Valdaránið Í Síle 1973

Valdaránið í Síle var stjórnarbylting sem her Síle gerði gegn ríkisstjórn Salvadors Allende forseta landsins þann 11.

september árið 1973. Valdaránið var framið með stuðningi ríkisstjórnar Richards Nixon í Bandaríkjunum og lagði grunninn að stofnun einræðisstjórnar herforingjans Augusto Pinochet í Síle, sem entist til ársins 1990.

Valdaránið í Síle 1973
Hluti af kalda stríðinu og Kondóráætluninni
Valdaránið Í Síle 1973
Síleski herinn gerir sprengjuárás á forsetahöllina í Santíagó þann 11. september 1973.
Dagsetning11. september 1973
Staðsetning
ÁtökSíleski herinn kemur á herstjórn í landinu og mætir lítilli og óskipulagðri andspyrnu.
Niðurstaða Ríkisstjórn Salvador Allende steypt af stóli
Herstjórn undir forystu Augusto Pinochet tekur völdin
Salvador Allende fremur sjálfsmorð
Stríðsaðilar
Fáni Síle Ríkisstjórn Síle

Fáni Síle Her Síle:

  • Valdaránið Í Síle 1973 Síleski landherinn
  • Valdaránið Í Síle 1973 Síleski sjóherinn
  • Valdaránið Í Síle 1973 Síleski flugherinn

Stuðningsaðilar:

Leiðtogar
Fáni Síle Salvador Allende Fáni Síle Augusto Pinochet
Fáni Síle José Toribio Merino
Fáni Síle Gustavo Leigh
Fáni Síle César Mendoza
Mannfall og tjón
Alls 60 á meðan á valdaráninu stóð

Aðdragandi

Salvador Allende, frambjóðandi Alþýðufylkingarinnar, var kjörinn forseti Síle árið 1970 og var fyrsti lýðræðislega kjörni marxíski leiðtogi í Suður-Ameríku. Í aðdraganda kosningasigurs Allende höfðu síleskir herforingjar þegar lagt á ráðin um að fremja valdarán ef Alþýðufylkingin kæmist til valda. Stjórn Allende var fljót að vinna sér óvild Bandaríkjanna þegar hún þjóðnýtti koparnámur í eigu dótturfyrirtækja bandarísku námufélaganna Anaconda og Kennecott án þess að greiða félögunum bætur.

Richard Nixon Bandaríkjaforseti hafði þegar haft áhyggjur af gangi mála í Síle í aðdraganda kjörs Allende og hafði falið Richard Helms, yfirmanni bandarísku leyniþjónustunnar (CIA), að grípa til aðgerða til að „bjarga Síle“. Eftir kjör Allende heimilaði Nixon að tíu milljón dollurum yrði varið í að koma í veg fyrir valdatöku hans eða steypa honum af stóli.

Þriggja ára valdatíð Allende reyndist mjög stormasöm en á fyrsta ári hans í forsetaembætti vegnaði síleska efnahaginum vel. Verg landsframleiðsla jókst um 8,6 prósent, verðbólga lækkaði úr 34,9 prósentum í 22,1 prósent og framleiðsla jókst um 12 prósentustig. Sósíalísk efnahagsstefna Allende mætti harðri andspyrnu frá yfirstétt landsins og frá Bandaríkjunum, sem beittu pólitískum og efnahagslegum þrýstingi bæði leynt og ljóst til að veikja stjórn hans.

Stigmögnun átaka

Í október árið 1972 kom í fyrsta sinn til átaka milli ríkisstjórnarinnar og velmegandi hluta sílenska samfélagsins, sem nutu stuðnings Nixons Bandaríkjaforseta. Þann 9. október hófst verkfall vörubílstjóra sem styrkt var af bandarísku leyniþjónustunni með greiðslum upp á tvær milljónir Bandaríkjadala í samræmi við hina svokölluðu „septemberáætlun“. Verkfallið, sem skipulagt var af 165 stéttarfélögum leigubílstjóra með samtals um 40.000 meðlimum, lamaði landið.

