Heittrúarstefna

Heittrúarstefna eða píetismi var trúarhreyfing innan lútherstrúar á 18.

öldin">18. öld. Heittrúarstefnan blandaði áherslu kalvínisma og hreintrúarstefnu á trúrækni einstaklingsins við lútherska rétttrúnaðinn. Uppruni hreyfingarinnar er rakinn til kenninga þýska guðfræðingsins Philipp Jakob Spener sem var á þeirri skoðun að ofuráhersla á lútherskan rétttrúnað kæfði kristilegt líferni. 1675 gaf hann út ritið Pia desideria þar sem hann setti fram helstu hugmyndir sínar um endurreisn hinnar lifandi kirkju.

Heittrúarstefna
Philipp Jakob Spener var upphafsmaður heittrúarstefnunnar.

Heittrúarstefnan náði hámarki sínu um miðja 18. öld og átti þátt í því (með áherslu sinni á reynslu einstaklingsins) að skapa grundvöll upplýsingarinnar sem hún var þó í andstöðu við. Heittrúarstefnan hafði áhrif á stofnun Schwarzenau-bræðralagsins og meþódistakirkjunnar á 18. öld.

Áhrifa heittrúarstefnunnar á Íslandi gætti einkum eftir umbætur Harboes um miðja 18. öld, en Vídalínspostilla Jóns Vídalíns biskups sem kom út 1718-20 var undir nokkrum áhrifum frá stefnunni. Tilskipun um ferminguna frá árinu 1741 er einna merkust þeirra umbóta en sú tilskipun kvað á um að ferming yrði almenn skylda og uppfræða ætti börn í trúnni svo þau gætu endurnýjað skírnarheit sitt.

Tilvísanir

Heimild

  • Kristni á Íslandi, III bindi bls. 302-305

Tags:

18. öldinGuðfræðiHreintrúarstefnaKalvínismiLútherstrúTrúÞýskaland

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

Draumur um NínuBloggFæreyjarÁrnessýslaMarie AntoinetteBleikjaKvikmyndahátíðin í CannesLýsingarorðWikipediaStríðSjávarföllRíkisútvarpiðKatrín JakobsdóttirKalda stríðiðFramsóknarflokkurinnDísella LárusdóttirAdolf HitlerGeysirKýpurSumardagurinn fyrstiLómagnúpurISBNBaldurHarry PotterÞKjartan Ólafsson (Laxdælu)StigbreytingEigindlegar rannsóknirHellisheiðarvirkjunHvalfjörðurÍslenski fáninnÍslenska kvótakerfiðFáni SvartfjallalandsAlþingiskosningar 2017Bjarkey GunnarsdóttirMosfellsbærKlóeðlaEyjafjallajökullJakob 2. EnglandskonungurHerra HnetusmjörÍslenska stafrófiðSýndareinkanetMaríuerlaMicrosoft WindowsÓslóHákarlGísla saga SúrssonarErpur EyvindarsonFramsöguhátturVerðbréfListi yfir fylki og yfirráðasvæði Bandaríkjanna eftir stærðLýðstjórnarlýðveldið KongóGrameðlaFáni FæreyjaB-vítamínHeilkjörnungarForsetakosningar á Íslandi 2024Egill Skalla-GrímssonÞorriFriðrik DórKjarnafjölskyldaÖspFnjóskadalurMorðin á SjöundáBesta handrit á Kvikmyndahátíðinni í CannesKnattspyrnufélagið ValurStuðmennFornaldarsögurHringtorgÍrlandHarry S. TrumanSkákHvalfjarðargöngStöng (bær)Grikkland🡆 More