Kóranismi: það viðhorf að Kóraninn sé eina raunverulega uppspretta íslamskrar trúar

Kóranismi (arabíska: القرآنية‎; al-Qur'āniyya, einnig þekkt sem kóranísk ritningarstefna) samanstendur af þeim viðhorfum að íslömsk lög og leiðsögn eigi að vera byggð á Kóraninum og eiga því að vera algerlega eða að hluta til andstæð trúarlegu valdi, áreiðanleika og sanngildi hadíðubókmennta.

Kóranistar trúa því að skilaboð Guðs innan Kóransins séu skýr og fullkomin eins og þau eru, vegna þess að Kóraninn segir það og því er hægt að skilja hann að fullu án þess að sækja í skýringar hadíða, sem kóranistar telja að séu fölsun.

Þegar kemur að trú, lögfræði og löggjöf hafa kóranistar aðra skoðun en þeir sem aðhyllast ahl al-Hadith þar sem þeir síðarnefndu telja að hadíðuskýringar séu viðbót við Kóraninn sem íslamskt kennivald þegar kemur að lögum og trúarjátningu. Hver sá flokkur sem styðst við hadíðuskýringar innan Íslam hefur sína eigin sér útgáfu af þeim skýringum sem þeir styðjast við, en þeim er svo hafnað af öðrum flokkum sem styðjast við aðrar hadíðuskýringar. Kóranistar hafna öllum hadíðuskýringum og boða engar slíkar.

Kóranistum svipar til hreyfinga innan annara abrahamískra trúarbragða, líkt og Karaite-hreyfingarinnar innan gyðingdóms og Sola scriptura-viðhorfsins meðal mótmælenda innan kristindóms.

Hugtök

Fylgjendur Kóranísks Íslams eru kallaðir „Kóranistar“ (arabíska: قرآنيّون‎ eða Qurāniyyūn), en eru einnig „umbótasinnar“ eða „framsæknir múslimar“ í samanburði við aðra múslima, en þeir hafna þó þessum skilgreiningum. Ekki má rugla Kóranistum við Ahle-e-Quran  („Fólk Kóransins“) sem eru samtök stofnuð af Abdullah Chakralawi. Kóranistar kalla sig einfaldlega „múslima“ eða „hina undirgefnu“.

Kennisetning

Kóranistar trúa því að Kóraninn sé höfuðuppspretta trúarlegra laga og leiðsagnar innan Íslam og hafna öllu því valdi sem stendur utan Kóransins eins og hadíðum og súnna. Þeir vísa í vers 6:38,45:6 og 6:112-116 innan Kóransins sér til stuðnings og trúa því að Kóraninn sé fullmótaður og skýr og að hann sé hægt að skilja fullkomlega án þess að styðjast við hadíður eða súnna. Þess vegna nota þeir Kóraninn sjálfan til að túlka Kóraninn:

„...bókstafleg og heildræn greining textans út frá samtímalegu sjónarhorni með því að styðjast við gagnrýna trúarlega nálgun á tafsir al-qur'an bi al-qur'an (útskýring á Kóraninum með notkun Kóransins) og á lögfræðilegum undirstöðuatriðum al-asl fi al-kalam al-haqiqah (undirstaða bókstaflegrar orðræðu) án þess að brjóta innihald Kóransins í gegnum linsu sagnfræðinnar og hefðarinnar.“

Þessi túlkunaraðferð á Kóraninum er að mestu ólík þeirri túlkunaraðferð sem súnní- og sjíamúslimar styðjast við, en hún er kölluð tafsir bi-al-ma'thur. Ólíkt Kóranistum trúa Sunnimúslimar því að Kóraninn sé ekki fullmótaður, heldur þurfi Kóraninn á skýringum súnna að halda, meira en skýringar súnna þurfa á Kóraninum að halda (inna l-Quran ahwaju ila l-sunna mina l-sunna ila l-Quran). Þessi aðferðafræðilegi munur hefur leitt til töluverðs klofnings meðal Kóranista og súnní- og sjíamúslima þegar kemur að túlkun á guðfræði og lögum.

