Miðmyndarsögn

Miðmyndarsögn (skammstafað sem mms.) eru sagnir sem aðeins eru til í miðmynd.

Gerðir miðmyndarsagna

Til eru fjórar gerðir miðmyndarsagna;

Afturbeygðar sagnir

Afturvirkar sagnir eða afturbeygðar sagnir (reflexive) hafa þá merkingu að gerandinn og þolandinn eru sá og hinn sami. Hægt er að umskrifa sagnirnar með því að bæta við afturbeygða fornafninu sér, sig eða sín.

Dæmi um afturvirkar sagnir eru;

  • matast (umskrift: mata sig)
  • klæðast (umskrift: klæða sig)
  • baðast (umskrift: baða sig)
  • læðast (umskrift: læða sér)

Gagnvirkar sagnir

Gagnvirkar sagnir (reciprocal) innihalda sagnir sem hægt er að umskrifa með germynd saman við óákveðna fornafnið „hvor annan“.

Dæmi um gagnvirkar sagnir eru;

  • kyssast (umskrift: kyssa hvor annan)
  • heilsast (umskrift: heilsa hvor öðrum)
  • berjast
  • hittast (umskrift: hitta hver annan)

Þolmynd miðmyndar

Þolmynd miðmyndar (passive) er þriðji flokkurinn, og merkja orð í þessum flokki að verða fyrir barðinu á viðkomandi aðgerð; þ.e.a.s. að „vera“ + lýsingarháttur þátíðar (fermdur, eyddur). Setning þar sem umsögnin er í þolmynd kallast þolmyndarsetning.

Dæmi um þolmyndir miðmyndar eru;

  • fermast (umskrift: að vera fermdur)
  • eyðast (umskrift: að vera eyddur)
  • veiðast (umskrift: að vera veiddur)

Inkóatívar sagnir

Framvindusagnir eða inkóatívar sagnir (inchoative) er síðasti flokkurinn. Þessar sagnir fela í sér ferli í átt að einhverju ástandi. Þetta er líkt þriðja flokki; en munurinn er samt mikilvægur. Ferlið í þessum flokki er miklu hægara og felur frekar í sér markvissa stefnu í átt að einhverju. Hægt er að umrita þetta með sagnorðinu að verða + lýsingarorði.

Dæmi um inkóatívar sagnir eru;

  • hressast (umskrift: að verða hress)
  • grennast (umskrift: að verða grannur)
  • gleðjast (umskrift: að verða glaður)
  • reiðast (umskrift: að verða reiður)
  • mildast (umskrift: að verða mildur)
  • skemmast (umskrift: að verða skemmdur)
  • brjálast (umskrift: að verða brjálaður)

Stundum er viðskeytinu -na bætt við lýsingarorð til að mynda inkóatívar sagnir:

  • hvítna (umskrift: að verða hvítur)
  • grána (umskrift: að verða grár)
  • brotna (umskrift: að verða brotinn)
  • vakna (umskrift: að verða vakinn)

Dæmi

Dæmi um miðmyndarsagnir eru:

  • Ferðast
  • Nálgast
  • Annast
  • Heppnast
  • Óttast
  • Skjátlast
  • Vingast við
  • Öðlast

Tengt efni

Heimildir

Miðmyndarsögn   Þessi málfræðigrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Tags:

Miðmyndarsögn Gerðir miðmyndarsagnaMiðmyndarsögn DæmiMiðmyndarsögn Tengt efniMiðmyndarsögn HeimildirMiðmyndarsögnListi yfir skammstafanir í íslenskuMiðmyndSögn

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

Stúdentauppreisnin í París 1968KríaSagan af DimmalimmFáni FæreyjaKynþáttahaturJóhannes Haukur JóhannessonÍslenskar mállýskurBreiðdalsvíkJesúsKjördæmi ÍslandsSpóiSædýrasafnið í HafnarfirðiFrumtalaMyndlista- og handíðaskóli ÍslandsPóllandSeinni heimsstyrjöldinSeglskútaStigbreytingMynsturTyrkjarániðMargrét Vala MarteinsdóttirKeila (rúmfræði)Vilhjálmur Vilhjálmsson (söngvari)FelmtursröskunBessastaðirEddukvæðiAtviksorðMánuðurBjarnarfjörðurEvrópaRjúpaGuðmundar- og GeirfinnsmáliðHryggdýrSkordýrBleikjaÞykkvibærFelix BergssonHafþyrnirEinar JónssonSjálfstæðisflokkurinnÓfærðLeikurSvartahafKári StefánssonMerki ReykjavíkurborgarÓfærufossÚlfarsfellVladímír PútínLaxdæla sagaHæstiréttur ÍslandsJakob Frímann MagnússonVafrakakaFjaðureikPétur Einarsson (flugmálastjóri)ÞorriHalla Hrund LogadóttirNíðhöggurJökullRaufarhöfnGrindavíkKóngsbænadagurMáfarLandvætturJakobsvegurinnDómkirkjan í ReykjavíkHákarlSjómannadagurinnKötturHeimsmetabók GuinnessÍtalíaTjörn í SvarfaðardalReykjavíkHringadróttinssagaPétur J. Thorsteinsson (sendiherra)🡆 More