Valdaránið Í Íran 1953

Valdaránið í Íran 1953, kallað valdaránið 28.

Mordad í Íran, var valdarán framið gegn hinum lýðræðislega kjörna forsætisráðherra Írans, Múhameð Mossadek, í því skyni að styrkja einveldisstjórn Múhameð Resa Pahlavi Íranskeisara, þann 19. ágúst 1953. Valdaránið var skipulagt af Bretum (undir nafninu Operation Boot) og Bandaríkjamönnum (undir nafninu Operation Ajax).

Valdaránið Í Íran 1953
Hermenn umkringja íranska þinghúsið í Tehran þann 19. ágúst 1953.

Mossadek hafði reynt að takmarka yfirráð ensk-persneska olíufélagsins (Anglo-Iranian Oil Company; AIOC) á olíuiðnaði Írans. Þegar AIOC neitaði að gefa eftir kaus íranska þingið að þjóðnýta olíuiðnaðinn og reka erlend stórfyrirtæki úr landi. Eftir þjóðnýtinguna settu Bretar alþjóðlegt viðskiptabann á íranska olíu til að setja þrýsting á íranska efnahaginn. Í fyrstu hugðust Bretar beita hervaldi til að hertaka Abadan-olíuvinnslustöðina sem Bretar höfðu byggt, en Clement Attlee forsætisráðherra ákvað heldur að beita efnahagsþvingunum til að grafa undan stjórn Mossadeks. Ríkisstjórnir Winstons Churchill og Dwights D. Eisenhower Bandaríkjaforseta ákváðu síðar að steypa írönsku stjórninni af stóli, þótt ríkisstjórn forvera Eisenhowers, Harry S. Truman, hefði verið mótfallin valdaráni þar sem hún óttaðist að slíkt myndi setja slæmt fordæmi. Leyniskjöl sýna að breska leyniþjónustan lék lykilhlutverk í skipulagningu og framkvæmd valdaránsins og að ensk-persneska olíufélagið greiddi um 25,000 Bandaríkjadollara til að múta embættismönnun í aðdraganda þess. Í ágúst 2013, sextíu árum síðar, viðurkenndi bandaríska leyniþjónustan að hún hefði bæði skipulagt og framkvæmt valdaránið, m.a. með því að múta írönskum stjórnmálamönnum og herforingjum og framleiða áróður til að styðja valdaræningjana. Bandaríska leyniþjónustan viðurkenndi að valdaránið hefði verið framkvæmt „undir leiðsögn CIA“ og „samkvæmt utanríkisstefnu Bandaríkjanna, skipulagt og samþykkt á æðstu stöðum í ríkisstjórninni“.

Eftir valdaránið var ríkisstjórn mynduð undir stjórn hershöfðingjans Fazlollah Zahedi, sem leyfði keisaranum Múhameð Resa Pahlavi að stjórna með alræðisvaldi. Keisarinn reiddi sig á stuðning Bandaríkjanna til að halda í völd sín. Samkvæmt leyniskjölum CIA sem gerð hafa verið opinber var mörgum helstu glæpaforingjum Tehran borgað fyrir að koma af stað fjöldamótmælum á móti stjórn Mossadeks þann 19. ágúst. Aðrir kónar CIA komu til Tehran í strætisvögnum og trukkum og lögðu undir sig götur borgarinnar. Um 200 til 300 manns voru drepin í átökunum. Mossadek var handtekinn, ákærður og sakfelldur fyrir landráð af herrétti keisarans. Þann 21. desember 1953 var hann dæmdur í þriggja ára fangelsi og síðan settur í stofufangeli til æviloka. Aðrir stuðningsmenn Mossadeks voru fangelsaðir og sumir teknir af lífi. Eftir valdaránið réð keisarinn sem einvaldur í 26 ár þar til honum var steypt af stóli í írönsku byltingunni árið 1979.

Tilvísanir

Tags:

Múhameð MossadekMúhameð Resa PahlaviValdaránÍran

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

InterstellarÓmar RagnarssonRefirGrundartangiHljómskálagarðurinnEiríkur BergmannSagan um ÍsfólkiðEtanólEiffelturninnKvenréttindi á ÍslandiEinar Þorsteinsson (f. 1978)Nguyen Van HungYrsa SigurðardóttirHelga ÞórisdóttirReykjanesbærKristján EldjárnXHTMLMiðgildiKrónan (verslun)Sundlaugar og laugar á ÍslandiListi yfir íslenska sjónvarpsþættiVeðurHvannadalshnjúkurSeðlabanki ÍslandsKjördæmi ÍslandsFjallagórillaÓbeygjanlegt orðBrennu-Njáls sagaNifteindVÁbendingarfornafnPólýesterSönn íslensk sakamálGreinirForsetakosningar á Íslandi 2016Jónas HallgrímssonJava (forritunarmál)BúðardalurHólmavíkHandknattleikur á sumarólympíuleikunum 2012 - keppni í karlaflokkiBankahrunið á ÍslandiBretlandFrumefniHöfuðborgarsvæðiðSimpson-fjölskyldan, þáttaröð 4Baldur Már ArngrímssonÓlympíuleikarnirMannsheilinnEggert ÓlafssonFylkiðGrænlandGrindavíkVistkerfiListi yfir íslenskar stafsetningar- og málfræðivillurAlþingiskosningar 2021AkureyrarkirkjaFiann PaulSelma BjörnsdóttirÞorskastríðinDiskurGiftingSúrefnismettunarmælingForsetningOkkarínaJóhanna SigurðardóttirAuðunn BlöndalKváradagurSýslur ÍslandsIngvar E. SigurðssonGrísk goðafræðiXXX RottweilerhundarMegindlegar rannsóknirHæstiréttur ÍslandsNafliSongveldiðKeila (rúmfræði)🡆 More