Sem dæmi má nefna að skömmu eftir dauða Múhameðs trúðu þeir múslimar sem höfnuðu hadíðum ekki á Naskh. Höfnun fræðimannsins Dirar ibn Amr's á hadíðum leiddi hann að því að hafna trú sinni á Al-Masih ad-Dajjal, refsingu grafarinnar og Shafa'ah á 8. öldinni. Egypski fræðimaðurinn Mohammed Abu Zaid al-Damanhury hafnaði ummælum byggðum á hadíðum sem varð til þess að hann hafnaði einnig trú sinni á Isra og Mi'raj (næturför Múhameðs árið 621) snemma á 20. öldinni. Í ummælum hans sem birt voru 1930, Al-hidaya wa-l-'Irfan fi tafsir al-Qur'an bi-l-Qur'an (Íslenska: Leiðarvísir og kennsla á túlkun Kóransins með Kóraninum) þar sem notast er við Kóraninn sjálfan til að túlka Kóraninn, heldur hann fram að vers 17:1 sé skírskotun í Hegira (för Múhameðs frá Mekku til Medínu) en ekki Isra og Mi'raj.

Syed Ahmad Khan færði rök fyrir því að þó að Kóraninn væri ennþá félagslega viðurkenndur þá setti traustið á hadíður ákveðin takmörk á þá fjölmörgu eiginleika Kóransins þegar kemur að menningarlegum og sagnfræðilegum aðstæðum.

Hversu mikið kóranistar hafna því valdi sem skýringar hadíða og súnna búa yfir er misjafnt, en þeir hópar sem eru hvað mest áberandi hafa gagnrýnt valdkenningar hadíða rækilega og hafna þeim af mörgum ástæðum. Algengasta viðhorf kóranista er þó að þeir segja að hadóður séu hvergi nefndar í Kóraninum sem uppspretta af íslamskri guðfræði og iðkun, en það viðhorf var ekki skjalfest fyrr en eftir að öld leið frá dauða Múhameðs og inniheldur nokkrar villur og þversagnir.

Fyrir súnnímúslima er „súnna“ (vegurinn/leiðin) skilgreint sem vegur/leið spámannsins og er því ein höfuðuppspretta af íslömskum lögum á meðan Kóraninn býr yfir versum sem sameina múslima til að hlýða spámanninum, en í  Kóraninum er ekkert að finna um „súnna“ í tengslum við Múhameð eða aðra spámenn. Hugtakið súnna birtist þó nokkrum sinnum, meðal annars í setningunni „sunnat Allah“ (vegur/leið Guðs) en ekki innan „sunnat al-nabi“ (vegur/leið spámannsins) – en sú setning er oft notuð af andstæðingum hadíða.

Sagan

Upphafsdagar íslams

Kóranismi: Hugtök, Kennisetning, Sagan 
Kóran frá 7. öld ritaður á skinnpappír.

Kóranistar rekja trú sína aftur til tíma Múhameðs, sem lagði bann við skrifum á hadíðum til að koma í veg fyrir að hadíðum yrði ruglað saman við Kóraninn. Einn af samverkamönnum Múhameðs og arftaki Ómar bannaði einnig skrif hadíða og eyðilagði þau söfn hadíðurita þegar hann ríkti sem kalífi. Þegar Umar skipaði ríkisstjóra yfir borginni Kufa sagði hann við hann: „Þú munt koma í bæ og hitta fólk þar sem suðið í Kóraninum hljómar eins og suð býflugna. Til að vekja áhuga þeirra, ekki afvegaleiða þá með hadíðum. Sýndu þeim kóraninn og sparaðu orðræðuna frá sendiboða Guðs (friður og blessum sé með honum)!“

Hraðar breytingar áttu sér stað samkvæmt lýsingum Ómars hvað varðar þungamiðju kóransins í trúarlegu lífi íbúa Kufa. Fáeinum áratugum síðar var bréf sent til Abd al-Malik ibn Marwan, kalífa Úmajadaveldisins, sem varðaði íbúa Kufa: „Þeir afneituðu dómi Drottins síns og gerðu hadíður að trúarbrögðum sínum; og segjast hafa öðlast þekkingu utan kóransins ... Þeir trúðu á bók sem var ekki frá Guði, skrifuð af mönnum; þeir tileinkuðu hana svo sendiboða Guðs.“

Árin þar á eftir, hafði tabúið sem fylgdi skrifum og fylgni hadíða minnkað svo mikið að Úmajadakalífinn Ómar 2. skipaði svo fyrir að gert yrði hið fyrsta opinbera safn hadíða Abu Bakr ibn Muhammad ibn Hazm og Ibn Shihab al-Zuhri voru meðal þeirra fyrstu sem skrifuðu hadíður að beiðni Ómars 2.

