Landnámsmenn Á Íslandi: Listi yfir þá er námu land á Íslandi

Landnámsmenn á Íslandi og landnám þeirra samkvæmt Landnámu.

Skammstafanirnar í sviga vísa til landsfjórðunga:

A

  • Arnbjörg bjó á Arnbjargarlæk í Borgarfirði. - (VFF)
  • Arndís auðga Steinólfsdóttir nam land í Hrútafirði út frá Borðeyri og bjó í Bæ. - (VFF)
  • Arngeir nam alla Melrakkasléttu milli Hávararlóns og Sveinungsvíkur. Hann bjó í Hraunhöfn. - (NLF)
  • Atli Valason nam land á Snæfellsnesi með Ásmundi syni sínum frá Furu til Lýsu. - (VFF)
  • Graut-Atli Þórisson nam eystri strönd Lagarfljóts milli Gilsár og Vallaness vestan Öxnalækjar. - (AFF)
  • Auðólfur nam Hörgárdal niður frá Þverá til Bægisár. Hann bjó á Syðri-Bægisá. - (NLF)
  • Auðunn rauði keypti land í Hornafirði af Hrollaugi Rögnvaldssyni frá Hömrum til Viðborðs. Hann bjó á Hoffelli. - (AFF)
  • Auðunn skökull Bjarnarson nam Víðidal í Húnaþingi og bjó á Auðunarstöðum. - (NLF)
  • Auðunn stoti Valason nam Hraunsfjörð á Snæfellsnesi milli Svínavatns og Tröllaháls. Hann bjó í Hraunsfirði. - (VFF)
  • Auðunn rotinn Þórólfsson fékk land í Eyjafirði af Helga magra frá Hálsi til Villingadals og bjó í Saurbæ. - (NLF)
  • Auður djúpúðga Ketilsdóttir nam öll Dalalönd frá Skraumuhlaupsá að Dögurðará og bjó í Hvammi. - (VFF)

Á

  • Álfarinn Valason nam fyrstur land frá Beruvíkurhrauni til Ennis á Snæfellsnesi. - (VFF)
  • Álfgeir nam land um Álfgeirsvöllu upp til Mælifellsár og bjó á Álfgeirsvöllum. - (NLF)
  • Álfur egðski nam öll lönd utan Varmár og bjó að Gnúpum. - (SLF)
  • Án rammi fékk nyrðri strönd Seyðisfjarðar til Vestdalsár af Bjólfi. - (AFF)
  • Án rauðfeldur Grímsson keypti land af Erni milli Langaness og Stapa í Arnarfirði og bjó á Eyri. - (VFF)
  • Áni fékk land af Skalla-Grími ofan með Langá til Hafurslækjar og bjó að Ánabrekku. - (VFF)
  • Ármóður rauði Þorbjarnarson, fóstbróðir Geirleifs, nam Rauðasand. - (VFF)
  • Ásbjörn auðgi Harðarson keypti land fyrir sunnan Kjarrá, upp frá Sleggjulæk til Hvítbjarga. Hann bjó á Ásbjarnarstöðum. - (VFF)
  • Ásbjörn Reyrketilsson nam land ofan Krossár austan Markarfljóts og kallaði Þórsmörk. - (SLF)
  • Ásbjörn Össurarson nam land milli Hraunsholtslækjar og Hvassahrauns og bjó á Skúlastöðum. - (SLF)
  • Ásbrandur Þorbrandsson nam land með föður sínum og bjó í Haukadal. - (SLF)
  • Ásgeir, skipverji Hrómundar, bjó á Hamri upp frá Helgavatni. - (VFF)
  • Ásgeir kneif nam land milli Lambafellsár og Seljalandsár og bjó að Auðnum. - (SLF)
  • Ásgeir Úlfsson fékk Hlíðarlönd af Ketilbirni gamla og bjó í Ytri-Hlíð. - (SLF)
  • Ásgerður Asksdóttir nam land milli Seljalandsmúla og Markarfljóts og bjó norðan í Katanesi. - (SLF)
  • Ásgrímur Öndóttsson fékk land hjá Ásmundi bróður sínum og bjó að Nyrðri-Glerá. - (NLF)
  • Áskell hnokkan Dufþaksson nam land milli Steinslækjar og Þjórsár. Hann bjó í Áskelshöfða. - (SLF)
  • Ásmundur nam land í Þingeyrasveit út frá Helgavatni og bjó undir Gnúpi. - (NLF)
  • Ásmundur Atlason nam land með föður sínum frá Furu til Lýsu og bjó í Langaholti. - (VFF)
  • Ásmundur Öndóttsson fékk Kræklingahlíð af Helga magra og bjó að Syðri-Glerá. - (NLF)
  • Ásröður fékk öll lönd milli Gilsár og Eyvindarár af Brynjólfi gamla. Hann bjó á Ketilsstöðum. - (AFF)
  • Ávangur byggði fyrst í Botni í Hvalfirði. - (SLF)

