliða Í Knattspyrnu Karla 1934 ForkeppniHeimsmeistaramót Landsliða Í Knattspyrnu Karla 1934 ÞátttökuliðHeimsmeistaramót Landsliða Í Knattspyrnu Karla 1934 LeikvangarHeimsmeistaramót Landsliða Í Knattspyrnu Karla 1934 KeppninHeimsmeistaramót Landsliða Í Knattspyrnu Karla 1934 Markahæstu leikmennHeimsmeistaramót Landsliða Í Knattspyrnu Karla 193410. júní27. maíHeimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karlaTékkóslóvakíaÍtalíaÚrúgvæska karlalandsliðið í knattspyrnu

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

RíkisútvarpiðListi yfir fullvalda ríkiPekingBogi (byggingarlist)Adolf HitlerÍslenskir stjórnmálaflokkarBúddismiMúmínálfarnirMoldóvaLangaEinmánuðurLýsingarhátturEistneskaJónsbók1997VatnLúðaBorgarbyggðEþíópíaÍsraelH.C. AndersenSilungurSvíþjóðÆgishjálmurÍtalíaListi yfir lönd og útliggjandi yfirráðasvæði eftir stærðVesturfararAfstæðishyggjaJarðkötturSnorra-EddaBelgíaPetró PorosjenkoÓrangútanSveinn BjörnssonHalldór LaxnessMaðurUppistandBreiddargráðaStýrivextirMeltingarkerfiðHelle Thorning-SchmidtHraunRómaveldiListi yfir íslensk eiginnöfn karlmannaSkákMetan2004TímabeltiÁsatrúarfélagiðKristni17. öldinÍbúar á ÍslandiÉlisabeth Louise Vigée Le BrunWayne RooneyStykkishólmurPersóna (málfræði)Vigdís FinnbogadóttirBjarni Benediktsson (f. 1970)1. öldinÁsgeir TraustiLiechtensteinEiginfjárhlutfallÁsbirningarFallin spýtaBolludagurListi yfir risaeðlurSpurnarfornafnÞorskastríðinBerkjubólgaLeikurStofn (málfræði)Páll ÓskarIndóevrópsk tungumálGunnar Hámundarson🡆 More