Þrátt fyrir þá nýju stefnu sem fylgdi hadóðum, hélt áfram sú gagnrýni á valdi þeirra í valdatíð Abbasídaveldisins og varði fram að tíma Al-Shafi'i, þegar hópur sem kallaði sig „Ahl al-Kalam“ hélt því fram að spámannslegt dæmi Múhameðs „væri eingöngu að finna innan Kóransins“ frekar en innan hadíða. Seinna kom fram svipaður hópur, „Ahl al-Tawḥīd wa l-ʿAdl“ (fólk eingyðistrúar og réttlætis) sem var kallaður Mu'tazilitar af andstæðingum þeirra, en sá hópur taldi að innihald flestra hadíða væri ekki nægilega áreiðanlegt. Samkvæmt þeim væri meirihluti hadíða ágiskanir, getgátur og bidah (villutrú), á meðan bók Guðs væri heildstæð og fullkomin og þurfti ekki á hadíðum að halda til sem viðbót.

Áberandi fræðimenn á borð við Dirar ibn Amr höfnuðu einnig hadíðum. Dirar ibn Amr skrifaði bók sem kallaðist Þversögnin innan hadíða. En á þeim tíma höfðu orðið það miklar breytingar að sagt er að Dirar ibn Amr á hafa orðið fyrir barsmíðum af hálfu ashab al-hadit og neyddist hann til að vera í felum þar til hann dó. Líkt og Dirar ibn Amr þá sá fræðimaðurinn Abu Bakr al-Asamm lítið notagildi fyrir hadíður.

Á tíma Abbasídaveldisins hafnaði skáldið, guðfræðingurinn og lögfræðingurinn Ibrahim an-Nazzam hadíðum sem byggðar voru á frásögnum Abu Hurayra. Frægur nemandi hans, Al-Jahiz, var einnig gagnrýninn á þá sem fylgdu hadíðum og kallaði þá al-nabita (íslenska: hinir fyrirlitlegu). Samtímamaður An-Nazzam, Al-Shafi'i, reyndi að hrekja rök þeirra sem höfnuðu hadíðum í bók sinni Kitab Jima'a l-'Ilm. Ibn Qutaybah reyndi einnig að hrekja rök An-Nazzam gegn hadíðum Abu Hurayra bók sinni Ta'wil Mukhtalif al-Hadith.  

19. öldin

Í Suður-Asíu á 19. öldinni myndaðist Ahle Quran-hreyfingin sem mótvægi gegn Ahle Hadith-hreyfingunni, en þeir töldu að sú síðarnefnda væri að leggja of miklar áherslur á hadíður. Margir meðlimir Ahle Quran í Suður-Asíu eru fyrverandi meðlimir Ahle Hadith en þeir gátu ekki sætt sig við ákveðnar hadíður. Khwaja Ahmad Din Amritsari, Chiragh Ali, og Aslam Jairajpuri eru nokkrir þeirra sem komu með trú Kóranista til Indlands á þessum tíma.

20. öldin

Í Egyptalandi snemma á 20. öldinni uxu hugmyndir Kóranista á borð við Muhammad Tawfiq Sidqi út frá hugmyndum umbótasinnans Muhammad Abduh, þá sérstaklega þegar kom að því að hafna taqlid (ísl. „blindri eftiröpun“) en einnig að leggja ætti áherslu á kóraninn. Egyptinn Muhammad Tawfiq Sidqi vildi meina að „ekkert innan hadíða hefði verið skrifað þar til nógu langur tími hafði liðið svo að fjölmargar fáránlegar og spillandi hefðir hefðu myndast.“ Muhammad Tawfiq Sidqi skrifaði grein sem kallaðist Al-Islam Huwa ul-Qur'an Wahdahu (íslenska: Íslam er aðeins Kóraninn) sem birtist í egypska tímaritinu Al-Manar, þar sem hann hélt því fram að Kóraninn væri nægur til leiðsagnar: „skyldur manna ná ekki út fyrir bók Guðs. Ef eitthvað annað en Kóraninn væri nauðsynlegt fyrir trúarbrögð,“ segir Sidqi, „hefði spámaðurinn skipað svo fyrir í skrifum sínum og Guð tryggt varðveislu þess.“