B

  • Baugur nam Fljótshlíð alla með ráði Ketils hængs og bjó á Hlíðarenda. - (SLF)
  • Bálki Blængsson nam Hrútafjörð allan og bjó á Bálkastöðum og í Bæ. - (VFF)
  • Bárður Suðureyingur nam land frá Stíflu til Mjóadalsár. - (NLF)
  • Gnúpa-Bárður Heyangurs-Bjarnarson nam fyrst Bárðardal allan upp frá Kálfborgará og Eyjardalsá og bjó að Lundarbrekku. Hann fluttist síðar suður yfir heiðar og nam Fljótshverfi allt. Bjó hann þá að Gnúpum. - (NLF, AFF)
  • Bekan fékk land í landnámi Ketils Bresasonar milli Berjadalár og Urriðaár. Hann bjó á Bekansstöðum. - (SLF)
  • Bersi goðlaus Bálkason nam Langavatnsdal og bjó á Torfhvalastöðum. - (VFF)
  • Bjólfur nam Seyðisfjörð allan og bjó þar. - (AFF)
  • Björn nam Bjarnarfjörð. - (VFF)
  • Björn nam land upp með Rangá og bjó í Svínhaga. - (SLF)
  • Rauða-Björn nam Bjarnardal ásamt hliðardölum og keypti auk þess land af Skalla-Grími milli Gljúfurár og Gufár. Hann bjó í Dalsmynni og /eða á Rauðabjarnarstöðum. - (VFF)
  • Reyni-Björn nam land milli Kerlingarár og Hafursár og bjó að Reyni. - (AFF)
  • Sléttu-Björn nam hinn vestra dal í Saurbæ með ráði Steinólfs. Hann bjó á Sléttu-Bjarnarstöðum. - (VFF)
  • Björn gullberi nam Lundarreykjadal milli Grímsár og Flókadalsár. Hann bjó á Gullberastöðum. - (SLF)
  • Björn sviðinhorni nam Álftafjörð nyrðra inn frá Rauðuskriðu og Sviðinhornadal. - (AFF)
  • Skjalda-Björn Herfinnsson nam land frá Straumnesi til Dranga og bjó í Skjalda-Bjarnarvík. - (VFF)
  • Sleitu-Björn Hróarsson nam land milli Grjótár og Deildarár. Hann bjó á Sleitu-Bjarnarstöðum. - (NLF)
  • Björn austræni Ketilsson nam land milli Hraunsfjarðar og Stafár og bjó í Bjarnarhöfn. - (VFF)
  • Skinna-Björn Skeggjason nam Miðfjörð og Línakradal. Hann bjó á Reykjum í Miðfirði. - (NLF)
  • Brúni hvíti Háreksson nam land milli Mjóadalsár og Úlfsdala. Hann bjó á Brúnastöðum. - (NLF)
  • Brynjólfur gamli Þorgeirsson var fyrst í Eskifirði, en nam síðan Fljótsdal ofan Hengifossár og Gilsár, Skriðdal og Völluna út til Eyvindarár. - (AFF)
  • Bröndólfur Naddoddsson nam Hrunamannahrepp ásamt Mávi og bjó að Berghyl. - (SLF)
  • Böðmóður nam land milli Drífandi og Fjarðarár og upp til Böðmóðshorns. Hann bjó í Böðmóðstungu. - (AFF)
  • Böðólfur Grímsson nam Tjörnes allt milli Tunguár og Óss. - (NLF)
  • Böðvar hvíti Þorleifsson nam alla dali inn frá Leiruvogi og Múla. Hann bjó að Hofi. - (AFF)

