Ísland Idol: Íslenskir sjónvarpsþættir

Idol (hét áður Idol stjörnuleit) er íslenska útgáfan af breska raunveruleikaþættinum Pop Idol og eru sýndir á Stöð 2.

Þættirnir voru vinsælir á Íslandi og ganga út á söngkeppni þar sem þátttakendur keppast um að verða Idol stjarna Íslands. Dómarar velja hver komast upp úr áheyrnarprufunum, en sjónvarpsáhorfendur velja með símakosningu hvaða keppendur komast áfram í hverjum þætti og sigra. Keppendur þurfa að vera á aldrinum 16-30 ára.

Idol
Ísland Idol: Dómarar og kynnar, Keppendur og sigurvegarar, Tengt efni
Opinbert plakat 5. þáttaraðainnar
Einnig þekkt semIdol stjörnuleit
TegundRaunveruleikasjónvarp
Búið til af
  • Saga Film
  • Stöð 2
Byggt áPop Idol
Kynnir
Dómarar
UpprunalandÍsland
FrummálÍslenska
Fjöldi þáttaraða6
Framleiðsla
Aðalframleiðandi
  • 2003-2009:
  • Þór Freysson
  • 2022-2023:
  • Eva Georgs Ásudóttir
Framleiðandi2022-2023:
  • Björgvin Harðarson
  • Lúðvík Páll Lúðvíksson
Upptaka2022-2023:
  • Björgvin Harðarson
  • Lúðvík Páll Lúðvíksson
Klipping2022-2023:
  • Fannar Scheving Edwardsson
  • Karolína Bæhrenz
  • Lúðvík Páll Lúðvíksson
  • Snorri Sigbjörn Jónsson
  • Ómar Daði Kristjánsson
Lengd þáttar54-76 mínútur
Útsending
Upprunaleg sjónvarpsstöðStöð 2
Sýnt2003 – 9. febrúar 2024
Tenglar
IMDb tengill

Þættirnir hófu göngu sína árið 2003 undir nafninu Idol stjörnuleit og urðu til fjórar þáttaraðir þangað til að þáttunum lauk árið 2009. Í júní 2022 var tilkynnt að ný þáttaröð yrði sýnd um haustið, en í þetta skiptið hétu þættirnir einfaldlega Idol.

Fimmta þáttaröðin, sem voru 10 þættir, hófst 25. nóvember 2022 og lokaþátturinn var sýndur 10. febrúar 2023 þar sem Saga Matthildur stóð uppi sem sigurvegari. Sjötta þáttaröðin hófst 24. nóvember 2023.

Dómarar og kynnar

Dómarar í fyrstu tveimur þáttaröðum voru Bubbi Morthens, Sigga Beinteins og Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson. Í þriðju þáttaröð komu Páll Óskar Hjálmtýsson og Einar Bárðarson inn í staðinn fyrir Þorvald Bjarna Þorvaldsson. Í fjórðu þáttaröð voru dómarar Jón Ólafsson, Selma Björnsdóttir og Björn Jörundur Friðbjörnsson. Í fimmtu og sjöttu þáttaröð eru dómarar Herra Hnetusmjör, Birgitta Haukdal, Bríet og Daníel Ágúst.

Kynnar í fyrstu fjórum þáttaröðum voru Sigmar Vilhjálmsson og Jóhannes Ásbjörnsson, sem voru þekktir sem tvíeykið Simmi og Jói. Kynnar í fimmtu og sjöttu þáttaröð eru Aron Már Ólafsson (Aron Mola) og Sigrún Ósk Kristjánsdóttir. Tónlistarstjóri í fimmtu og sjöttu þáttaröð er Magnús Jóhann Ragnarsson.

Dómarar í Idol eftir árum
Sería Ár Kynnir Dómari 1 Dómari 2 Dómari 3 Dómari 4
1 2003 - 2004 Simmi og Jói Bubbi Mothens Sigga Beinteins Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson
2 2004 - 2005
3 2005 - 2006 Páll Óskar Einar Bárðarson
4 2008 - 2009 Jón Ólafsson Selma Björnsdóttir Björn Jörundur Friðbjörnsson
5 2022 - 2023 Aron Mola og Sigrún Ósk Herra Hnetusmjör Birgitta Haukdal Bríet Daníel Ágúst
6 2023 - 2024

Keppendur og sigurvegarar

Sigurvegarar

Aðeins einn keppandi stendur uppi sem sigurvegari og er valinn af sjónvarpsáhorfendum með símakosningu.

Sigurvegarar í Idol eftir árum
Sería Ár Sigurvegari
1 2003 - 2004 Kalli Bjarni
2 2004 - 2005 Hildur Vala
3 2005 - 2006 Snorri Snorrason
4 2008 - 2009 Hrafna Hanna
5 2022 - 2023 Saga Matthildur
6 2023 - 2024 Anna Fanney

Þáttaröð 1

Fyrsta þáttaröðin var sýnd frá 2003 til 2004. Níu keppendur komust áfram í beinar útsendingar. Anna Katrín Guðbrandsdóttir, Jón Sigurðsson og Kalli Bjarni komust áfram í úrslitaþáttinn þar sem Kalli Bjarni stóð uppi sem sigurvegari.