Líkt og aðrir fræðimenn í Egyptalandi eins og Abu Zayd og Ahmed Subhy Mansour, hafa sumir fræðimenn og umbótasinnar í Íran tileinkað sér Kóranisma, komið frá hefðbundnum æðri menntastofnunum. Shaykh Hadi Najmabadi, Mirza Rida Quli Shari'at-Sanglaji, Mohammad Sadeqi Tehrani, og Ayatollah Borqei lærðu innan hefðbundinna sjía-íslamskra háskóla í Najaf og Qom. Það var þeirra trú að sum trú og iðkun þeirra sem kenndar voru innan þessara háskóla, eins og t.d. dýrkun Imamzadeh og trúin á Raj'a væru óskynsamlegar og fullar af hjátrú og ættu engan grunn í Kóraninum. Í stað þess að túlka Kóraninn út frá hadíðum, þá túlkuðu þeir Kóraninn út frá Kóraninum (tafsir al-qur'an bi al-qur'an). Trú þessara umbótasinna hefur kallað fram gagnrýni frá hefðbundum sjía-fræðimönnum á borð við Ayatollah Khomeini, sem reyndi að hrekja þá gagnrýni frá Sanglaji og öðrum umbótasinnum sem kom fram í bókinni Kashf al-Asrar. Kóranmiðuð trú hefur einnig breiðst út meðal leikmanna múslima eins og hins íransk-bandaríska Ali Behzadnia, sem varð staðgengill heilbrigðis- og velferðarráðherra og starfandi menntamálaráðherra skömmu eftir írönsku byltinguna. Hann hefur einmitt gagnrýnt stjórnvöld Írans fyrir að vera ólýðræðisleg og ekki í tengslum við „Íslam Kóransins“.

Samtíminn

Kóranismi: Hugtök, Kennisetning, Sagan 
Skýringarmynd af greinum súnní, sjía, ibadi, kóranisma, múslimum utan trúfélaga, ahmadiyya og súfisma.

Á 21. öldinni hefur Kóranismi breiðst út til ýmissa landa. En í löndum sem hafa tileinkað sér ákveðna þætti Súnní laga hefur verið spornað gegn útbreiðslu hans. Til dæmis má nefna sádi-arabíska fræðimanninn Hassan Farhan al-Maliki, sem var handtekinn í mörg skipti fyrir að mæla með pólitískri umbót og að snúa aftur til Kóransins. Sádi-Arabía hóf málsókn gegn honum innan hins Sérhæfða sakamáladómstóls í Ríad, en sú stofnun var sett á laggirnar í janúar 2009, sérstaklega til að takast á við „hryðjuverk og þjóðaröryggi“. Árið 2019 fór fram opinber málsókn, sem tengdist konungnum beint, þar sem ákærur á hendur Maliki byggðust eingöngu á trúarlegu viðhorfi hans og var mælt með því að hann yrði fundinn sekur fyrir „öfgafulla túlkun“ á Íslam. Aðrir Sádí menntamenn, eins og Abdul Rahman al-Ahdal, halda áfram að tala fyrir því að yfirgefa hadíður og að snúa sér að Kóraninum. Einnig hafa Kóranistar verið handteknir í Egyptalandi og Súdan fyrir trú sína. 

Sýrlenski menntamaðurinn Muhammad Shahrur, sem lést 2019, vildi meina að hadíður hefðu engin trúarleg gildi og að Kóraninn væri hin eina trúarlega uppspretta fyrir múslima.

Útbreiðsla Kóranisma í Rússlandi hefur valdið reiði á meðal súnnískra stofnanna. Hið Rússneska múftaráð skipaði fatwa gegn Kóranisma og leiðtogum  hans. Einn meintur leiðtogi Kóranista sem nefndur er í því fatwa er rússneski heimspekingurinn Taufik Ibragim, hann benti á að hans trú ætti meira sameiginlegt við Jadid-hefðina,  en þessir tveir hópar skarast í Rússlandi.

Í Tyrklandi hafa Kóranistar brugðist við gagnrýni tyrkneska trúarmálaráðuneytisins á samfélagsmiðlum.

Í Suður-Afríku hefur íslamskur fræðimaður, menntaður við Oxford, Taj Hargey, sett á laggirnar opna Mosku. Eins og nafnið gefur til kynna er tilgangur hennar að hún sé opin fyrir þeim múslimum sem hafa verið útskúfaðir úr súnní- og sjíamoskum, þá helst konur. Hargey lýsir tilgangi moskunnar svo: „Hún er kóranmiðuð, stuðlar að jafnrétti kynja, sé utan-trúarbragða, sam-menningarleg og sjálfstæð“.