D

  • Dufan, leysingi Ánar rauðfelds, bjó í Dufansdal. - (VFF)
  • Dufþakur fékk land af Katli hæng og bjó í Dufþaksholti. - (SLF)
  • Dýri nam Dýrafjörð og bjó að Hálsum. - (VFF)

E

  • Egill rauði nam Norðurfjörð og bjó á Nesi. - (AFF)
  • Eilífur nam Odda upp til Reyðarvatns og Víkingslækjar. - (SLF)
  • Eilífur Örn Atlason nam land frá Mánaþúfu að Gönguskarðsá og Laxárdal og bjó þar. - (NLF)
  • Eilífur auðgi Önundarson fékk Höfðalönd af Ketilbirni gamla og bjó í Höfða. - (SLF)
  • Lón-Einar keypti Lónland undir Jökli af Sigmundi Ketilssyni og bjó þar. - (VFF)
  • Einar Þorgeirsson helgaði sér Öxarfjörð ásamt Vestmanni og Vémundi. - (NLF)
  • Eiríkur nam Keldudal sunnan Dýrafjarðar, Sléttanes og allt til Stapa. - (VFF)
  • Eiríkur snara nam land frá Ingólfsfirði til Veiðileysu og bjó í Trékyllisvík. - (VFF)
  • Eiríkur Hróaldsson nam land frá Giljá um Goðdali og ofan til Norðurár. Hann bjó að Hofi í Goðdölum. - (NLF)
  • Eiríkur rauði Þorvaldsson ruddi lönd í Haukadal og bjó á Eiríksstöðum, nam síðar Brokey og Öxney, síðast Eiríksfjörð á Grænlandi. - (VFF)
  • Erpur Meldúnsson, leysingi Auðar, fékk Sauðafellslönd. - (VFF)
  • Eyfröður gamli nam eystri tunguna milli Kaldakvíslar og Hvítár. Hann bjó í Tungu. - (SLF)
  • Eysteinn digri nam land austan Geirlandsár og bjó í Geirlandi. - (AFF)
  • Eysteinn meinfretur Álfsson nam Hrútafjarðarströnd eystri. - (NLF)
  • Eysteinn Hranason keypti Meðallönd af Eysteini digra og bjó að Skarði. - (AFF)
  • Eysteinn Rauðúlfsson nam land niður frá Bægisá til Kræklingahlíðar og bjó að Lóni. - (NLF)
  • Eysteinn Þorsteinsson byggði Fagradal. - (AFF)
  • Eyvindur byggði Mjóafjörð. - (AFF)
  • Eyvindur fékk land af Steinunni frænku sinni milli Kvíguvogabjarga og Hvassahrauns. - (SLF)
  • Eyvindur auðkúla nam allan Svínadal og bjó á Auðkúlustöðum. - (NLF)
  • Eyvindur hani fékk land af Öndóttssonum og bjó í Hanatúni (síðar kallað Marbæli). - (NLF)
  • Eyvindur karpi nam land milli Almannafljóts og Geirlandsár og bjó að Fossi. - (AFF)
  • Eyvindur kné nam Álftafjörð og Seyðisfjörð. - (VFF)
  • Eyvindur sörkvir nam Blöndudal. - (NLF)
  • Eyvindur Herröðarson nam Eyvindarfjörð. - (VFF)
  • Eyvindur Loðinsson nam Flateyjardal upp til Gunnsteina. - (NLF)
  • Eyvindur Þorsteinsson nam Reykjadal ofan Vestmannsvatns eftir að hafa rekið Náttfara burt. Hann bjó á Helgastöðum. - (NLF)
  • Eyvindur vopni Þorsteinsson nam allan Vopnafjörð frá Vestradalsá og bjó í Krossavík ytri. - (AFF)

