Mohamed Salah: Egypskur knattspyrnumaður

Mohamed Salah Hamed Mahrous Ghaly (fæddur 15.

júní">15. júní 1992) er egypskur knattspyrnumaður sem spilar fyrir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni og egypska landsliðinu. Hann spilar oftast sem hægri vængmaður og er með hraðan og fiman leikstíl. Í Evrópu spilaði Salah með FC Basel, Chelsea FC, Fiorentina og Roma áður en hann hélt til Liverpool. Hann hefur þrisvar hlotið gullskóinn í ensku úrvalsdeildinni.

Mohamed Salah
محمد صلاح
Mohamed Salah: Liverpool, Egypska landsliðið, Tengill
Upplýsingar
Fullt nafn Mohamed Salah Hamed Mahrous Ghaly
Fæðingardagur 15. júní 1992 (1992-06-15) (31 árs)
Fæðingarstaður    Nagrig, Egyptaland
Hæð 1,75 m
Leikstaða Sóknarmaður
Núverandi lið
Núverandi lið Liverpool FC
Númer 11
Yngriflokkaferill
2006-2010 El Mokawloon
Meistaraflokksferill1
Ár Lið Leikir (mörk)
2010-2012 El Mokawloon 38 (11)
2012-2014 FC Basel 47 (9)
2014-2016 Chelsea F.C. 13 (2)
2015 Fiorentina (lán) 16 (6)
2015-2016 A.S. Roma (lán) 34 (14)
2016-2017 A.S. Roma 31 (15)
2017- Liverpool FC 236 (150)
Landsliðsferill2
2010-2011
2011-2012
2011-
Egyptaland U20
Egyptaland U21
Egyptaland
11 (3)
11 (4)
93 (51)

1 Leikir með meistaraflokkum og mörk
talið í aðaldeild liðsins og
síðast uppfært des 2023.
2 Landsliðsleikir og mörk uppfærð
okt. 2022.

Liverpool

2017-2018

Salah varð fyrsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar til að verða leikmaður mánaðarins þrisvar á tímabili. . Hann keppti við Harry Kane um að verða markakóngur tímabilsins og sló markametið í úrvalsdeildinni á einu tímabili; 32 mörk. Salah skoraði 4 mörk í leik gegn Watford í mars. Hann var valinn afríski leikmaður ársins 2017 og leikmaður tímabilsins af samtökum leikmanna (PFA) og leikmaður úrvalsdeildarinnar á tímabilinu.

Salah varð þriðji Liverpool leikmaðurinn sem hefur náð 40 mörkum á tímabili, ásamt Ian Rush og Roger Hunt.

2018-2019

Sumarið 2018 gerði Salah 5 ára samning við Liverpool. Hann varð í þriðja sæti yfir leikmann ársins 2018 í verðlaunum FIFA. Einnig átti hann mark ársins (gegn Everton).

Salah skoraði 22 mörk á tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni og deildi markakóngstitlinum með Sadio Mané og Pierre Emerick-Aubameyang.

2019-2020

Salah varð Englandsmeistari með Liverpool árið 2020 seint um sumarið á tímabili sem var seinkað vegna Covid-19.

Hann varð fyrsti Liverpool leikmaðurinn til að skora 20 mörk í öllum keppnum 3 tímabil í röð síðan Michael Owen spilaði með félaginu.

2020-2021

Í desember 2020 varð Salah markahæsti leikmaður Liverpool í Meistaradeild Evrópu þegar hann tók fram úr Steven Gerrard.

2021-2022

Salah varð fyrsti leikmaðurinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar til að skora í fyrsta leik tímabils, fimm tímabil í röð. Hann komst í 100 úrvalsdeildarmörk og inn á topp 30 yfir markahæstu leikmenn í september 2021. Salah skoraði í 10 leikjum í röð og náði þrennu í 5:0 stórsigri Liverpool á Old Trafford. Hann var valinn leikmaður októbermánaðar.

Salah skoraði sitt 150. mark fyrir félagið í febrúar og varð 10. markahæsti leikmaður þess frá upphafi.

Salah deildi markakóngstitlinum með Son Heung-min tímabilið 2021-2022. Hann var einnig stoðsendingahæstur. Kevin De Bruyne var þó valinn bestur á tímabilinu. Salah hlaut verðlaun blaðamanna sem besti leikmaðurinn.