Þáttaröð 2

Önnur þáttaröðin var sýnd frá 2004 til 2005. Tíu keppendur komust áfram í beinar útsendingar. Aðalheiður Ólafsdóttir og Hildur Vala Einarsdóttir komust í úrslitaþáttinn þar sem Hildur Vala stóð uppi sem sigurvegari.

Þáttaröð 3

Þriðja þáttaröðin var sýnd frá 2005 til 2006. Tólf keppendur komust áfram í beinar útsendingar. Rapparinn Emmsje Gauti mætti í áheyrnarprufur, en komst ekki áfram. Ingó Veðurguð tók þátt og lenti í sjötta sæti. Ína og Snorri komust í úrslitaþáttinn þar sem Snorri stóð uppi sem sigurvegari.

Skýring:

      Sigurvegari
      Í öðru sæti
      Í einu af 3 neðstu sætum kvöldsins
      Í einu af 2 neðstu sætum kvöldsins
      Komst ekki áfram í næsta þátt
Keppendur sem komust í beinar útsendingar
Sæti Keppandi 27. jan 3. feb 10. feb 17. feb 24. feb 3. mar 10. mar 17. mar 24. mar Undanúrslit

31. mar

Úrslit

7. apr

1 Snorri N3 Sigurvegari
2 Ína Valgerður N2 N2 Í öðru sæti
3 Bríet Sunna N3 N3 N2 Datt út
4 Ragnheiður Sara N3 N3 N2 N2 Datt út
5 Alexander Aron N2 Datt út
6 Ingólfur N2 Datt út
7 Guðrún Lára N2 N3 Datt út
8 Eiríkur N2 N2 Datt út
9 Elfa Björk Datt út
10 Tinna Björk N3 Datt út
11 Angela Ingibjörg N3 Datt út
12 Margrét Guðrún Datt út

Þáttaröð 4

Eftir þrjár Idol stjörnuleit seríur í röð á árunum 2003 til 2006, fóru þættirnir í hlé og sneru aftur árið 2009 með fjórðu þáttaröðina. Um 1.600 einstaklingar sóttu um að taka þátt. Áheyrnarprufurnar fóru fram á Hilton-hótelinu í Reykjavík. Anna Hlín Sekulic og Hrafna Hanna Elísa Herbertsdóttir komust í útslitin þar sem Hrafna stóð uppi sem sigurvegari.

Þáttaröð 5

Í júní 2022 var tilkynnt um nýja þáttaröð undir nafinu Idol. Viku síðar var tilkynnt að dómarar væru Herra Hnetusmjör, Birgitta Haukdal, Bríet og Daníel Ágúst. Kynnar þáttanna voru Aron Már Ólafsson og Sigrún Ósk Kristjánsdóttir. Verðlaun fyrir sigurvegarann voru vinningar að andvirði tveggja milljóna króna og samningur við Universal Music AS í Noregi um útgáfu og dreifingu á stuttskífu.

Í júní var opnað fyrir skráningu þátttakenda. Fólki bauðst líka að mæta í áheyrnarprufur hjá framleiðendum þáttarins. Þær fóru fram á 5 stöðum á landinu í ágúst. Af tæplega eitt þúsund umsækjendum voru um hundrað manns sem sungu fyrir dómarana. Upptökur og áheyrnarprufur fyrir dómana hófust í september í myndveri Stöðvar 2 á Suðurlandsbraut. Útsendingar hófust þann 25. nóvember á Stöð 2. Þættirnir voru sýndir á föstudögum og urðu tíu talsins. Þrír þættir sýndu frá dómaraprufum. Tveir þættir sýndu frá miðstigi keppninnar sem fór fram í Salnum í Kópavogi. Fimm þættir voru sýndir í beinni útsendingu. Beinar útsendingar fóru fram í kvikmyndaverinu í Gufunesi. Átta keppendur komust áfram í beinar útsendingar þar sem áhorfendur réðu útslitum þeirra með símakosningu. Beinar útsendingar hófust 13. janúar og úrslitaþáttur fór fram 10. febrúar. Kjalar Martinsson Kollmar og Saga Matthildur Árnadóttir komust í útslitin þar sem Saga Matthildur stóð uppi sem sigurvegari.