F

  • Finngeir Þorsteinsson, skipverji Geirröðar, fékk land af honum í Álftafirði og bjó á Kársstöðum. - (VFF)
  • Finni nam Finnafjörð og Viðfjörð. - (AFF)
  • Finnur auðgi Halldórsson nam land sunnan Laxár að Kalmannsá og bjó á Miðfelli. - (SLF)
  • Flosi Þorbjarnarson nam Rangárvelli austan Rangár. - (SLF)
  • Flóki, leysingi Ketils gufu, nam Flókadal milli Flókadalsár og Geirsár. Hann bjó í Hrísum. - (SLF)
  • Hrafna-Flóki Vilgerðarson nam Flókadal milli Flókadalsár og Reykjarhóls og bjó á Mói. - (NLF)
  • Freysteinn fagri nam Sandvík, Viðfjörð og Hellisfjörð. Hann bjó á Barðsnesi. - (AFF)
  • Friðleifur nam Sléttuhlíð alla og Friðleifsdal milli Friðleifsdalsár og Stafár. Hann bjó í Holti. - (NLF)
  • Friðmundur nam Forsæludal. - (NLF)

G

  • Galmi nam Galmaströnd milli Þorvaldsdalsár og Reistarár. - (NLF)
  • Geir auðgi Ketilsson, sonur Ketils blunds, bjó í Geirshlíð í Flókadal. - (SLF)
  • Geiri bjó fyrstur sunnan Mývatns á Geirastöðum. - (NLF)
  • Geirleifur Eiríksson nam Barðaströnd milli Vatnsfjarðar og Berghlíða. - (VFF)
  • Geirleifur Hrappsson nam Hörgárdal upp til Myrkár og bjó í Haganum forna. - (NLF)
  • Geirmundur Gunnbjarnarson nam tunguna milli Norðurár og Sandár. Hann bjó í Tungu. - (VFF)
  • Geirmundur heljarskinn Hjörsson nam land á Skarðsströnd frá Fábeinsá til Klofasteina, auk þess Hornstrandir frá Rytum um Horn til Straumness. Hann hafði mörg bú. - (VFF)
  • Geirólfur bjó undir Geirólfsgnúpi að ráði Bjarnar. - (VFF)
  • Geirröður nam land inn frá Þórsá að Langadalsá og bjó á Eyri. - (VFF)
  • Geirsteinn kjálki nam Kjálkafjörð og Hjarðarnes með ráði Nesja-Knjúks. - (VFF)
  • Geirríður fékk land og bústað í Borgardal af Geirröði bróður sínum. - (VFF)
  • Geirþjófur Valþjófsson nam Suðurfirði í Arnarfirði og bjó í Geirþjófsfirði. - (VFF)
  • Gils skeiðarnef nam Gilsfjörð milli Ólafsdals og Króksfjarðarmúla. hann bjó á Kleifum. - (VFF)
  • Molda-Gnúpur Hrólfsson nam land milli Kúðafljóts og Eyjarár og Álftaver allt. Hann hrökklaðist síðar undan jarðeldi og flutti þá vestur í Grindavík. - (AFF)
  • Molda-Gnúpssynir byggðu í Grindavík. - (SLF)
  • Grenjaður Hrappsson nam Þegjandadal, Kraunaheiði, Þorgerðarfell og Laxárdal neðan. Hann bjó á Grenjaðarstöðum. - (NLF)
  • Grenjuður Hermundarson nam land í Hrútafirði inn af Borðeyri og bjó að Melum ásamt Þresti bróður sínum. - (VFF)
  • Grímkell Úlfsson nam land frá Beruvíkurhrauni til Neshrauns. Hann rak burt Saxa af Saxahvoli og bjó þar. - (VFF)
  • Grímur nam land frá Giljum til Grímsgils og bjó við Grímsgil. - (SLF)
  • Grímur nam Grímsnes upp til Svínavatns. Hann bjó fyrst í Öndverðarnesi, síðan á Búrfelli. - (SLF)
  • Grímur, leysingi Skalla-Gríms, fékk Grímsdal. - (VFF)
  • Kampa-Grímur nam Köldukinn. - (NLF)
  • Skalla-Grímur Kveldúlfsson nam land milli Borgarhrauns og Hafnarfjalls og bjó á Borg á Mýrum. - (VFF, SLF)
  • Grímur háleyski Þórisson fékk land af Skalla-Grími milli Andakílsár og Grímsár. Hann bjó á Hvanneyri. - (SLF)
  • Grís, leysingi Skalla-Gríms, fékk Grísartungu. - (VFF)
  • Guðlaugur auðgi Þormóðsson nam land frá Straumfjarðará til Furu og bjó í Borgarholti. - (VFF)
  • Gunnar Úlfljótsson fékk land af Helga magra milli Skjálgdalsár og Háls. Hann bjó í Djúpadal. - (NLF)
  • Gunnólfur nam land milli Þverár og Glóðafeykisár og bjó í Hvammi. - (NLF)
  • Gunnólfur gamli Þorbjarnarson nam Ólafsfjörð austan megin ofan frá Reykjaá út til Vámúla. Hann bjó á Gunnólfsá. - (NLF)
  • Gunnólfur kroppa Þórisson nam Langanes allt fyrir utan Helkunduheiði og Gunnólfsvík. Hann bjó í Fögruvík. - (AFF)
  • Gunnsteinn Gunnbjarnarson nam Skötufjörð, Laugardal og Ögurvík til Mjóafjarðar með Halldóri bróður sínum. - (VFF)

