Frank-Walter Steinmeier: Forseti Þýskalands

Frank-Walter Steinmeier (fæddur 5.

janúar">5. janúar 1956 í Detmold, Nordrhein-Westfalen) er þýskur stjórnmálamaður í sósíaldemókrataflokknum (SPD). Hann hefur verið forseti Þýskalands frá 19. mars 2017.

Frank-Walter Steinmeier
Frank-Walter Steinmeier: Forseti Þýskalands
Forseti Þýskalands
Núverandi
Tók við embætti
19. mars 2017
KanslariAngela Merkel
Olaf Scholz
ForveriJoachim Gauck
Utanríkisráðherra Þýskalands
Í embætti
17. desember 2013 – 27. janúar 2017
KanslariAngela Merkel
ForveriGuido Westerwelle
EftirmaðurSigmar Gabriel
Í embætti
22. nóvember 2005 – 27. október 2009
KanslariAngela Merkel
ForveriJoschka Fischer
EftirmaðurGuido Westerwelle
Persónulegar upplýsingar
Fæddur5. janúar 1956 (1956-01-05) (68 ára)
Detmold, Vestur-Þýskalandi
StjórnmálaflokkurJafnaðarmannaflokkurinn
MakiElke Büdenbender (g. 1995)
Börn1
HáskóliHáskólinn í Giessen
StarfStjórnmálamaður
UndirskriftFrank-Walter Steinmeier: Forseti Þýskalands

Áður en Steinmeier varð forseti hafði hann verið utanríkisráðherra Þýskalands í tvígang, á árunum 2005 til 2009 og frá 2013 til 2017. Frá 1999 til 2005 var hann ráðuneytisstjóri hjá kanslaraembættinu.

Menntun og störf

Steinmeier fæddist 1956 í Detmold í sambandslandinu Nordrhein-Westfalen, en faðir hans var smiður. Eftir stúdentspróf árið 1974 í Blomberg gengdi hann herþjónustu í tvö ár eða þangað til hann hóf nám í lögfræði og síðar stjórnmálafræði við Justus-Liebig háskólann í Gießen, sem hann lauk 1986. Hann var frá því í menntaskóla meðlimur ungliðahreyfingar sósíaldemókrataflokksins.

Árið 1991 varði hann doktorsritgerð sína í lögfræði, sem bar heitið „Borgarar án þaks – milli skyldu til framfærslu og réttar á lífsrými; venja og viðhorf opinberrar íhlutunar við hindrun og útrýmingu húsnæðisleysis“.

Sama ár gerðist hann ráðgjafi í fjölmiðlunarrétti við forsætisráðuneyti Neðra-Saxlands í Hannover. Tveimur árum seinna tók hann við embætti skrifstofustjóra hjá Gerhard Schröder, sem á þessum tíma var forsætisráðherra Neðra-Saxlands.

Eftir að ljóst varð árið 1998 að Schröder yrði kanslari ákvað Steinmeier að fylgja honum í ríkisstjórn þýska sambandslýðveldisins og 1999 var hann orðinn ráðuneytisstjóri hjá kanslaraembættinu.

Steinmeier var einn af nánustu samstarfsmönnum Schröders og hefur verið lýst sem manninum á bakvið tjöldin. Þannig gerði hann mikilvægar framkvæmdaáætlanir, t.d. í ellilífeyris- og heilbrigðismálum, og tók þátt í Agenda 2010 og umfangsmiklum skattalagabreytingum.

13. október 2005 varð ljóst að hann yrði utanríkisráðherra og tók hann formlega við embættinu 22. nóvember 2005 í ríkisstjórn Angelu Merkels.

Steinmeier var kjörinn forseti Þýskalands af þýska þinginu þann 27. febrúar 2017 með 75 prósentum atkvæða. Hann var endurkjörinn til annars fimm ára kjörtímabils þann 13. febrúar árið 2022.

Fjölskyldulíf

Steinmeier er giftur og á eina dóttur.

Tilvísanir


Fyrirrennari:
Joachim Gauck
Forseti Þýskalands
(19. mars 2017 –)
Eftirmaður:
Enn í embætti


Frank-Walter Steinmeier: Forseti Þýskalands   Þessi Þýskalandsgrein sem tengist æviágripi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Tags:

19565. janúarForseti ÞýskalandsNordrhein-WestfalenSPD

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

ÓskÍslandsbankiHundurAkureyriSuðvesturkjördæmiTyrkjarániðListi yfir grunnskóla á ÍslandiSveitarfélög ÍslandsSíleListi yfir fullvalda ríkiFæreyjarHafþór Júlíus BjörnssonHernám ÍslandsLögaðiliTala (stærðfræði)BrúðkaupsafmæliÓrangútanÞjóðveldiðEþíópíaSuðurskautslandiðValéry Giscard d'EstaingTjadAfturbeygt fornafnEgill Skalla-GrímssonHelle Thorning-SchmidtFreyrNelson MandelaBoðhátturBlóðsýkingListi yfir morð á Íslandi frá 2000GeðklofiÓákveðið fornafnTónstigiBergþórVilmundur GylfasonGunnar Helgason20. öldinBenjamín dúfaVigur (eyja)TékklandTryggingarbréfAriana GrandeFlosi ÓlafssonPáskarBolludagurFrumtalaBreiddargráðaNúmeraplataMeðaltalSendiráð ÍslandsLúðaÍslensk mannanöfn eftir notkunHelgafellssveitUnicodeÞorsteinn Már BaldvinssonHáskóli ÍslandsÍ svörtum fötumHringadróttinssagaDaniilXListi yfir landsnúmerHermann GunnarssonKúbaTaugakerfiðLeiðtogafundurinn í HöfðaHaraldur ÞorleifssonHjartaJúgóslavíaRíkisútvarpiðLátrabjargSkotfærinReykjanesbærGíneuflóiKína🡆 More