Hraunhellir: Hellir myndaður í eldfjallabergi

Hraunhellar eru alls konar hellar í hrauni þó aðallega 'hraunrásir' neðan yfirborðs jarðar.

Hraunhellir: Skilgreiningar, Hraunrásir, Myndanir í hraunhellum
Thurston hraunhellirinn á Hawaii, með storkuborðum
Hraunhellir: Skilgreiningar, Hraunrásir, Myndanir í hraunhellum
Hraunhellir á Réunion
Hraunhellir: Skilgreiningar, Hraunrásir, Myndanir í hraunhellum
Hraunhellir í Suður-Kóreu
Hraunhellir: Skilgreiningar, Hraunrásir, Myndanir í hraunhellum
Víðgelmir með ísmyndun
Hraunhellir: Skilgreiningar, Hraunrásir, Myndanir í hraunhellum
Hraunhellirinn Leiðarendi
Hraunhellir: Skilgreiningar, Hraunrásir, Myndanir í hraunhellum
Leiðarendi, spenar

Skilgreiningar

Hraunhellir er „almyrkt holrúm í hrauni“.

Hraunhellar geta verið hellar af náttúrulegum uppruna eins og hraunrásir (t.d. Surtshellir), hellar í hraundrýlum og hraunbólum (finnast td. í Aðaldal), sprunguhellar (sjá Grjótagjá), gervigígahellar og gíghellar líkt og Þríhnúkagígur í Bláfjöllum. "Hraunhellar geta einnig myndast við svokallaðan troðhól, þá treðst kvika úr eldfjalli undir storknað hraunyfirborðið og lyftir því, þannig að holrými myndast."Sjávarrof getur líka myndað hraunhella þegar hraunið er við sjávarsíðuna, t.d. á Hellnum á Snæfellsnesi.

Til þess að teljast hellir er gjarnan við það miðað að holrýmið sé a.m.k. 20 metrar að lengd en annars er talað um skúta eða hraunskúta.

Hraunrásir

Í flestum tilfellum er talað um hraunrásir í þessum samhengi.

Aðallega finnast hraunrásir í helluhraunum þar sem efsta lag þunnfljótandi basaltkviku hefur storknað en bráðið hraunið haldið áfram að streyma í afmörkuðum farvegum undir yfirborðinu. „Rásirnar eru ýmist í gígveggjum eða í efri hluta hins nýrunna hrauns sem þegar hefur storknað að hluta. Einnig geta slíkar rásir eða hraungöng myndast mun utar í helluhraunum.“ Þegar eldgosið rénar sjatnar í þessum farvegum og eftir standa langir hellar. Stundum eru þeir ennþá hálffylltir af hrauni. Hallinn í göngunum þarf að vera nægur, til að kvikan geti runnið úr göngunum eftir að ný hættir að berast að.

Litadýrð í mörgum hraunhellum er vegna útfellinga og efnasambanda sem leka úr veggjunum.

Hraunhellir finnst líka í Holuhrauni.

Myndanir í hraunhellum

Margs konar myndanir finnast í hraunhellum, þar á meðal dropasteinar (dropsteinar), kleprasteinar, hraunfossar og hraunstrá, stundum líka mannvistarleifar. Myndunum má skipta í þrjá flokka: 1) Myndanir sem stafar af rennsli hraunkvikunnar í hellinum, t.d. storkuborð; 2) Afgangsbráð sem lekur inn í hellinn, t.d. dropsteinar; 3) Myndanir sem eru ekki úr hrauni eins og ísmyndanir, sandkastalar, dropasteinar (úr kalki) o.s.frv.

Dropsteinar og hraunstrá

Mest áberandi eru dropsteinarnir úr hraunbráð. Þeir myndast þegar hraun er hálfstorknað og svokölluð afgangsbráð er á hreyfingu í æðum inni í hrauninu og þrýstist út í holrúm í hrauninu og þar með inn um veggi og loft hellanna. Afgangsbráð sem lekur niður úr hellisloftinu myndar 'hraunstrá og spena, en á gólfinu hlaða droparnir upp dropsteina.“

Dæmi

Dæmi um hraunhella á Íslandi eru Surtshellir, Stefánshellir, Víðgelmir, Raufarhólshellir og mikið fleiri (sjá lesefni).

Hraunhellar eru einnig til á eldvirkum svæðum í öðrum löndum og heimsálfum eins og á Hawaii, í Suður-Koreu, Ítalíu og Spáni.

Lesefni

  • Björn Hróarsson: Hellahandbókin. Leiðsögn um 77 íslenska hraunhella. Reykjavík 2008.

Sjá líka

Tenglar

Tilvísanir

Tags:

Hraunhellir SkilgreiningarHraunhellir HraunrásirHraunhellir Myndanir í hraunhellumHraunhellir DæmiHraunhellir LesefniHraunhellir Sjá líkaHraunhellir TenglarHraunhellir TilvísanirHraunhellirHraun

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

VetniHrafnMeltingarensímRagnar Kjartansson (myndlistarmaður)NýsteinöldFrançois WalthéryJökullPermKuiperbeltiRómaveldiHellisheiðarvirkjunBiskupEigið féGuðrún BjarnadóttirVerg landsframleiðslaEndurnýjanleg orkaAristótelesVÁsgeir ÁsgeirssonVeldi (stærðfræði)Sveppir39HelförinJóhanna SigurðardóttirForsætisráðherra ÍsraelsIðnbyltinginAbujaLandsbankinnPóstmódernismiMóbergBorgaraleg réttindiÞýskaOlympique de MarseilleNorður-KóreaGlymurTyrklandSjómannadagurinnEdda FalakKirkja Jesú Krists hinna síðari daga heilögu á ÍslandiListi yfir kirkjur á ÍslandiBoðhátturInternet Movie DatabaseKárahnjúkavirkjunListi yfir morð á Íslandi frá 1970–1999Friðrik ErlingssonHaraldur ÞorleifssonHalldóra GeirharðsdóttirGarðurSýslur ÍslandsKirkjubæjarklausturBerkjubólgaNorðursvæðiðOrkaHilmir Snær GuðnasonÓlafur Gaukur ÞórhallssonSvartfuglarJón Sigurðsson (forseti)Þjóðvegur 1Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnuMarshalláætluninNoregurAgnes MagnúsdóttirKlórítSkírdagurFinnlandKosningaréttur kvennaDOI-númerBroddgölturEvrópskur sumartímiHamarhákarlarListi yfir íslenskar hljómsveitirFSvartidauði🡆 More