Boxarauppreisnin

Boxarauppreisnin eða Yihetuan-hreyfingin var uppreisn sem átti sér stað í Kína á milli 1899 og 1901, undir lok Tjingveldisins, og var drifin áfram af útlendingahatri og andstöðu við útbreiðslu kristinnar trúar.

Yihetuan-hópurinn („Skæruliðar sameinaðir í réttsýni“), sem fékk gælunafnið „boxararnir“ á vestrænum tungumálum, átti frumkvæði að uppreisninni og einkenndist mjög af kínverskri þjóðernishyggju og andstöðu við vestræna nýlenduvæðingu.

Boxarauppreisnin
Hluti af öld niðurlægingarinnar
Boxarauppreisnin
Bandarískir hermenn fara yfir varnarmúra Peking.
Dagsetning18. október 1899 – 7. september 1901 (1 ár, 10 mánuðir, 20 dagar)
Staðsetning
Norður-Kína, Gulahaf
Niðurstaða Sigur bandamanna
Stríðsaðilar
Leiðtogar
  • Bretland Claude MacDonald
  • Bretland Edward Seymour
  • Bretland Alfred Gaselee
  • Rússland Jevgeníj Aleksejev
  • Rússland Níkolaj Línevítsj
  • Japan Fukushima Yasumasa
  • Japan Yamaguchi Motomi
  • Frakkland Henri-Nicolas Frey
  • Bandaríkin Adna Chaffee
  • Þýskaland Alfred von Waldersee
  • Rússland Aleksej Kúropatkín
  • Rússland Paul von Rennenkampf
  • Rússland Pavel Místsjenko
  • Kína Yuan Shikai
  • Kína Li Hongzhang
  • Kína Xu Yingkui
  • Kína Liu Kunyi
  • Kína Zhang Zhidong
  • Boxarauppreisnin Cao Futian Aftaka
  • Boxarauppreisnin Zhang Decheng 
  • Boxarauppreisnin Ni Zanqing
  • Boxarauppreisnin Zhu Hongdeng
  • Kína Cixi keisaraekkja
  • Kína Li Bingheng 
  • Kína Yuxian Aftaka
  • Kína Ronglu
  • Kína Zaiyi
  • Kína Nie Shicheng 
  • Kína Ma Yukun
  • Kína Song Qing
  • Kína Jiang Guiti
  • Kína Dong Fuxiang
  • Kína Ma Fulu 
  • Kína Ma Fuxiang
  • Kína Ma Fuxing
Fjöldi hermanna
  • 2.100–2.188 (Seymour-leiðangurinn)
  • 18.000 (Gaselee-leiðangurinn)
  • 2,500 (Kínverski hjálparleiðangurinn)
  • 100.000–200.000 (Rússland)
  • 100.000–300.000 boxarar
  • 100.000 hermenn Tjingveldisins
Boxarauppreisnin
Hermenn boxarahreyfingarinnar.

Uppreisnin átti sér stað samhliða alvarlegu þurrkatímabili og óreiðu vegna sívaxandi erlendra áhrifa í Kína. Eftir að ofbeldi gegn útlendingum og kristnum Kínverjum færðist í aukana í Shandong og Norður-Kína í júní árið 1900 komu boxararnir, sem héldu að þeir væru ónæmir fyrir erlendum vopnum, af stað uppþoti í Peking með slagorðinu „Styðjið Tjingstjórnina og útrýmið útlendingunum“. Útlendingar og kristnir Kínverjar leituðu skjóls í sendiráðahverfi borgarinnar. Þegar fréttir bárust af því vesturveldin hygðust gera innrás til að binda enda á umsátrið um sendiráðahverfið lýsti Cixi keisaraekkja yfir stuðningi við boxarana og gaf auk þess út keisaralega stríðsyfirlýsingu á hendur erlendum veldum. Erindrekar, erlendir borgarar, hermenn og annað kristið fólk var umsetið í sendiráðahverfinu af kínverska keisarahernum og boxurunum í 55 daga.

Mikill ágreiningur var milli kínverskra ráðamanna um hvort rétt væri að styðja boxarana eða ná fram sáttum. Yfirmaður kínverska hersins, Ronglu hershöfðingi, kvaðst seinna hafa reynt að halda hlífiskildi yfir umsetnu útlendingunum. Kína varð nú fyrir innrás átta þjóða bandalags Bretlands, Frakklands, Bandaríkjanna, Japans, Þýskalands, Rússlands, Ítalíu og Austurríki-Ungverjalands. Kínverjum tókst í fyrstu að hrekja her bandalagsins á bak aftur en voru fljótt sigraðir þegar 20.000 vopnaðir hermenn komu til Kína. Her bandalagsins kom til Peking þann 14. ágúst og rauf umsátrið um sendiráðahverfið. Herir vesturveldanna létu síðan greipar sópa um höfuðborgina og sveitina í kring og tóku af lífi alla þá sem grunaðir voru um að vera boxarar.

Árið 1901 voru sett lög sem kváðu á um að embættismenn sem hefðu stutt boxarana skyldu aflífaðir, erlendir hermenn skyldu staðsettir í Peking og Kína skyldi greiða þjóðunum í bandalaginu himinháar skaðabætur næstu 39 árin. Keisaraekkjan lýsti í kjölfarið yfir stuðningi við ýmsar kerfis- og efnahagsumbætur til þess að reyna að bjarga Tjingveldinu. Allt kom þó fyrir ekki og Tjingveldið hrundi árið 1912.

Heimild

  • Fyrirmynd greinarinnar var „Boxer Rebellion“ á ensku útgáfu Wiki. Sótt 30. júlí 2017.
  • Harrington, Peter (2001). Peking 1900: The Boxer Rebellion. Oxford: Osprey. ISBN 1-84176-181-8.

Tilvísanir

Boxarauppreisnin   Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Tags:

18991901KristniKínaNýlendustefnaTjingveldiðÚtlendingahaturÞjóðernishyggja

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

ÍsafjörðurSovétríkinMadrídSálfræðiJohn LennonTölvunarfræðiÁrni MagnússonAustarJónas HallgrímssonBarbra StreisandMenntaskólinn í ReykjavíkEinmánuðurGrikklandDOI-númerTjadErpur EyvindarsonSteinn SteinarrEnskaParísEvrópaErwin HelmchenFirefoxEigindlegar rannsóknirStjórnleysisstefna1956FullveldiFranska byltinginVera IllugadóttirListi yfir íslenskar kvikmyndirBalfour-yfirlýsinginFreyjaLeikurVíktor JanúkovytsjLýðræðiGyðingdómurAlþingiIngólfur ArnarsonNorður-KóreaJökull25. marsDoraemonÓlafur Gaukur ÞórhallssonBláfjöllRagnhildur GísladóttirVöluspáSiðaskiptin á ÍslandiKeníaHalldór Auðar Svansson1995Strandfuglar1973ÞSpurnarfornafnKísillHeimdallurBrennivínListi yfir íslenskar hljómsveitirLokiÍsland í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðvaÞekkingarstjórnunNorður-Ameríka1905Ólafur Ragnar GrímssonÍslensk mannanöfn eftir notkunVetniRagnarökBretlandOrkaLaugarnesskóliPortúgalListi yfir morð á Íslandi frá 2000HeiðniEldstöðÞingholtsstrætiLatibær🡆 More