Liverpool vann báða deildarbikarana en var einu stigi á eftir Man City í baráttunni um englandsmeistaratitilinn.

2022-2023

Salah skrifaði undir nýjan 3 ára samning við Liverpool sumarið 2022. Honum gekk illa að skora í byrjun tímabils en skoraði hröðustu þrennu í Meistaradeild Evrópu á 6 mínútum. Í febrúar varð Salah markahæsti leikmaður Liverpool í evrópukeppnum.

Í mars 2023 varð Salah markahæsti leikmaður Liverpool í ensku úrvalsdeildinni með 2 mörkum í 7-0 sigri á Manchester United. Í apríl varð hann sá leikmaður sem hafði skorað með vinstri fæti þegar hann tók fram úr Robbie Fowler.

2023-2024

Í desember varð Salah fyrsti leikmaðurinn frá Afríku til að skora 150 mörk í ensku úrvalsdeildinni og 200 mörk í öllum keppnum. Hann komst á topp 10 yfir þá markahæstu í deildinni. Auk þess skoraði hann yfir 20 mörk fyrir Liverpool sjöunda tímabilið í röð sem er met.

Egypska landsliðið

Salah hefur spilað með landsliðinu síðan 2011 og er annar markahæsti leikmaður þess frá upphafi. Hann spilaði stórt hlutverk þegar Egyptar komust á HM 2018. Hann skoraði 5 mörk í undankeppninni, þar á meðal 2 mörk í lokaleiknum gegn Kongó. Egyptar komust ekki í gegnum riðlakeppnina í lokakeppninni. Salah skoraði tvö mörk í keppninni.

Í Afríkukeppninni 2022 mætti Egyptaland Senegal í úrslitum og mætti Salah því félaga sínum Sadio Mané úr Liverpool. Svo fór að Senegal vann í vítaspyrnukeppni en Salah fékk ekki að taka síðustu spyrnu Egypta þar sem lið hans hafði klúðrað 2 spyrnum og vann því Senegal 4-2.

Tengill

Tilvísanir

Tags:

Mohamed Salah LiverpoolMohamed Salah Egypska landsliðiðMohamed Salah TengillMohamed Salah TilvísanirMohamed Salah15. júní1992Chelsea FCEgyptalandEnska úrvalsdeildinFC BaselFiorentinaLiverpool (knattspyrnufélag)Roma

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

Forsetakosningar á Íslandi 1996Eldgosin við Sundhnúksgíga 2023–2024Kári SölmundarsonÁrbærMatthías JohannessenHallgrímur PéturssonTaílenskaWikiBrúðkaupsafmæliSvartfuglarPylsaHljómskálagarðurinnSamfylkinginListi yfir íslenska tónlistarmennTyrklandOrkumálastjóriÓlafsfjörðurKjördæmi ÍslandsVallhumallEiríkur Ingi JóhannssonHin íslenska fálkaorðaHalldór LaxnessBaldurForsetakosningar á Íslandi 2016Skúli MagnússonFóturEinmánuðurJóhannes Haukur JóhannessonMelkorka MýrkjartansdóttirKópavogurSpóiMassachusettsKnattspyrnufélagið VíkingurKúbudeilanSpánnStríðMicrosoft WindowsIkíngutAgnes MagnúsdóttirHafþyrnirFiann PaulÍslensk sveitarfélög eftir mannfjöldaDóri DNAÞjórsáSovétríkinHelga ÞórisdóttirBaldur ÞórhallssonForsetakosningar á Íslandi 2004AlþingiÓlafur Ragnar GrímssonKeflavík, íþrótta- og ungmennafélagForsetakosningar á Íslandi 1980HringtorgJeff Who?FlóForsetakosningar á Íslandi 2020HvítasunnudagurGrikklandÞóra FriðriksdóttirNafnhátturFylki BandaríkjannaSöngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2024ÞjóðleikhúsiðListi yfir lönd eftir mannfjölda1. maíListi yfir tinda á Íslandi eftir hæðJohn F. KennedyLýsingarhátturEivør PálsdóttirKnattspyrnufélag AkureyrarGormánuðurKorpúlfsstaðirÓlympíuleikarnirUngmennafélagið AftureldingRauðisandur🡆 More