Abdrabbuh Mansur Hadi: Forseti Jemen

Abdrabbuh Mansur Hadi (f.

1. september 1945) er jemenskur stjórnmálamaður og fyrrum herforingi sem naut alþjóðlegrar viðurkenningar sem forseti Jemen. Hadi tók við embætti forseta landsins í kjölfar jasmínbyltingarinnar árið 2012 og gegndi því til ársins 2022 að orðinu til en eiginleg völd hans voru þá orðin lítil sem engin vegna yfirstandandi borgarastyrjaldar í landinu. Þar sem bæði höfuðborgin Sana og önnur stærsta borgin, Aden, hafa fallið í hendur uppreisnarmanna hafði Hadi aðsetur í Ríad í boði sádi-arabískra bandamanna sinna. Hadi sagði af sér sem forseti í apríl 2022 og framseldi vald sitt sérstöku leiðtogaráði.

Abdrabbuh Mansur Hadi
عبدربه منصور هادي
Abdrabbuh Mansur Hadi: Forseti Jemen
Abdrabbuh Mansur Hadi árið 2013.
Forseti Jemen
Í embætti
27. febrúar 2012 – 7. apríl 2022
ForsætisráðherraAli Muhammad Mujawar
Mohammed Basindawa
Khaled Bahah
Ahmed Obaid Bin Dagher
Maeen Abdulmalik Saeed
VaraforsetiKhaled Bahah
Ali Mohsen al-Ahmar
ForveriAli Abdullah Saleh
EftirmaðurRashad al-Alimi (sem formaður leiðtogaráðs)
Persónulegar upplýsingar
Fæddur1. september 1945 (1945-09-01) (78 ára)
Abyan, Adennýlendunni (nú Jemen)
StjórnmálaflokkurAlþýðufylkingin
StarfHermaður, stjórnmálamaður

Æviágrip

Abrabbuh Mansur Hadi fæddist árið 1945 á tíma breskra nýlenduyfirráða í Jemen. Hann útskrifaðist úr hernaðarháskóla í Jemen árið 1966 og nam við herskóla í Egyptalandi og Sovétríkjunum á áttunda áratugnum. Á næstu árum gegndi hann ýmsum ábyrgðarstöðum í her Suður-Jemen en eftir að sitjandi stjórn landsins bað ósigur í borgarastríði árið 1986 flúði hann til nágrannaríkisins Norður-Jemen ásamt forseta landsins.

Norður- og Suður-Jemen sameinuðust í eitt ríki árið 1990 en árið 1994 kom til borgarastyrjaldar þegar sunnanmenn reyndu að lýsa yfir sjálfstæði sínu á ný. Í stríðinu barðist Hadi með stjórn Ali Abdullah Saleh, forseta Jemen, og var útnefndur varnarmálaráðherra í stjórn hans. Eftir sigur þeirra í stríðinu var Hadi síðan útnefndur varaforseti Jemen árið 1994.

Árið 2012 neyddist Saleh til að segja af sér sem forseti Jemen í kjölfar fjöldamótmæla sem brutust út í arabíska vorinu. Saleh lét völdin ganga til Hadi, sem var síðan kjörinn forseti í kosningum sem haldnar voru þann 23. febrúar árið 2012. Hadi var eini frambjóðandinn á kjörseðlunum og samkvæmt opinberum talningum hlaut hann 99,8% atkvæða með um 66% kjörsókn. Þrátt fyrir forsetaskiptin hélt Saleh þó verulegum völdum sem formaður Alþýðufylkingarinnar, stjórnarflokksins sem þeir Hadi tilheyrðu báðir. Eftir að Hadi hvatti Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna til að samþykkja refsiaðgerðir gegn Saleh árið 2014 var hann rekinn úr stjórn flokksins og margir ráðherrar í ríkisstjórn hans sem hliðhollir voru Saleh sögðu af sér.

Haustið 2014 tókst uppreisnarher Hútí-fylkingarinnar að hertaka stóra hluta Jemen. Í byrjun árs hertóku Hútar höfuðborgina Sana, hnepptu Hadi í stofufangelsi og neyddu hann til að tilkynna afsögn sína úr embætti forseta. Hadi tókst hins vegar að flýja úr haldi til borgarinnar Aden, þar sem hann afturkallaði þvingaða afsögn sína og hóf að setja saman eigin ríkisstjórn. Í borgarastyrjöldinni sem fylgt hefur í kjölfarið nýtur stjórn Hadi alþjóðlegrar viðurkenningar og ríkulegs hernaðarstuðnings frá Sádi-Arabíu, sem óttast að Hútar njóti stuðnings keppinauta Sáda í Íran.

Þann 11. ágúst árið 2019 glataði stjórn Hadi yfirráðum í Aden þegar Umbreytingaráð suðursins, samtök sem vilja endurheimta sjálfstæði Suður-Jemen, snerist gegn Hadi og hertók borgina með hjálp Sameinuðu arabísku furstadæmanna.

Hadi hefur nú aðsetur í Ríad, höfuðborg Sádi-Arabíu, og hefur aðeins fengið að ferðast til og frá Jemen með velþóknun sádi-arabískra stjórnvalda, sem annast mestallan stríðsreksturinn í nafni stjórnar hans.

Þann 7. apríl 2022 tilkynnti Hadi að hann hygðist stíga til hliðar og framselja sérstöku leiðtogaráði völd sín sem forseti.

Tilvísanir


Fyrirrennari:
Ali Abdullah Saleh
Forseti Jemen
(27. febrúar 20127. apríl 2022)
Eftirmaður:
Rashad al-Alimi
(sem formaður leiðtogaráðs)


Tags:

AdenBorgarastyrjöldin í Jemen (2014–)JasmínbyltinginJemenRíadSanaSádi-Arabía

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

Kúba2016SætistalaListi yfir útvarpsstöðvar á ÍslandiJórdaníaÍslensk sveitarfélög eftir mannfjöldaFrançois WalthéryÍslenskaNorskaIðnbyltinginArsenKristbjörg KjeldRamadanFyrsti vetrardagurSturlungaöldÍslenskir stjórnmálaflokkarBreiðholtSvarfaðardalurNafnorðEmbætti landlæknisBiblíanLeikurGyðingdómurGervigreindHugtök í nótnaskriftLíffélagKísillÓákveðið fornafnGunnar HelgasonBretlandSkemakenningMeðaltalAlkanar9Listi yfir íslenskar stafsetningar- og málfræðivillurFjárhættuspilKirkjubæjarklausturVíkingar1999Seðlabanki ÍslandsAlbert EinsteinAfríkaSiglunesKínaViðlíkingBandamenn (seinni heimsstyrjöldin)Emomali RahmonDaniilJöklar á ÍslandiBrúneiSovétríkinFimmundahringurinnLögbundnir frídagar á ÍslandiSifEggert ÓlafssonTLögaðiliListi yfir morð á Íslandi frá 2000MexíkóMollKalsínÍsafjörðurMajor League SoccerMyndmálMaría Júlía (skip)MánuðurÍbúar á ÍslandiGísli á UppsölumAgnes MagnúsdóttirPálmasunnudagurBoðhátturSólinCristiano RonaldoEiffelturninnFallorðSérsveit ríkislögreglustjóra1951🡆 More