H

  • Halldór Gunnbjarnarson nam Skötufjörð, Laugardal og Ögurvík til Mjóafjarðar með Gunnsteini bróður sínum. - (VFF)
  • Hallgeir nam Landeyjar ásamt systkinum sínum Hildi og Ljót og bjó í Hallgeirsey. - (SLF)
  • Hallkell skoraði á Grím til landa og hafði sigur. Hann bjó í Hallkelshólum. - (SLF)
  • Hallsteinn fékk ytri hluta Eyrarbakka af Hásteini mági sínum. Hann bjó á Framnesi. - (SLF)
  • Hallsteinn Þórólfsson nam Þorskafjörð og bjó á Hallsteinsnesi. - (VFF)
  • Hallur goðlaus Helgason nam land með ráði Ingólfs Arnarsonar milli Leiruvogs og Mógilsár - (SLF)
  • Hallvarður súgandi nam Súgandafjörð og Skálavík til Stiga. - (VFF)
  • Haraldur hringur nam Vatnsnes að Ambáttará vestan megin og að Þverá og Bjargaósi að austan. Hann bjó að Hólum. - (NLF)
  • Hákon nam Jökuldal vestan Jökulsár fyrir ofan Teigará. Hann bjó á Hákonarstöðum. - (AFF)
  • Hámundur heljarskinn Hjörsson fékk land milli Merkigils og Skjálgdalsár af Helga magra og bjó á Espihóli syðri. - (NLF)
  • Hásteinn Atlason nam land milli Rauðár og Ölfusár til Fyllarlækjar. Hann bjó á Stjörnusteinum. - (SLF)
  • Hávarður hegri bjó í Hegranesi. - (NLF)
  • Nafar-Helgi nam land frá Flókadalsá neðan Barðs um Haganes og upp að Tunguá. Hann bjó á Grindli. - (NLF)
  • Helgi Heyangurs-Bjarnarson bjó að Rauðalæk. - (AFF)
  • Helgi magri Eyvindarson nam allan Eyjafjörð milli Sigluness og Reynisness og bjó í Kristnesi. - (NLF)
  • Helgi Hrólfsson nam land í Skutulsfirði. - (VFF)
  • Helgi bjóla Ketilsson nam Kjalarnes milli Mógilsár og Mýdalsár og bjó að Hofi. - (SLF)
  • Herólfur nam land í Breiðdalsvík út til Hvalsnesskriðna. - (AFF)
  • Herjólfur Bárðarson fékk land af Ingólfi frænda sínum milli Reykjaness og Vogs. - (SLF)
  • Herjólfur Sigurðarson nam land milli Búlandshöfða og Kirkjufjarðar. - (VFF)
  • Herjólfur Þorgeirsson nam Heydalalönd neðan Tinnudalsár og út til Ormsár. - (AFF)
  • Héðinn Þorsteinsson nam land fyrir innan Tunguheiði og bjó í Héðinshöfða. - (NLF)
  • Hildir nam Landeyjar ásamt systkinum sínum Hallgeiri og Ljót og bjó í Hildisey. - (SLF)
  • Hjalti nam Kleifarlönd og Breiðdal þar upp af. - (AFF)
  • Hjalti Þórðarson nam Hjaltadal að ráði Kolbeins og bjó að Hofi. - (NLF)
  • Hjálmólfur nam land um Blönduhlíð. - (NLF)
  • Holti nam Langadal ofan frá Móbergi og bjó á Holtastöðum. - (NLF)
  • Hrafn hafnarlykill nam land milli Hólmsár og Eyjarár og bjó í Dynskógum en færði sig svo í Lágey. - (AFF)
  • Hrafn heimski Valgarðsson nam land milli Kaldaklofsár og Lambafellsár og bjó að Rauðafelli eystra. - (SLF)
  • Hrafnkell Hrafnsson nam Hrafnkelsdal og bjó á Steinröðarstöðum. - (AFF)
  • Kráku-Hreiðar Ófeigsson fékk tunguna niður frá Skálamýri af Eiríki í Goðdölum. Hann bjó á Steinsstöðum. - (NLF)
  • Hrollaugur Rögnvaldsson nam land frá Horni til Kvíár. Hann bjó fyrst undir Skarðsbrekku í Hornafirði en síðan á Breiðabólstað í Fellshverfi. - (AFF)
  • Hrolleifur mikli Arnhallsson fékk land af Höfða-Þórði í Hrolleifsdal og bjó þar en flutti síðar í Vatnsdal. - (NLF)
  • Hrolleifur Einarsson nam land fyrir utan Öxará og bjó í Heiðabæ. - (SLF)
  • Hrosskell nam Svartárdal og Ýrarfellslönd ofan til Gilhaga með ráði Eiríks Hróaldssonar. Hann bjó að Ýrarfelli. - (NLF)
  • Hrosskell Þorsteinsson nam Hvítársíður milli Kjarrár og Fljóta. Hann bjó á Hallkelsstöðum. - (VFF)
  • Hróaldur bjóla nam land fyrir vestan Vestradalsá út til Digraness og bjó á Torfastöðum. - (AFF)
  • Hróðgeir spaki nam Hraungerðingahrepp ásamt Oddgeiri. - (SLF)
  • Hróðgeir hvíti Hrappsson nam Sandvík norðan Digraness og að Viðfirði. Hann bjó að Skeggjastöðum. - (AFF)
  • Hrólfur rauðskeggur nam Hólmslönd öll milli Fiskár og Rangár. Hann bjó að Fossi. - (SLF)
  • Hrólfur digri Eyvindarson nam land frá Lýsu til Hraunhafnarár. - (VFF)
  • Hrólfur Helgason fékk öll lönd austan Eyjafjarðarár upp frá Arnarhvoli af Helga magra föður sínum. Hann bjó á Gnúpufelli. - (NLF)
  • Hrómundur Þórisson nam Þverárdal og Þverárhlíð að Hallarmúla. Hann bjó á Hrómundarstöðum. - (VFF)
  • Hundi, leysingi Auðar, fékk Hundadal. - (VFF)
  • Hvati nam land frá Mógilslæk til Giljár og bjó á Hvatastöðum. - (NLF)
  • Hörður, skipverji Auðar, fékk Hörðadal. - (VFF)
  • Höskuldur Þorsteinsson nam land austan Laxár og bjó í Skörðuvík. - (NLF)

