Fléttur

Fléttur eru gróður sem samanstendur af sambýli svepps og grænþörungs og/eða blábakteríu.

Fléttur eru algengar víða um heim en eru einkum áberandi á svæðum þar sem annar gróður á erfitt uppdráttar. Á Íslandi eru margar fléttutegundir einnig nefndar skófir, en ekki eru allar fléttur taldar til skófa.

Fléttur
Dílaskóf (Peltigera leucophlebia) er blaðflétta sem gjarnan vex í mólendi.

Á Íslandi finnast rúmlega 700 fléttutegundir. Svepphluti fléttna er ráðandi aðili sambýlisins og taka fléttur heiti sitt af honum. Sveppurinn tilheyrir oftast asksveppum en þó eru nokkrar tegundir kólfsveppa sem mynda fléttur, en einu nafni er talað um fléttumyndandi sveppi. Hver fléttumyndandi sveppur myndar eina fléttutegund en sömu tegund grænþörungs eða blábakteríu má oft finna í sambýli við mismunandi tegundir fléttumyndandi sveppa.

Fléttum er skipt í þrjá útlitshópa: Runnfléttur sem eru uppréttar og ekki með greinanlegan mun á efra og neðra borði, blaðfléttur sem eru blaðlaga og með greinanlegan mun á efra og neðra borði og hrúðurfléttur sem vaxa beint á undirlagi sínu og eru oft án nokkurs sérstaks neðra borðs.

Bygging fléttna

Meginhluti fléttna er einn samfelldur vefur sem nefnist þal. Ytra byrði fléttnaþalsins er úr sveppþráðum sem er þétt samofnir til að lágmarka vökvatap. Þar undir, í nokkru vari gegn útfjólublárri geislun sólarljóssins, er lag þörunga eða baktería innan um lausofnari sveppþræði. Innst er síðan lag sambýlingsfrírra sveppþráða sem geyma næringarefni og vatn..

Tenglar

Kjarnaskógur - Ásætur á trjám á Íslandi

Heimildir

Fléttur   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Tags:

BlábakteríaGrænþörungarSamlífiSkófirSveppur

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

Gísli á UppsölumListi yfir risaeðlurListi yfir elstu manneskjur á ÍslandiSovétríkinTíðbeyging sagnaLaufey Lín JónsdóttirSýslur ÍslandsBretlandWolfgang Amadeus MozartHrafninn flýgurGunnar Smári EgilssonNáttúrlegar tölurHrossagaukurParísEldurÁsdís Rán GunnarsdóttirEfnafræðiSædýrasafnið í HafnarfirðiGormánuðurAlþingiskosningar 2017LjóðstafirSeinni heimsstyrjöldinFrakklandGylfi Þór SigurðssonSvartfjallalandHeiðlóaBárðarbungaJohn F. KennedyKjarnafjölskyldaKötturKristrún FrostadóttirKýpurGoogleSaga ÍslandsÁstralíaListi yfir íslenska sjónvarpsþættiEinar JónssonFermingOrkumálastjóriÓlafur Darri ÓlafssonSmokkfiskarEldgosaannáll ÍslandsÞjóðleikhúsiðMyriam Spiteri DebonoSjómannadagurinnBríet HéðinsdóttirGeysirErpur EyvindarsonBesta deild karlaForsetakosningar á Íslandi 2020ÞorskastríðinListi yfir tinda á Íslandi eftir hæðÚtilegumaðurListi yfir fylki og yfirráðasvæði Bandaríkjanna eftir stærðKristján 7.Eiríkur Ingi JóhannssonBúdapestMargrét Vala MarteinsdóttirListeriaXXX RottweilerhundarHandknattleiksfélag KópavogsBarnafossEvrópska efnahagssvæðiðAftökur á ÍslandiEnglandKári SölmundarsonListi yfir íslensk kvikmyndahúsSagan af DimmalimmMynsturBotnlangiÍrland🡆 More