Á forsetatíð Allende ríkti verulegur óstöðugleiki í stjórnmálum Síle. Hópar róttækari stuðningsmanna hans tóku yfir margar verksmiðjur og stórar landeignir ásamt erlendum „atvinnubyltingarmönnum“. Einn af þessum hópum kallaðist Byltingarsinnaða vinstrihreyfingin (sp. Movimiento de Izquierda Revolucionaria eða MIR). Á móti þessum hópum risu upp hópar öfgahægrimanna sem stóðu fyrir pólitískum morðum og skemmdarverkum til þess að veikja ríkisstjórninna. Meðal þessara hópa var hreyfingin Föðurland og frelsi (sp. Patria y Libertad), sem hlaut fjárstuðning frá bandarísku leyniþjónustunni.

Þrátt fyrir niðursveiflu í efnahag landsins jókst stuðningur við Alþýðufylkingu Allende upp í 43,2 prósent í þingkosningum árið 1973. Kristilegir demókratar hættu óformlegum stuðningi sínum við Allende og fóru að líta á stjórn hans sem ólögmæta.

CIA styrkti sílesku stjórnarandstöðuna á þessum tíma um allt að 8 milljónir Bandaríkjadala til þess að reyna að fella stjórn Allende. Í skýrslu CIA sem gerð var opinber árið 2000 var fjárstuðningur leyniþjónustunnar við andstæðinga Allende metinn upp á 6,8 milljónir.

Brestir á þinginu

Árið 1973 skiptist síleska þingið á milli heitra stuðningsmanna og svarinna andstæðinga Allende og stjórnar hans. Sósíalistarnir höfðu notið stuðnings kristilegra demókrata, en með auknum átökum í landinu gengu hinir síðarnefndu nú í lið með íhaldsmönnum og kröfðust afsagnar Allende. Þann 22. ágúst samþykkti fulltrúadeild þingsins ályktun þar sem Allende var vændur um stjórnarskrárbrot og biðlað var til stjórnarinnar að fara eftir lögum. Allende svaraði þinginu með því móti að ályktunin hefði ekki náð áskyldum tveggja þriðjunga meirihluta á öldungadeild þingsins og að texti hennar bryti sjálfur gegn ýmsum ákvæðum stjórnarskrárinnar.

Forsvarsmaður vantrauststillögunnar, fyrrum forsetinn Eduardo Frei Montalva, hafði áður stutt kjör Allende en sakaði hann nú um að leiða Síle í átt að kommúnísku einræði að kúbverskri fyrirmynd. Frei varð síðar einn háværasti gagnrýnandi einræðisstjórnar Pinochets í landinu og var líklega myrtur vegna andófsaðgerða sinna af leyniþjónustu Pinochets árið 1983.

Valdaránið

Þann 11. september árið 1973 gerði síleski herinn árás á forsetahöllina La Moneda í Santíagó. Allende var boðið að flýja landið í einkaflugvél sinni en hann neitaði að yfirgefa landið og bjóst til varnar gegn umsátursmönnunum í forsetahöllinni. Allende lét lífið í átökunum um forsetahöllina og opinber skýring á dauða hans er sú að hann hafi framið sjálfsmorð með riffli sem hann hlaut að gjöf frá Fidel Castro. Lík hans fannst þegar hermenn valdaræningjanna hertóku forsetahöllina og höfuðborgina. Dóttir Allende staðfesti þann 10. júlí að faðir hennar hefði fyrirfarið sér. Framkvæmd valdaránsins var bæði fljót og skilvirk og einni viku eftir upphaf þess höfðu flestir vinstrileiðtogar í landinu verið drepnir eða fangelsaðir. Augusto Pinochet, leiðtogi uppreisnarmannanna, stofnaði einræðisstjórn sem réð yfir Síle til ársins 1990.

Stuðningur Bandaríkjamanna við valdaránið

Ekkert í opinberum skjölum staðfestir að Bandaríkjamenn hafi átt beina þátttöku í valdaráninu en fjöldi skjala og vitnisburða staðfestir að Bandaríkjastjórn hafi hjálpað til við að skapa skilyrðin fyrir því. Bandaríkjamenn tóku nýju stjórninni í Síle fagnandi og stofnuðu fljótt til náins samstarfs við Pinochet og félaga. Fimm dögum eftir valdaránið hringdi bandaríski utanríkisráðherrann Henry Kissinger í Nixon forseta og lét þau orð falla að ef þeir hefðu stutt álíka valdarán á stjórnartíð Eisenhowers hefði þeim verið fagnað sem hetjum. Í upptöku af símtalinu segir Nixon að Bandaríkin hafi ekki átt beina aðild að valdaráninu en hafi skapað skilyrðin og lagt grunn að falli Allende-stjórnarinnar.