I

  • Ingimundur gamli Þorsteinsson nam Vatnsdal upp frá Helgavatni og Urðarvatni. Hann bjó að Hofi. - (NLF)
  • Ingjaldur Brúnason nam Ingjaldssand milli Hjallaness og Ófæru. - (VFF)
  • Ingjaldur Helgason fékk land út frá Arnarhvoli til Ytri-Þverár af Helga magra, föður sínum. Hann bjó á Efri-Þverá. - (NLF)
  • Ingólfur Arnarson nam land milli Ölfusár og Brynjudalsár í Hvalfirði og öll nes út. Hann bjó í Reykjavík. - (SLF)
  • Ingólfur sterki Ánason nam land frá Laxá að Skraumuhlaupsá og bjó á Hólmslátri. - (VFF)
  • Ingólfur Herröðarson nam Ingólfsfjörð. - (VFF)
  • Ingvar fékk land af Skalla-Grími tengdasyni sínum milli Leirulækjar og Straumfjarðar. Hann bjó á Álftanesi. - (VFF)

Í

  • Ísleifur nam land ásamt Ísröði bróður sínum milli Örnólfsdalsár og Hvítár ofan frá Sleggjulæk. Hann bjó á Ísleifsstöðum. - (VFF)
  • Ísólfur skoraði á Vilbald til landa og eignaðist milli Kúðafljóts og Skaftár. Hann bjó eftir það á Búlandi. - (AFF)
  • Ísröður nam land ásamt Ísleifi bróður sínum milli Örnólfsdalsár og Hvítár ofan frá Sleggjulæk. Hann bjó á Ísröðarstöðum. - (VFF)

