Eldstöð Leitin

64°00′29″N 21°32′37″V / 64.0081°N 21.5436°V / 64.0081; -21.5436

Eldstöð Leitin
Rauðhólar við Elliðavatn. Hólarnir eru gervigígar í Leitahrauni. Í forgrunni er hóll sem rauðamöl hefur verið tekin úr. Í baksýn eru óraskaðir hólar.

Leitin eða Leiti er eldstöð við Bláfjöll, austan við Lambafell á Reykjanesskaga. Gígurinn, sem er dyngjugígur, var gríðarstór en er nú fullur af framburði úr fjallshlíðum þar í kring. Hann varð til í miklu hraungosi (dyngjugosi) fyrir 5200 árum. Meginhraunstraumurinn fór til suðurs á milli Bláfjalla og Lambafells og niður á láglendið, allt til sjávar (þar sem nú er Þorlákshöfn). Önnur hraunkvísl rann til norðurs að Húsmúla og síðan til vesturs um Sandskeið, Lækjarbotna, Elliðavatnslægðina og síðan um farveg Elliðaánna til sjávar. Á leið sinni fór hraunið um allvíðlent votlendi og grunnt stöðuvatn, forvera Elliðavatns. Gufusprengingar urðu í hrauninu þegar það rann yfir vatnssósa setlög og upp hlóðst þyrping svokallaðra gervigíga úr hraunkleprum og gjalli sem nefnast Rauðhólar. Hólarnir ná yfir um 1,2 ferkílómetra svæði. Rauðamalarnám var stundað í Rauðhólum um miðja 20. öld og hurfu þá margir þeirra. Talið er að gíghólarnir hafi í upphafi verið um 150 talsins. Annað minna gervigígasvæði er um 5 km austan Rauðhóla, svonefnd Tröllabörn. Hraunið kallast einu nafni Leitahraun en afmarkaðir hlutar þess bera ýmis nöfn svo sem Elliðavogshraun. Hraunið hefur verið þunnfljótansi þegar það rann og er víðast hvar dæmigert helluhraun. Margir hellar eru í hrauninu, stærsti hellirinn er Raufarhólshellir við Þrengslaveg. Hellarnir Arnarker, Búri og Árnahellir eru einnig í hrauninu.

Leitahraun er eina hraunið sem runnið hefur inn fyrir þéttbýlismörk Reykjavíkur síðan ísöld lauk. Yngri hraun eru á stöku stað ofan á Leitahrauni t.d. Svínahraunsbruni (Kristnitökuhraunið). Það rann löngu seinna, nálægt árinu 1000. Þá varð gos í Eldborgum skammt frá Leitum. Það er apalhraun.

Tilvísanir

Tags:

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

JakobsvegurinnHafþór Júlíus BjörnssonKnattspyrnaOrðflokkurJava (forritunarmál)SjómílaSpurnarfornafnKosningarétturJón ArasonListi yfir forsætisráðherra ÍslandsLína langsokkurRauðhólarTúnfífillKristnitakan á ÍslandiFallorðSkíðastökkSvartfjallalandGeithálsRisahaförn1. maíRúmeníaHvíta-RússlandFrakklandIcesaveKatrín JakobsdóttirListi yfir íslensk eiginnöfn kvenmannaDaði Freyr PéturssonMünchenarsamningurinnÍslandEyjafjörðurBæjarstjóri KópavogsFiskurEgill ÓlafssonSumardagurinn fyrstiKylian MbappéFaðir vorTinÞingvellirElísabet JökulsdóttirFrumeindSeðlabanki ÍslandsHjálpFyrsti maíBríet HéðinsdóttirHeiðar GuðjónssonSeinni heimsstyrjöldinEyjafjallajökullJörðinPragSteinþór Hróar SteinþórssonÞorvaldur ÞorsteinssonRúnirSólstafir (hljómsveit)Fimleikafélag HafnarfjarðarPatricia HearstStari (fugl)Íslenskir stjórnmálaflokkarÍþróttafélagið FylkirTáknGamelanSvartidauðiÚrvalsdeild karla í handknattleikHamasVín (Austurríki)Guðmundar- og GeirfinnsmáliðReykjanesbærWikipediaÍslensk krónaHljómskálagarðurinnBaldur ÞórhallssonSöngvakeppnin 2024Eggert ÓlafssonÍsraelEinar Þorsteinsson (f. 1978)Nguyen Van Hung🡆 More