Skýring:

      Sigurvegari
      Í öðru sæti
      Í einu af 3 neðstu sætum kvöldsins
      Komst ekki áfram í næsta þátt
Keppendur sem komust í beinar útsendingar
Sæti Keppandi 8 manna úrslit 7 manna úrslit 5 manna úrslit Undanúrslit Úrslit
1 Saga Matthildur Neðstu 3 Sigurvegari
2 Kjalar Neðstu 2 Í öðru sæti
3 Bía Neðstu 3 Datt út
Símon Grétar Datt út
5 Guðjón Smári Datt út
6 Ninja Datt út
Þórhildur Helga Neðstu 3 Datt út
8 Birgir Örn Datt út

Þáttaröð 6

Skráning hófst fyrir sjöttu þáttaröðina í mars 2023, skömmu eftir að síðusu þáttaröð lauk. Dómarar og kynnar voru áfram þau sömu og í síðustu þáttaröð á undan. Prufur fóru fram í maí víðsvegar um land. Upptökur og dómarapufur hófust í ágúst í myndveri Stöðvar 2. Útsendingar hófust 24. nóvember 2023 á Stöð 2. Þættirnir voru sýndir á föstudögum og voru tólf talsins. Þrír þættir sýndu frá dómaraprufum. Fjórir þættir sýndu frá miðstigi keppninnar sem fór fram í október á Rokksafninu í Reykjanesbæ. Fimm þættir voru sýndir í beinni útsendingu.

Átta keppendur komust áfram í beinar útsendingar þar sem áhorfendur réðu útslitum þeirra með símakosningu. Beinar útsendingar hófust 12. janúar og fóru fram í Fossaleyni í Grafarvogi. Um 450-500 sæti voru í boði fyrir áhorfendur í salnum og það seldist upp á öll kvöldin. Miðar á úrslitakvöldið seldust upp á innan við mínútu. Úrslitaþáttur fór fram 9. febrúar. Anna Fanney Kristinsdóttir, Björgvin Þór Þórarinsson og Jóna Margrét Guðmundsdóttir komust í útslitin þar sem þau fluttu öll eitt lag og sá keppandi sem hlaut fæst atkvæði datt út. Anna Fanney og Jóna Margrét komust áfram í aðra umferð þar sem þær sungu lagið „Skýjaborgir“ sem var samið af Halldóri Gunnari Pálssyni, Baldvini Hlynssyni og Unu Torfadóttur fyrir þáttinn. Anna Fanney stóð uppi sem sigurvegari.

Skýring:

      Sigurvegari
      Í öðru sæti
      Í einu af 3 neðstu sætum kvöldsins
      Komst ekki áfram í næsta þátt
Keppendur sem komust í beinar útsendingar
Sæti Keppandi 12. janúar 19. janúar 26. janúar Undanúrslit

2. febrúar

Úrslit

9. febrúar

1 Anna Fanney Sigurvegari
2 Jóna Margrét Neðstu 3 Í öðru sæti
3 Björgvin Neðstu 3 Datt út
4 Stefán Óli Neðstu 3 Datt út
5 Ólafur Jóhann Neðstu 3 Datt út
Elísabet Datt út
7 Birgitta Neðstu 3 Datt út
8 Rakel Datt út

Tengt efni

Tenglar

Tilvísanir

Tags:

Ísland Idol Dómarar og kynnarÍsland Idol Keppendur og sigurvegararÍsland Idol Tengt efniÍsland Idol TenglarÍsland Idol TilvísanirÍsland IdolBretlandPop IdolStöð 2

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

2024Íslenska kvótakerfiðGylfi Þór SigurðssonHótel- og veitingaskólinnLýðræðiStari (fugl)BerlínSkuldabréfSúrefnismettunarmælingDag HammarskjöldHafnarstræti (Reykjavík)The BoxTinAfturbeygt fornafnPedro 1. BrasilíukeisariEnglandIðnbyltinginSeljalandsfossNo-leikurVíetnamstríðiðIvar Lo-JohanssonPortúgalManntjónStrom ThurmondStuðmennStella í orlofiLögverndað starfsheitiGaldra–LofturFyrsti vetrardagurColossal Cave AdventureÞrymskviðaAlþingiskosningar 2017FæreyjarListi yfir íslensk skáld og rithöfundaHávamálEgils sagaKötturIngibjörg Sólrún GísladóttirBloggSteinselja1. deild karla í knattspyrnu 1967SkörungurÍslenskt mannanafnKötlugosCSSPerúÓpersónuleg sögnSuðvesturkjördæmiSvampdýrNíðhöggurJón GnarrBesti flokkurinnKleópatra 7.Halla TómasdóttirSlóvenskaSteypireyðurSakharov-verðlauninListi yfir íslenska tónlistarmennBjarnfreðarsonHöfuðbókJóhanna Guðrún JónsdóttirMenntaskólinn í ReykjavíkHelförinGuðmundur Sigurjónsson HofdalStýrikerfiBergþóra SkarphéðinsdóttirBakkavörHólmavíkTjaldurBrekkuskóliEvrópusambandiðKópavogurVestmannaeyjaflugvöllurHandknattleikssamband ÍslandsTölvaListi yfir forsætisráðherra ÍslandsLotukerfiðBikarkeppni karla í knattspyrnu🡆 More