Margrét Indriðadóttir: íslensk fjölmiðlakona

Margrét Indriðadóttir (28.

október">28. október 1923 - 18. maí 2016) var fréttastjóri Ríkisútvarpsins frá 1968-1986. Margrét var fyrst kvenna á Norðurlöndum sem ráðin var fréttastjóri á ríkisfjölmiðli.

Margrét fæddist á Akureyri og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1943. Að námi loknu starfaði hún sem blaðamaður á Morgunblaðinu í þrjú ár og hafði þar m.a. umsjón með sérstakri kvennasíðu. Árið 1947 lauk Margrét BA-prófi í blaðamennsku frá School of Journalism við Minnesota háskóla í Bandaríkjunum.

Eftir heimkomuna frá Bandaríkjunum starfaði Margrét um hríð á Morgunblaðinu og Tímanum en árið 1949 varð hún fyrsta konan sem ráðin var til starfa á fréttastofu Ríkisútvarpsins. Hún varð fréttastjóri árið 1968 og varð fyrst kvenna á Norðurlöndum sem ráðin var í stöðu fréttastjóra á ríkisfjölmiðli.

Margrét hlaut ýmsar viðurkenningar fyrir störf sín, þar á meðal Nordfag-verðlaunin árið 1991 en það eru verðlaun norrænna Samtaka starfsmannafélaga ríkisútvarps og -sjónvarps og riddarakross Hinnar íslensku fálkaorðu árið 2007.

Eiginmaður Margrétar var rithöfundurinn Thor Vilhjálmsson og áttu þau tvo syni, Örnólf Thorsson forsetaritara og Guðmund Andra Thorsson rithöfund og alþingismann.

Ítarefni

Tilvísanir


Tags:

18. maí1923201628. októberRíkisútvarpið

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

HeiðlóaHarry PotterWikiC++Menntaskólinn í ReykjavíkMaríuhöfn (Hálsnesi)Halla TómasdóttirHarvey WeinsteinÍslenska sjónvarpsfélagiðSnæfellsnesFrakklandCarles PuigdemontSólmánuðurListi yfir lönd og útliggjandi yfirráðasvæði eftir stærðPatricia HearstTjörn í SvarfaðardalAlþingiskosningar 2021ReykjanesbærJakobsvegurinnFáni SvartfjallalandsForsetakosningar á ÍslandiLokiParísarháskóliBloggDjákninn á MyrkáListi yfir íslensk mannanöfnSólstöðurNellikubyltinginCharles de GaullePáskarFíllAftökur á ÍslandiGregoríska tímataliðStuðmennWillum Þór ÞórssonÁrni BjörnssonKristján 7.AlþingiSnæfellsjökullFáni FæreyjaSkotlandSagan af DimmalimmFrumtalaHvalirHellisheiðarvirkjunVerg landsframleiðslaKrónan (verslun)TjaldurDísella LárusdóttirLuigi FactaGrindavíkGarðar Thor CortesFyrsti maíSkaftáreldarHrefnaMiltaGuðrún PétursdóttirBandaríkinJón Múli ÁrnasonBikarkeppni karla í knattspyrnuVikivakiLánasjóður íslenskra námsmannag5c8ySýslur ÍslandsÁsgeir ÁsgeirssonHvalfjarðargöngBergþór PálssonYrsa SigurðardóttirIstanbúlSjómannadagurinnLögin úr söngleiknum Deleríum BúbónisAlþingiskosningarRúmmálSteinþór Hróar SteinþórssonGunnar HámundarsonListi yfir forsætisráðherra Íslands🡆 More