Skoðanakönnun

Skoðanakönnun er könnun á almenningsáliti með notkun úrtaks.

Skoðanakannanir geta snúist um allt milli himins og jarðar: stuðning við stjórnmálaflokka, smekk á matvöru eða afstöðu til fóstureyðinga svo nokkur dæmi séu nefnd. Niðurstöður skoðanakannanna eru birtar með fyrirvara um skekkjumörk, svonefnd öryggismörk. Skoðanakannanir eru alls ekki alltaf áreiðanlegar og niðurstöður þeirra geta verið fjarri lagi.

Saga

Fyrsta þekkta dæmi þess að skoðanakönnun hafi verið framkvæmd gerðist árið 1824 í Bandaríkjunum í dagblaðinu The Harrisburg Pennsylvanian. Í þeirri könnun var athugað fylgi við forsetaframbjóðendurna Andrew Jackson og John Quincy Adams, í ljós kom að Jackson hafði stuðning 335 og Adams 169. Slíkar kannanir urðu vinsælar í kjölfarið þótt þær væru óvísindalega unnar og endurspegluði ekki ávallt þýðið. Árið 1916 framkvæmdi bandaríska vikublaðið The Literary Digest póstskoðanakönnun fyrir allt landið og gat spáð fyrir um sigur Woodrow Wilsons í bandarísku forsetakosningunum það ár. Næstu fjórar forsetakosningar beiti blaðið þeirri aðferð að senda út könnunina með pósti og töldu svörin sem þeim bárust aftur.

Árið 1936 brást The Literary Digest bogalistin en þá buðu Alf Landon og Franklin D. Roosevelt sig fram til forseta Bandaríkjanna. Úrtak vikublaðsins var með meira en tvær milljónir lesendur en ritstjórar þess gerðu sér ekki grein fyrir því að þeir endurspegluðu ekki kjósendur í heild sinni þar sem þeir voru mikið til vel stæðir Bandaríkjamenn sem studdu Repúblikanaflokkinn. The Literary Digest gaf því út að forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins myndi fara með sigur af hólmi. Um sömu mundir vann George Gallup könnun með minna þýði sem hafði verið valið með vísindalegri aðferð. Honum tókst að spá fyrir um stórsigur Roosevelts í kosningunum. The Literary Digest var lagt niður skömmu seinna en meiri eftirspurn varð eftir skoðanakönnunum.

Tilvísanir

Skoðanakönnun   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Tags:

FóstureyðingMatvaraSkekkjumörkStjórnmálaflokkurÚrtak

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

Eldgosið við Fagradalsfjall 2021KnattspyrnaÞrymskviðaFjalla-EyvindurMoskvufylkiJesúsPétur Einarsson (f. 1940)ÓslóIndriði EinarssonHernám ÍslandsGunnar HelgasonOrkumálastjóriEivør PálsdóttirVafrakakaKarlsbrúin (Prag)SmáríkiMadeiraeyjarNáttúruvalKristján 7.SkipBarnafossMagnús Kjartansson (tónlistarmaður)Þór (norræn goðafræði)AtviksorðKristrún FrostadóttirMiðjarðarhafiðRíkisútvarpiðSýslur ÍslandsKosningarétturE-efniSvartfuglarÚkraínaBotnssúlurKarlakórinn HeklaSmáralindHeilkjörnungarJón Jónsson (tónlistarmaður)Ungfrú ÍslandHarpa (mánuður)Marie AntoinetteBandaríkinEigindlegar rannsóknirLýsingarhátturAladdín (kvikmynd frá 1992)Listi yfir íslensk mannanöfnMargit SandemoEgyptalandBaltasar KormákurGylfi Þór SigurðssonPylsaSameinuðu þjóðirnarAlþingiskosningar 2021Ólafur Darri ÓlafssonSíliNeskaupstaðurUppstigningardagurGrikklandSverrir Þór SverrissonLokiVatnajökullKrákaHafnarfjörðurHandknattleiksfélag KópavogsÓlafur Ragnar GrímssonJeff Who?Guðlaugur ÞorvaldssonDimmuborgirÍslensk sveitarfélög eftir mannfjöldaEl NiñoListi yfir íslensk eiginnöfn kvenmannaÁrnessýslaSnorra-EddaKjördæmi ÍslandsFljótshlíðMassachusetts🡆 More