Paul M. Clemens

Paul M.

Clemens, fæddur Páll Melsteð Jónsson f. 1870 - d. 14. október 1966 var Vestur-Íslendingur sem starfaði sem arkitekt vestanhafs áður en nokkur Íslendingur hafði aflað sér slíkrar menntunar í gamla landinu. Hann fæddist í Reykjavík, sonur Jóns Þorkelssonar og Ingibjargar konu hans. Fjölskyldan flutti til Chicago árið 1884 og tók þá upp ættarnafnið Clemens, sem talið er ensk aðlögun að nafninu Klemensson, en ættfaðirinn Runólfur Klemensson hafði um tíma verið forstjóri Innréttinganna í Reykjavík.

Ævi og störf

Páll eða Paul nam arkitektúr í Chicago og starfaði við teiknistofur í Illinois. Á fyrri hluta ferils síns var hann áhugasamur um stjórnmál og skrifaði m.a. róttækar greinar um efnahagsmál undir dulnefni. Árið 1900 fékk hann leyfi frá störfum sínum í Illinois til að heimsækja foreldra sína sem höfðu flutt til Íslendingasamfélagsins í Winnipeg, það sem átti að vera stutt heimsókn reyndist verða tveir áratugir. Hann stofnaði eigin arkitektastofu og sinnti fjölda verkefna fyrir vestur-íslenska athafnamenn.

Eftir Paul M. Clemens liggja byggingar af ýmsu tagi, s.s. kirkjur og iðnaðarbyggingar. Hann var einnig ötull þátttakandi í hvers kyns arkitektasamkeppnum og liggja því eftir hann fjöldi teikninga af mannvirkjum sem ekki urðu að veruleika en bera vitni um færni hans og höfundareinkenni. Árið 1903 vann Paul hugmyndir að höfuðstöðvum Landsbankans en uppdrátturinn mun ekki hafa borist til viðkomandi yfirvalda og kom því ekki fyrir sjónir almennings á Íslandi.

Tenglar

Tags:

14. október18701966ChicagoInnréttingarnarReykjavíkRunólfur Klemensson

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

FrakklandElly VilhjálmsFirefoxAgnes MagnúsdóttirHugræn atferlismeðferðVerg landsframleiðslaFjalla-EyvindurGuðrún frá LundiSuðurskautslandiðKalda stríðiðWikiFjallagrösJörundur hundadagakonungur1. öldinÞingvallavatnListi yfir morð á Íslandi frá 2000Íslensk mannanöfn eftir notkun/Einn nafnhafiStóra-LaxáBlóðsýking1896Tilgáta CollatzHarmleikur almenningannaÞórshöfn (Færeyjum)MatarsódiArnaldur IndriðasonHeimspekiSkyrSkytturnar þrjárHættir sagnaDymbilvikaSnorra-Edda17. öldinNafnhátturMaríuerlaTungustapiLeifur MullerKúariðaMiðgarðsormurPrótínLangreyðurSnorri HelgasonLatínaXXX RottweilerhundarSamtvinnunIðunn (norræn goðafræði)MúsíktilraunirSund (landslagsþáttur)BlóðbergOfviðriðSkotfæriSjálfstæðisflokkurinnKínaAuðunn rauðiFlokkur fólksinsSkoll og HatiRaufarhöfnEyjafjallajökullFalklandseyjarLitáenNapóleonsskjölinVopnafjörðurUppstigningardagurSkjaldbakaUmmálEilífðarhyggjaKristniFaðir vorÍsbjörnEþíópíaÞýskalandLettlandPlatonTvinntölurY1568🡆 More