Áberandi samtök

Ahle Quran

Ahle Quran eru samtök stofnuð af Abdullah Chakralawi, en hann lýsir Kóraninum sem „ahsan Hadith“ sem þýðir hin fullkomna hadíða og heldur því fram að hann þurfi engar viðbætur. Hreyfing hans reiðir sig helst á kafla og vers innan Kóransins. Afstaða Chakralawi er sú að Kóraninn sjálfur væri fullkomnasta uppspretta hefða og því ætti einungis að fylgja honum. Sakvæmt Chakralawi hafði Múhameð aðeins hlotið eina tegund opinberunnar (wahy) og væri það Kóraninn. Hann heldur því fram að Kóraninn sé eina skrásetning guðdómlegrar visku, eina uppsprettan af kenningum Múhameðs og því sé hann æðri öllu safni hadíða sem urðu til síðar.

Izgi Amal

Þessi kóranistasamtök eru staðsett í Kasakstan en kyrillískt nafn þeirra „Ізгі амал“ má þýða á latneskt letur sem İzgi amal. Meðlimir eru áætlaðir um 70 til 80 þúsund manns. Leiðtogi þeirra er Aslbek Musin, sonur fyrrverandi þingmannsins Aslan Musin.

Kala Kato

Kala Kato er kóranísk hreyfing þar sem fylgjendur eru að mestu búsettir í Norður-Nígeríu, en sumir hafa einnig búsetu í Níger. Kala Kato þýðir „maðurinn segir“ samkvæmt tungumáli Hása sem tengist frásögnum eða hadíðum Múhameðs sem voru tileinkuð honum eftir dauða hans. Kala Kato viðurkenna eingöngu vald Kóransins og trúa því að allt sem ekki er Kala Allah, sem þýðir „Guð segir“ innan tungumáls Hausa, sé Kala Kato.

Kóranistasamfélag Malasíu

Kóranistasamfélag Malasíu var stofnað af Kassim Ahmad. Hreyfingin aðgreinir sig frá súnní- og sjíahefðum meðal annars með því að hafna því að að hárið sé hluti af awrah (líkamshlutum sem beri að hylja) og þar af leiðandi eru hugmyndir þeirra gagnvart hijab mun umburðalyndari, en samkvæmt Kóranistum er hugmyndin um hijab ekki að finna innan Kóransins.

Sunnat Kóran-samfélagið

Sunnat Kóran-samfélagið er kóranísk hreyfing á Indlandi. Hreyfingin stóð fyrir fyrstu kynblönduðu safnaðartilbeiðslu (Jumu'ah) sögunnar sem stjórnuð var af konu sem fór fram á Indlandi. Skrifstofur þeirra og höfuðstöðvar eru innan Kerala. Samfélag kóranista er stórt innan Kerala. Einn leiðtogi þeirra, Jamida Beevi, hefur einnig talað gegn þreföldum talaq-lögum á Indlandi, en þau eru aðallega byggð á túlkun súnníta á persónlegum lögum múslima (Shariat) frá 1937. Mest áberandi forveri Sunnat Kóran-samfélagsins á Indlandi er Ahmed Khan frá 19. öld.

Hinir undirgefnu

Hinir undirgefnu er hreyfing sem á uppruna sinn að reka til Bandaríkjanna og var stofnuð af hinum egypsk-bandaríska Rashad Khalifa. Hreyfingin gerði slagorðið: „Kóraninn, allur Kóraninn og ekkert nema Kóraninn“ (e. The Quran, the whole Quran, and nothing but the Quran) vinsælt. Hreyfingin trúir að Kóraninn sé stærðfræðilega uppbyggður af tölunni nítján. Sumir mótmæltu þeirri trú og árið 1990 var Khalifa ráðinn af dögum af aðila tengdum súnníska hópnum Jamaat ul-Fuqra. Meðal þeirra sem hafa orðið fyrir áhrifum hugmynda Khalifa eru; Edip Yuksel, Ahmad Rashad og nígeríski hæstaréttardómarinn Isa Othman.

