Jacinto Benavente

Jacinto Benavente y Martínez (12.

ágúst">12. ágúst 186614. júlí 1954) var spænskt leikskáld sem kunnastur er fyrir að hljóta Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 1922.

Jacinto Benavente
Jacinto Benavente

Ævi og störf

Jacinto Benavente fæddist í Madríd, yngsti sonur þekkts barnalæknis. Hann sýndi ungur áhuga á leiklist við litla hrifningu föður síns sem barði allar slíka tilburði niður með harðri hendi. Olli þetta drengnum miklu hugarangri og fjallaði hann síðar um þunglyndi sitt í æsku. Að kröfu hins stranga föður hóf Benavente verkfræðinám árið 1882 en hvarf frá því þremur árum síðar þegar faðir hans lést. Þess í stað sneri Benavente sér að ferðalögum og ritstörfum.

Benavente og móðir hans voru afar náin og bjuggu þau saman allt þar til hún dó árið 1922. Sjálfur dó höfundurinn í hárri elli ókvæntur og barnlaus, sem varð til að ýta undir vangaveltur ýmissa bókmenntafræðinga um samkynhneigð hans.

Laust fyrir aldamótin 1900 sló Benavente í gegn sem leikskáld. Hann sendi frá sér leikrit í stríðum straumum og næstu áratugina lauk hann við tvö til þrjú verk á ári. Árið 1920 varð hann leikhússtjóri Þjóðleikhúss Spánar og tveimur árum síðar hlaut hann Nóbelsverðlaunin í bókmenntum, annar spænskra höfunda. Hann gat þó ekki tekið á móti verðlaununum í eigin persónu, þar sem hann var á sama tíma í leikferð um Argentínu.

Spænska borgarastyrjöldin setti strik í reikninginn hjá Benavente líkt og öðrum listamönnum. Hann reyndi að bera kápuna á báðum öxlum, studdi fasistastjórn Franco í orðu kveðnu og bar blak af samverkamönnum nasista í ræðu og riti. Engu að síður treystu fasistar honum illa vegna frjálslyndra viðhorfa hans fyrri stuðnings við Spænska lýðveldið. Fyrir vikið lentu verk hans stundum á svörtum lista en var hampað á öðrum tímum. Leikrit Benavente nutu alla tíð mikilla vinsælda meðal spænsks almennings, sem sem kann að hafa stuðlað að því að menntamenn og gagnrýnendur voru oft neikvæðir í þeirra garð.

Sigríður Thorlacius þýddi leikverkið „Af litlu tilefni“ eftir Benavente og var það flutt í Ríkisútvarpinu árið 1971.

Tilvísanir

Tags:

12. ágúst14. júlí18661954LeikskáldNóbelsverðlaunin í bókmenntumSpánn

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

GullFreyrPáskadagurEvrópska efnahagssvæðiðÍslensk sveitarfélög eftir flatarmáliKonungar í JórvíkRagnhildur GísladóttirMyndhverfingSjálfbær þróunDalabyggðFákeppniNafnhátturÉlisabeth Louise Vigée Le BrunSkapahárOfviðriðStórar tölurAserbaísjanKári Stefánsson2005TímabeltiDyrfjöllHringadróttinssaga2007HvannadalshnjúkurSnjóflóðHeiðlóaAdolf HitlerPersóna (málfræði)XXX RottweilerhundarKúveitTeknetínRio de JaneiroNorræn goðafræðiIHelArgentínaMichael JacksonAtlantshafsbandalagiðBúddismiWUngverjalandSpennaMars (reikistjarna)Ragnar loðbrókKría20. öldinGuðmundur Franklín JónssonÍslensk matargerðTjaldurVigur (eyja)SkotfæriHugrofBítlarnirÞorsteinn Már BaldvinssonEdda FalakEmomali RahmonEllen DeGeneresHeimdallurKínaSkyrSegulómunMinkurAtviksorðHólar í HjaltadalSankti PétursborgÖlfusáJólaglöggEfnahagskreppan á Íslandi 2008–2011GervigreindVífilsstaðir🡆 More