Ungbarnadauði

Ungbarnadauði er dauði barns á fyrsta aldursári.

Tíðni ungbarnadauða er skilgreind sem fjöldi látinna barna 12 mánaða og yngri á hver 1.000 börn sem fæðast lifandi. Vöggudauði, óútskýrt skyndilegt andlát barns undir 12 mánaða aldri, er ein orsök ungbarnadauða. Barnadauði er dauði barna undir fimm ára aldri, og burðarmálsdauði er dauði fósturs eða nýbura, eftir 22 vikna meðgöngu og áður en barnið er 28 daga gamalt.

Ungbarnadauði
Heimskort sem sýnir tíðni ungbarnadauða í ólíkum löndum.

Ástæður ungbarnadauða eru margvíslegar og tengjast meðal annars sjúkdómum, umhverfisþáttum og efnahagslegum þáttum. Algengar orsakir ungbarnadauða eru köfnun í fæðingu, lungnabólga, fæðingargallar, vandamál í meðgöngu eða við fæðingu, nýburasýking, niðurgangur, malaría, mislingar og vannæring. Skortur á læknisþjónustu á meðgöngu, áfengisneysla, reykingar og eiturlyfjaneysla, eru meðal áhrifaþátta. Tíðni ungbarnadauða tengist mörgum öðrum breytum eins og menntunarstigi móður, umhverfisaðstæðum, samfélagslegum innviðum og heilbrigðisþjónustu. Aðgerðir eins og bætt hreinlætisaðstaða, aðgangur að hreinu drykkjarvatni, bólusetningar gegn algengum smitsjúkdómum og aðrar lýðheilsuráðstafanir draga úr tíðni ungbarnadauða.

Árið 1990 létust 8,8 milljón börn undir 12 mánaða aldri í heiminum. Árið 2015 var þessi tala komin niður í 4,6 milljónir. Tíðni ungbarnadauða minnkaði úr 65 í 29 andlát á 1.000 fæðingar á heimsvísu á sama tíma. Árið 2017 létust 5,4 milljón börn fyrir fimm ára aldur, en árið 1990 var þessi tala 12,6 milljónir. Talið er að hægt væri að fyrirbyggja 60% þessara andláta með tiltölulega einföldum aðgerðum eins og samfelldri brjóstagjöf, bólusetningum og bættri næringu.

Tíðni ungbarnadauða

Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum voru eftirtalin fimm lönd með hæsta tíðni ungbarnadauða 2015-2020:

Land eða landsvæði Tíðni ungbarnadauða 2015-2020
Ungbarnadauði  Mið-Afríkulýðveldið 81,90
Ungbarnadauði  Síerra Leóne 80,77
Ungbarnadauði  Tjad 74,50
Ungbarnadauði  Sómalía 69,31
Ungbarnadauði  Miðbaugs-Gínea 66,13

Samkvæmt sömu heimild voru eftirtalin fimm lönd með lægsta tíðni ungbarnadauða 2015-2020:

Land eða landsvæði Tíðni ungbarnadauða 2015-2020
Ungbarnadauði  Ísland 1,25
Ungbarnadauði  Hong Kong 1,32
Ungbarnadauði  Singapúr 1,63
Ungbarnadauði  Finnland 1,71
Ungbarnadauði  Japan 1,76

Tilvísanir

Tags:

BarnBarnadauðiBurðarmálsdauðiDauðiFósturVöggudauði

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

SjómannadagurinnKnattspyrnudeild ÞróttarGeorges PompidouÁgústa Eva ErlendsdóttirHringadróttinssagaGuðrún PétursdóttirVestmannaeyjarJóhannes Sveinsson KjarvalListi yfir íslensk póstnúmerGuðni Th. JóhannessonLakagígarBjarkey GunnarsdóttirRagnhildur GísladóttirÍslenskir stjórnmálaflokkarJafndægurSagan af DimmalimmHljómarGrameðlaEgill ÓlafssonJapanForseti ÍslandsÞór (norræn goðafræði)Margit SandemoHallgrímur PéturssonKatlaÍslenski fáninn1974Jakob Frímann MagnússonTaugakerfiðHeiðlóaIcesaveSmáríkiIngólfur ArnarsonSauðféKeflavíkÞorriNæfurholtBergþór PálssonÁsgeir ÁsgeirssonIndriði EinarssonOk1918VikivakiForsetakosningar á Íslandi 2020ÁrbærMæðradagurinnHallgerður HöskuldsdóttirListi yfir landsnúmerGunnar HelgasonHrafnNorður-ÍrlandRisaeðlurÍslensk krónaKínaJesúsListi yfir páfaVerg landsframleiðslaMiltaKírúndíÓðinnSýndareinkanetXHTMLPáll ÓskarRjúpaMagnús Kjartansson (tónlistarmaður)EddukvæðiBotnlangiSöngkeppni framhaldsskólannaHeyr, himna smiðurKóngsbænadagurKárahnjúkavirkjunISO 8601HrefnaTímabelti🡆 More