Piparhólmi

Piparhólmi (danska: Peberholm, sænska: Pepparholm) er manngerð eyja á Eyrarsundi, rétt sunnan við Salthólma.

Eyjan tilheyrir danska sveitarfélaginu Tårnby. Gerð hennar hófst 1995 og var hluti af framkvæmdum við Eyrarsundsbrúna sem kom á járnbrautar- og vegasambandi á milli Kaupmannahafnar í Danmörku og Málmeyjar í Svíþjóð. Brúarsporðurinn Danmerkurmegin er á eynni og þaðan liggja svo akvegur og járnbraut í jarðgöngum yfir á Amager. Eyjan er u.þ.b. 4 kílómetra löng og 200-500 metra breið.

Piparhólmi
Eyrarsundsbrúin og Piparhólmi

Í upphaflegum hugmyndum um brúarsmíðina var gert ráð fyrir því að leggja veginn annaðhvort um Salthólma eða á landfyllingum við þá eyju en það þótti ekki umhverfislega verjandi þar sem Salthólmi er að hluta til ósnortið land og mikilvægt verndarsvæði fugla. Piparhólmi sjálfur er svo náttúrufræðitilraun en engu grasi né öðrum plöntutegundum var komið fyrir þar í framkvæmdunum heldur á plöntu- og dýralíf að festa þar rætur upp á eigið eindæmi undir nánu eftirliti vísindamanna. Til þess að vernda þetta eru allar mannaferðir á eynni, aðrar en á veginum og járnbrautinni, háðar ströngum takmörkunum. Í dag hafa margar sjaldgæfar plöntur, og jafnvel nokkrar sem taldar voru útdauðar, numið þar land. Talið er að fræ sumra þeirra kunni að hafa legið í dvala í jarðveginum sem notaður var í eyna, en hann var fenginn af botni Eyrarsunds.

Piparhólmi
séð frá norðvestri

Tengill

Tags:

1995AmagerDanmörkDanskaEyrarsundEyrarsundsbrúinJarðgöngJárnbrautKaupmannahöfnKílómetriMálmeySveitarfélagSvíþjóðSænskaVegur

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

HaagÓlafsvíkJón ÓlafssonNamibía2016VetniJúlíus CaesarHöfuðborgarsvæðiðVenesúelaSamlífiGuðrún frá LundiSuðurlandsskjálftinn 29. maí 2008GarðurBrennivínSuður-AmeríkaHallgrímur PéturssonTíu litlir negrastrákarTékklandEmomali RahmonVatnNorður-MakedóníaBerkjubólgaListi yfir íslensk skáld og rithöfundaFlóra (líffræði)Rosa ParksHæð (veðurfræði)21. marsHávamálBandaríska frelsisstríðiðDreifbýliBrúðkaupsafmæliMeðaltalMichael JacksonÍslendingabók25. marsPálmasunnudagurNegullHrafnHalldór Auðar SvanssonListi yfir þjóðvegi á ÍslandiBjór á ÍslandiNorður-AmeríkaAtlantshafsbandalagiðEiginfjárhlutfallKínaHolland1996Kirkja Jesú Krists hinna síðari daga heilöguDjöflaeyja1989Snjóflóðið í SúðavíkSkötuselurKanadaAusturríkiHafréttarsáttmáli Sameinuðu þjóðannaNorðfjörðurGæsalappirPlayStation 2Afleiða (stærðfræði)QHrafninn flýgurBenjamín dúfaBláfjöllHvalfjarðargöngYrsa SigurðardóttirFenrisúlfurFjármálKarlukGreinirEvraListi yfir persónur í Njálu🡆 More