Tolu-e-Islam

Þessari hreyfingu var hrint af stað af Ghulam Ahmed Pervez. Ghulan Ahmed Pervez hafnaði þó ekki öllum hadíðum, hann samþykkti aðeins hadíður sem „eru í samræmi við Kóraninn og setja ekki svartan blett á persónu spámannsins og hans samverkamanna“. Samtökin gefa út og dreifa bókum, bæklingum og upptökum af kenningum Perevez. Tolu-e-Islam tilheyrir engum stjórnmálahópi, né kenna þau sig ekki við neinn trúarlegan hóp eða söfnuð.

Süleymaniye Vakfi

Hreyfingin var stofnuð af Abdülaziz Bayındır, tyrkneskum guðfræðiprófessor. Samtökin gagnrýndu opinberlega tyrkneska trúarráðið (Diyanet). Viðhorf þeirra eru ólík tyrkneskum súnnímúslimum, þar sem þeir hafna nánast öllum hadíðum því þeir telja að þær séu ekki ósviknar og hafi því ekkert trúarlegt vald. Stefnuskrá Süleymaniye Vakfı er: „Gegn lygum hefðarinnar, munum við fyrirskipa fatwa eingöngu byggt á Kóraninum“.

Áberandi Kóranistar

  • Caner Taslaman (1968), tyrkneskur fræðimaður, sérfræðingur um Kóraninn og rithöfundur. Þekktur fyrir verk sín á kenningunni um Miklahvell og vísindalegri uppbyggingu Kóransins.
  • Kassim Ahmad (1933-2017) varmenntamaður frá Malasíu, rithöfundur, skáld og kennari, þekktur fyrir að hafna valdi hadíða. Hann var stofnandi Kóranistasamfélags Malasíu. Hann var handtekinn fyrir að hafa „kommúnískar hugmyndir“ árið 1976 og sleppt úr haldi 1981. Rétt fyrir andlát hans var hann að þýða Kóraninn á malajísku.
  • Gamal al-Banna (1920-2013) var egypskur rithöfundur og verkalýðssinni. Hann var yngri bróðir Hassans al-Banna, sem stofnaði Bræðralag Múslima.
  • Mustafa İslamoğlu (fæddur 1960), tyrkneskur guðfræðingur, skáld og rithöfundur. Hann var gagnrýndur í Tyrklandi og fékk líflátshótanir fyrir hugmyndir sínar sem byggðu á rökfræði ofar hefð og höfnun á valdi ákveðinna hadíða, sem hann áleit sem fölsun.
  • Rashad Khalifa (1935-1990), egypsk-bandarískur lífefnafræðingur og íslamskur umbótasinni. Í bók hans Kóraninn, hadíður og íslam (Quran, Hadith and Islam) og ensk þýðing hans á Kóraninum hélt Khalifa því fram að Kóraninn einn væri höfuðuppspretta Íslam, þá bæði hvað varðar trúna og iðkun hennar. Hann var ráðinn af dögum af hefðarsinnum þann 31. janúar 1990.
  • Hassan al-Maliki (1970) frá Sádí-Arabíu er rithöfundur, rannsakandi, íslamskur sagnfræðingur og íslamskur fræðimaður sem færður var fyrir rétt af sádi-arabískum stjórnvöldum fyrir að boða skoðanir sem stjórnvöld töldu að stönguðust á við hugmyndir um íslam. Skoðunum Al Maliki hefur verið lýst sem kóranískum, hófsömum, umburðarlyndum og andstæðar þeirri ofbeldisfullu og ströngu hugmyndafræði sem Wahhabismi boðar.
  • Irshad Manji (1968) kanadískur kennari og rithöfundur.
  • Ahmed Subhy Mansour (1949) er egypsk-bandarískur íslamskur fræðimaður. Hann stofnaði lítinn hóp kóranista, en var gerður brottrækur frá Egyptaland og býr nú í Bandaríkjunum sem pólitískur flóttamaður. He was exiled from Egypt for his views and is now living in the United States as a political refugee.
  • Chekannur Maulavi (1936; hvarf 29. júlí 1993) framsækinn íslamskur klerkur sem bjó í Edappal í Malappuram-hverfinu í Kerala á Indlandi. Hann var þekktur fyrir sínar umdeildu og óhefðbundu túlkanir á íslam sem hann byggði eingöngu á Kóraninum. Hann hvarf þann 29. júlí 1993 undir dularfullum kringumstæðum og talið er að hann sé látinn.
  • Yaşar Nuri Öztürk (1951-2016) var tyrkneskur guðfræðiprófessor, lögfræðingur, dálkahöfundur og fyrverandi meðlimur tyrkneska þingsins. Hann hefur haldið margar ráðstefnur um íslamska heimspeki sem og mannréttindi í Tyrklandi, Bandaríkjunum, Evrópu, Mið-austurlöndum og á Balkanskaganum. Árið 1990 játuðu meðlimir öfgasamtakanna Hinnar miklu austur-íslömsku árásarfylkingar, skamstafað İBDA-C á tyrknesku, að þeir hefðu ætlað að ráða hann af dögum. Öztürk lést 2016 af völdum magakrabbameins.
  • Ahmad Rashad (1949), er bandarískur íþróttalýsandi (starfar mest fyrir NBC Sports) og fyrrverandi atvinnmaður í knattspyrnu. Ahmad Rashad lærði arabísku og lestur á Kóraninum hjá leiðbeinanda sínum Rashad Khalifa.,
  • Mohamed Talbi (1921-2017) var sagnfræðingur og prófessor frá Túnis. Hann var stofnandi Association Internationale des Musulmans Coraniques (AIMC) eða Alþjóðlega samtök kóranískra múslima.
  • Edip Yüksel (1957) er kúrdísk-bandarískur heimspekingur, lögfræðingur, talsmaður kóranista og rithöfundur, en hann hefur skrifað bækur á borð við Nineteen: God's Signature in Nature and Scripture, Manifesto for Islamic Reform og er meðhöfundur Quran: A Reformist Translation. Hann kenndi heimspeki og rökfræði í  Pima Community College sem og læknisfræðilega siðfræði og hegningarlög við Brown Mackie College.

