Ráðhús Kaupmannahafnar

Ráðhús Kaupmannahafnar stendur við Ráðhústorgið í Kaupmannahöfn.

Ráðhús Kaupmannahafnar
Ráðhús Kaupmannahafnar

Það er teiknað af Martin Nyrop, sem var undir innblæstri frá Ráðhúsinu í Siena á Ítalíu, en hann var valinn eftir samkeppni. Húsið var byggt á árunum 1892-1905 og var opinberlega vígt 12. september 1905.

Mest áberandi á húsinu eru framhlið þess, gyllt stytta af Absalon Hróarskeldubiskupi yfir svölunum og hár turn á hlið byggingarinnar. Ráðhústurninn er 105,6m að hæð og þar með ein af hæstu byggingum Kaupmannahafnar, efst í turninum eru klukka og bjöllur, en hljóðið í bjöllunum er mjög þekkt meðal Dana enda leikið kl. 12:00 daglega á DR sem og á nýársnótt kl. 00:00. Síðan 8. október 2003 hefur hádegishringingin verið spiluð af upptöku, en áður var hún send út beint úr turninum. Önnur þekkt klukka er í húsinu, en það er heimsklukka Jens Olsens.

Fyrir aftan ráðhúsið er Ráðhúsgarðurinn, sem hægt er að komast inn í frá H. C. Andersens Boulevard og Vester Voldgade. Forveri garðsins á fyrri hluta 20. aldar náði meðfram öllu ráðhúsinu á milli því og þáverandi Vester Boulevard. Hann hvarf í byrjun 6. áratugsins þegar sú gata var lögð aftur í tengslum við smíði Langebro, en þá tók gatan einnig nafn H. C. Andersen.

Saga

Ráðhús Kaupmannahafnar 
Eldra ráðhús Kaupmannahafnar, frá 1815

Áður en Ráðhúsið var flutt að Ráðhústorginu hefur það staðið á á öðrum stöðum. Fyrsta ráðhús Kaupmannahafnar stóð við Gamla torg. Annað ráðhúsið stóð við Bispegård á horni Nørregade og Studiestræde, sem Kaupmannahafnarháskóli tók yfir árið 1479. Þá var flutt í þriðja ráðhúsið, sem var við á Gamla torgi/Nýja torgi, og stóð það hús til ársins 1728 þegar það brann niður í brunanum í Kaupmannahöfn.

Fjórða ráðhúsið var byggt á svipuðum stað 1728 og var teiknað af J.C. Ernst og J.C. Krieger en það brann niður 1795. Í dag er hægt að sjá á Gamla torgi hvar ráðhúsin tvö stóðu í hellulögnunum á torginu.

Það var síðan ekki fyrr en 1815 sem fimmta ráðhúsið var byggt við Nýja torg sem bæði var ráðhús og dómshús. Það hús stendur enn og hýsir í dag Bæjardómstól Kaupmannahafnar. Það var notað sem ráðhús til ársins 1903.

Tenglar

Tags:

Kaupmannahöfn

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

Grikkland hið fornaKúariðaMarokkóMorð á ÍslandiHuginn og MuninnRagnhildur GísladóttirLandhelgisgæsla ÍslandsJafndægurLettlandAfstæðishyggjaVestmannaeyjagöngListi yfir fugla ÍslandsBretlandListi yfir elstu manneskjur á ÍslandiFramsóknarflokkurinnGuðmundur Franklín JónssonÁbendingarfornafnGuðni Th. JóhannessonKoltvísýringurSpjaldtölvaBrennu-Njáls sagaFlugstöð Leifs EiríkssonarTorfbærMarie AntoinetteRio de JaneiroLatibærStóridómurKartaflaSiðaskiptin á ÍslandiFermingBríet (söngkona)Auður djúpúðga KetilsdóttirListi yfir lönd og útliggjandi yfirráðasvæði eftir stærðLjóstillífunSvíþjóðSukarnoSeðlabanki ÍslandsÍslenskar mállýskurSamheitaorðabókSendiráð ÍslandsEgyptalandKjördæmi ÍslandsTékklandAdam SmithStefán MániBlóðsýkingTenerífeWayne RooneyJosip Broz TitoFornafnMýrin (kvikmynd)VöluspáÖræfajökullLeifur MullerÞjóðbókasafn BretlandsMengunHvalfjarðargöngDonald TrumpLokiBRóbert Arnfinnsson - Ef ég væri ríkurEignarfallsflóttiStofn (málfræði)HeimsálfaTívolíið í KaupmannahöfnVopnafjörðurEgill ÓlafssonBjarni FelixsonAlþjóðasamtök um veraldarvefinnXGrágásUmmálIðunn (norræn goðafræði)HelgafellssveitFallin spýtaBoðháttur🡆 More