J

  • Jólgeir nam land milli Rauðalækjar og Steinsholts og bjó á Jólgeirsstöðum. - (SLF)
  • Jörundur háls nam land frá Urðarvatni til Mógilslækjar og bjó á Grund undir Jörundarfelli. - (NLF)
  • Jörundur goði Hrafnsson byggði fyrir vestan Fljót þar sem síðar hétu Svertingsstaðir. - (SLF)

K

  • Kalman nam Kalmanstungu allt austur undir jökla og bjó í Kalmanstungu. - (VFF)
  • Karl nam Karlsdal upp frá Hreðavatni og bjó undir Karlsfelli. - (VFF)
  • Karl Steinröðarson nam Strönd alla frá Upsum til Míganda. - (NLF)
  • Tungu-Kári nam land milli Norðurár og Merkigils og bjó í Flatatungu. - (NLF)
  • Ketilbjörn gamli Ketilsson nam Grímsnes frá Höskuldslæk, Laugardal og Biskupstungur til Stakksár. Hann bjó á Mosfelli. - (SLF)
  • Ketill fékk land af Auði djúpúðgu frá Skraumuhlaupsá til Hörðadalsár og bjó á Ketilsstöðum. - (VFF)
  • Ketill keypti Hornafjarðarströnd af Hrollaugi frá Horni inn til Hamra. Hann bjó að Meðalfelli. - (AFF)
  • Ketill aurriði nam land með Þjórsá og bjó á Ytri-Völlum. - (SLF)
  • Ketill blundur nam land að ráði Skalla-Gríms milli Flókadalsár og Reykjadalsár upp að Rauðsgili. Hann bjó í Þrándarholti. - (SLF)
  • Ketill fíflski nam land milli Geirlandsár og Fjarðarár og bjó í Kirkjubæ. - (AFF)
  • Ketill þistill nam Þistilfjörð milli Hundsness og Sauðaness. - (NLF)
  • Ketill einhendi Auðunarson nam Rangárvelli ytri fyrir ofan Lækjarbotna. Hann bjó að Á. - (SLF)
  • Ketill Bresason nam land á Akranesi vestan Reynis til Urriðaár. - (SLF)
  • Ketill ilbreiður Þorbjarnarson nam Berufjörð hjá Reykjanesi en hafði áður numið dalina vestan Arnarfjarðar milli Kópaness og Dufansdals. - (VFF)
  • Ketill hængur Þorkelsson nam öll lönd milli Þjórsár og Markarfljóts, einkum milli Rangár og Hróarslækjar og bjó að Hofi. - (SLF)
  • Ketill hörðski Þorsteinsson fékk land í Reykjadal hjá Eyvindi bróður sínum og bjó á Einarsstöðum. - (NLF)
  • Ketill Þórisson nam land vestan Lagarfljóts milli Hengifossár og Ormsár. Hann bjó á Arneiðarstöðum. - (AFF)
  • Ketill gufa Örlygsson nam Gufufjörð og Skálanes til Kollsfjarðar. - (VFF)
  • Kjallakur Bjarnarson nam land frá Dögurðará til Klofninga og bjó á Kjallaksstöðum. - (VFF)
  • Nesja-Knjúkur Þórólfsson nam öll nes frá Kvígandafirði til Barðastrandar. - (VFF)
  • Kolbeinn klakkhöfði Atlason keypti land milli Kaldár og Hítár neðan Sandbrekku. Hann bjó á Kolbeinsstöðum. - (VFF)
  • Kolbeinn Sigmundarson nam land milli Grjótár og Deildarár, Kolbeinsdal og Hjaltadal. - (NLF)
  • Kolgrímur gamli Hrólfsson nam Hvalfjarðarströnd frá Botnsá til Kalmannsár og bjó á Ferstiklu. - (SLF)
  • Kolli nam Kollafjörð og Skriðinsenni. Hann bjó undir Felli. - (VFF)
  • Kolli nam Kollsvík í Þistilfirði og bjó þar. - (NLF)
  • Kolli Hróaldsson nam Kollafjörð, Kvígandanes og Kvígandafjörð (Kvígindisfjörð). - (VFF)
  • Kollsveinn rammi nam land milli Þverár og Gljúfurár og bjó á Kollsveinsstöðum. - (NLF)
  • Dala-Kollur Veðrar-Grímsson nam allan Laxárdal og allt að Haukadalsá. - (VFF)
  • Kolur nam land frá Fjarðarhorni til Tröllaháls og Hraunsfjarðar. Hann bjó að Kolgröfum. - (VFF)
  • Kolur Óttarsson nam land fyrir austar Reyðarvatn og Stotalæk og fyrir vestan Rangá. Hann bjó að Sandgili. - (SLF)
  • Krumur nam land á Hafranesi til Þernuness, Skrúð og aðrar úteyjar. - (AFF)