Samkvæmt Hinchey-skýrslunni sem gerð var opinber árið 2000 hafði CIA ekki beðið síleska herinn um að gera uppreisn, en bandarískir leyniþjónustumenn vissu þó vel af fyrirætlunum valdaræningjanna og voru í sambandi við þá í aðdraganda valdaránsins. Þar sem bandaríska leyniþjónustan reyndi ekki að telja herforingjunum hughvarf og hafði áður reynt að koma af stað uppreisn gegn Allende árið 1970 er almennt talið að hún hafi vísvitandi litið í hina áttina þegar valdaránið var framið. Bæði ríkisstjórn og leyniþjónusta Bandaríkjanna veittu herforingjastjórn Pinochets stuðning og fjárstyrk eftir valdaránið.

Í aðdraganda valdaránsins höfðu Bandaríkin jafnframt dregið verulega úr þróunaraðstoð og verslun við Síle. Jafnframt hafði verið lokað á efnahagsaðstoð til landsins frá Þróunarbanka Ameríkuríkja og Alþjóðabankanum, þar sem Bandaríkin nutu verulegra áhrifa. Síle hlaut þó áfram styrki frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.

40 ára afmæli valdaránsins

Valdaránið Í Síle 1973 
Minnisvarði um valdaránið í Síle í Stokkhólmi á 40 ára afmæli valdaránsins. Á myndunum sést fólk sem var myrt eða látið hverfa á tíð einræðisstjórnarinnar.

40 árum eftir valdaránið voru Allende og önnur fórnalömb valdaránsins heiðruð í minningarathöfnum, bæði í Síle og ýmsum öðrum löndum, meðal annars í Argentínu og Svíþjóð.

Tilvísanir

Tags:

Valdaránið Í Síle 1973 AðdragandiValdaránið Í Síle 1973 ValdarániðValdaránið Í Síle 1973 Stuðningur Bandaríkjamanna við valdarániðValdaránið Í Síle 1973 40 ára afmæli valdaránsinsValdaránið Í Síle 1973 TilvísanirValdaránið Í Síle 1973Augusto PinochetBandaríkinRichard NixonSalvador AllendeSíle

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

Svampur SveinssonÆgishjálmurSkaftáreldarHallgrímur PéturssonGrenivíkSameinuðu þjóðirnarRokkDr. GunniSiglufjörðurÚlfaldar14Labrador hundarFelix BergssonEiginnafnHeiðlóaHornsíliSaga ÍslandsShizuoka-umdæmiJamalaÓlafur Ragnar GrímssonPavel ErmolinskijMilljarðurGreifarnirISO 8601The Fame MonsterRíkisstjórn ÍslandsFjallabaksleið syðriKnattspyrnufélagið ValurGoogle TranslateBorís JeltsínÞorsteinn Már BaldvinssonBNorræn goðafræðiKÁratugurJón EspólínKaupstaðurRússlandRómverskir tölustafirEigindlegar rannsóknirReykjanesbærDonald Duart MacleanÞorskastríðinVatnBríet (mannsnafn)FenrisúlfurSkammstöfunArachneKróatíaVarmadælaÍslenska karlalandsliðið í knattspyrnuSveitarfélagið ÖlfusEdda FalakFFrakklandAlchemilla hoppeanaListi yfir íslensk eiginnöfn kvenmannaJet Black JoeÓeirðirnar á Austurvelli 1949MosfellsbærBobby FischerListi yfir íslensk eiginnöfn karlmannaÓlafur Egill EgilssonLinuxSagan um ÍsfólkiðKnattspyrnufélagið VíkingurOleh ProtasovUppstigningardagurEvrópaGeitStyrmir Kárason🡆 More