Tengt efni

Punktar

Heimildir

Viðbótarlestur

  • Aisha Y. Musa, Hadith as Scripture: Discussions on the Authority of Prophetic Traditions in Islam, New York: Palgrave, 2008. ISBN 0-230-60535-4.
  • Ali Usman Qasmi, Questioning the Authority of the Past: The Ahl al-Qur'an Movements in the Punjab, Oxford University Press, 2012. ISBN 0-195-47348-5.
  • Daniel Brown, Rethinking Tradition in Modern Islamic Thought, Cambridge University Press, 1996. ISBN 0-521-65394-0.

Tags:

Kóranismi HugtökKóranismi KennisetningKóranismi SaganKóranismi Áberandi samtökKóranismi Áberandi KóranistarKóranismi Tengt efniKóranismi PunktarKóranismi HeimildirKóranismi ViðbótarlesturKóranismiArabískaHadíðaKóranÍslam

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

Kjarnorkuslysið í TsjernobylKúbudeilanÍslenski fáninnVenusHöfuðlagsfræðiJafndægurSeyðisfjörðurListi yfir ráðuneyti ÍslandsMarseilleWrocławListi yfir afskriftir fyrirtækja í kjölfar efnahagshrunsins 2008ÁsynjurÍslensk krónaIndlandTSýslur ÍslandsÓðinnKólumbíaGyðingarFeðraveldiJárnWikiVÍslenska stafrófiðNorðursvæðiðListi yfir þjóðvegi á ÍslandiMannsheilinnÞekkingarstjórnunMKanaríeyjarAuður Eir VilhjálmsdóttirTálknafjörðurÍslenska þjóðfélagið (tímarit)Víktor JanúkovytsjHektariÓlafur Ragnar GrímssonPóstmódernismiSvalbarðiAmazon KindleJapanListi yfir HTTP-stöðukóðaÞjóðvegur 1Gagnrýnin kynþáttafræðiSaga GarðarsdóttirStofn (málfræði)Friðrik Þór FriðrikssonAgnes MagnúsdóttirSkákOpinbert hlutafélagFöstudagurinn langiÞursaflokkurinnOrkaGervigreindDanmörkPerúFreyrSilfurMargrét ÞórhildurTröllOtto von BismarckKænugarðurEinhverfaKreppan mikla1951NasismiDaði Freyr PéturssonEldgígur18 KonurAtlantshafsbandalagiðÁsgrímur JónssonVersalasamningurinnListi yfir morð á Íslandi frá 2000AlþingiMarshalláætluninListi yfir landsnúmerMúsíktilraunir🡆 More