Orson Welles: Bandarískur leikari og kvikmyndagerðarmaður (1915-1985)

George Orson Welles (6.

maí 1915 – 10. október 1985) var bandarískur leikari, leikstjóri, rithöfundur og framleiðandi sem vann í leikhúsi, útvarpi og í kvikmyndum. Hann var frumkvöðull í öllum þremur miðlunum: Á leiksviðinu var hann meðal annars þekktur fyrir útfærslu sína á leikritinu Júlíus Sesar eftir William Shakespeare á Broadway (1937), í útvarpinu fyrir útvarpsleikritið Innrásina frá Mars (1938) og á hvíta tjaldinu fyrir kvikmyndina Citizen Kane (1941) sem gjarnan er talin ein besta mynd allra tíma.

Orson Welles
Orson Welles: Bandarískur leikari og kvikmyndagerðarmaður (1915-1985)
Orson Welles árið 1937.
Fæddur6. maí 1915
Dáinn10. október 1985 (70 ára)
Los Angeles, Kaliforníu, Bandaríkjunum
StörfLeikari, leikstjóri, framleiðandi, handritshöfundur
MakiVirginia Nicolson (gift 1934–1940)
Rita Hayworth (gift 1943–1947)
Paola Mori (gift 1955–1985)
Undirskrift
Orson Welles: Bandarískur leikari og kvikmyndagerðarmaður (1915-1985)

Á þrítugsaldri leikstýrði Welles ýmsum ríkisstyrktum uppsetningum, þ. á m. uppsetningu á Makbeð með svörtum leikurum og pólitíska söngleiknum The Cradle Will Rock. Árið 1937 stofnaðu þeir John Houseman Mercury-leikhúsið, sjálfstætt leikfélag sem setti upp ýmsar sýningar á Broadway til ársins 1941. Welles öðlaðist frægð bæði innanlands og erlendis sem leikstjóri og sögumaður útvarpsleikritsins Innrásarinnar frá Mars, sem byggt var á samnefndri bók eftir H. G. Wells. Leikritið þótti svo raunverulegt að margir héldu að innrás úr geimnum stæði í raun yfir og óttuðust um líf sitt. Sumar samtímaheimildir greina frá því að frásagnir um ofsahræðslu hlustenda hafi verið ýktar en þó gerði útsendingin Welles að stjörnu.

Fyrsta kvikmynd Welles var Citizen Kane (1941), sem hann skrifaði, framleiddi og leikstýrði og lék aðalhlutverk titilpersónunnar Charles Foster Kane. Welles var utangarðsmaður í Hollywood-stúdíókerfinu og átti aðeins eftir að leikstýra 13 kvikmyndum í fullri lengd á ferli sínum. Hann barðist í sífellu fyrir að viðhalda stjórn á verkefnum sínum frá kvikmyndaframleiðendunum og seinna frá ýmsum sjálfstæðum fjárfestum. Margar myndir hans voru aldrei fullgerðar eða gefnar út. Leikstjórnarstíll Welles var sérstæður: Í verkum hans eru atriði sögunnar oft ekki sagð í línulaga tímaröð, skil á milli skugga og ljóss eru afar skörp líkt og á olíumálverkum, sjónarhorn myndavélarinnar eru einkennileg og margar hljóðbrellur úr útvarpi notaðar. Welles hefur verið lýst sem auteur, eða sjálfstæðum listamanni sem viðhélt stjórn á öllum öngum verka sinna.

Welles gerði 12 kvikmyndir á eftir Citizen Kane. Myndirnar The Magnificent Ambersons (1942), Touch of Evil (1958) og Chimes at Midnight (1966) þykja meðal hans bestu verka, en myndirnar The Lady from Shanghai (1947) og F for Fake (1973) eru einnig hátt skrifaðar.

Árið 2002 var Welles kjörinn besti kvikmyndaleikstjóri allra tíma í tveimur skoðanakönnunum bresku kvikmyndastofnunarinnar meðal leikstjóra og gagnrýnenda. Welles var þekktur fyrir djúpa rödd sína og lék í fjölmörkum Shakespeare-leikritum, útvarpsútsendingum auk þess sem hann var flinkur töframaður.

TIlvísanir

Tags:

BandaríkinBroadwayWilliam ShakespeareÚtvarpsleikrit

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

Knattspyrnufélag AkureyrarÁgústa Eva ErlendsdóttirÓlafsfjörðurÞingvallavatnNorðurálHafþyrnirEldgosið við Fagradalsfjall 2021Úrvalsdeild karla í körfuknattleikGuðrún AspelundKarlakórinn HeklaJohn F. KennedyEinmánuðurFjalla-EyvindurHelga ÞórisdóttirE-efniSam HarrisHljómarTyrklandForsetakosningar á Íslandi 1980KópavogurSpóiÓnæmiskerfiÁstþór MagnússonNáttúrlegar tölurÍþróttafélag HafnarfjarðarSöngkeppni framhaldsskólannaTaívan25. aprílOkjökullSkúli Magnússong5c8yLakagígarVladímír PútínÞorriThe Moody BluesVerg landsframleiðslaJón Páll SigmarssonLýðstjórnarlýðveldið KongóSkuldabréfJesúsSandra BullockViðskiptablaðiðSaga ÍslandsÚkraínaGunnar HámundarsonBorðeyriSteinþór Hróar SteinþórssonPylsaKörfuknattleikurHamrastigi26. aprílBjörgólfur Thor BjörgólfssonKúlaUmmálBreiðdalsvíkKýpurListi yfir íslensk kvikmyndahúsFlóHollandLýsingarorðÓlafur Darri ÓlafssonFramsöguhátturTímabeltiBretlandMynsturÍslenskar mállýskurAlbert Guðmundsson (fæddur 1997)SeljalandsfossVilhjálmur Vilhjálmsson (söngvari)Kristján EldjárnMoskvufylkiLaxdæla sagaUngverjaland🡆 More