L

  • Leiðólfur kappi nam land austan Skaftár að Drífandi og bjó að Á. Annað bú átti hann á Leiðólfsstöðum. - (AFF)
  • Ljót nam Landeyjar ásamt bræðrum sínum Hallgeiri og Hildi og bjó á Ljótarstöðum. - (SLF)
  • Ljótur óþveginn nam Kelduhverfi upp frá Keldunesi. - (NLF)
  • Loðmundur gamli nam fyrst Loðmundarfjörð, fór síðar austan og nam land að nýju milli Hafursár og Jökulsár á Sólheimasandi (Fúlalækjar). Hann bjó að Sólheimum. - (AFF)
  • Loftur Ormsson nam land vestan Þjórsár til Rauðár. Hann bjó í Gaulverjabæ. - (SLF)
  • Lýtingur Arnbjarnarson nam Vopnafjarðarströnd eystri, Böðvarsdal og Fagradal. Hann bjó í Krossavík. - (AFF)

M

  • Máni nam land austan Skjálfandafljóts milli Kálfborgarár og Rauðuskriðu. Hann bjó að Mánafelli. - (NLF)
  • Hólmgöngu-Máni nam Skagaströnd inn til Fossár að vestan og Mánaþúfu að austan. Hann bjó í Mánavík. - (NLF)
  • Már Naddoddsson nam Hrunamannahrepp ásamt Bröndólfi og bjó á Másstöðum. - (SLF)

N

  • Náttfari, skipverji Garðars Svavarssonar, settist fyrstur manna að á Íslandi. Hann eignaði sér Reykjadal, en var síðar rekinn brott af Eyvindi Þorsteinssyni sem lét hann hafa Náttfaravík. - (NLF)

O

  • Oddgeir nam Hraungerðingahrepp ásamt Hróðgeiri og bjó í Oddgeirshólum. - (SLF)
  • Drumb-Oddur kom með Eyfröði gamla. Hann bjó á Drumboddsstöðum. - (SLF)
  • Ormur nam Ormsdal og bjó þar. - (NLF)
  • Hafnar-Ormur nam Melasveit frá Laxá að Andakílsá og bjó í Höfn. - (SLF)
  • Ormur mjói nam víkina milli Ennis og Höfða og rak burt Ólaf belg. Hann bjó á Fróðá. - (VFF)
  • Ormur ánauðgi Bárðarson byggði fyrst Vestmannaeyjar. - (SLF)
  • Ormur gamli Eyvindarson nam land milli Varmár, Þverár og Ölfusár. Hann bjó í Hvammi. - (SLF)
  • Ormur auðgi Úlfsson nam land með Rangá að ráði Ketils einhenda og bjó í Húsagarði. - (SLF)

Ó

  • Ófeigur grettir Einarsson fékk land af Þorbirni laxakarli milli Þverár og Kálfár. Hann bjó á Ófeigsstöðum. - (SLF)
  • Ófeigur Herröðarson nam Ófeigsfjörð. - (VFF)
  • Ólafur belgur nam land frá Enni til Fróðár og bjó í Ólafsvík en var rekinn burt. Þá nam hann Belgsdal og bjó á Belgsstöðum. Síðast nam hann inn frá Grjótvallarmúla í Gilsfirði og bjó í Ólafsdal. - (VFF)
  • Ólafur hjalti nam land að ráði Skalla-Gríms milli Grímsár og Geirsár og bjó að Varmalæk. - (SLF)
  • Ólafur jafnakollur nam land frá Langadalsá til Sandeyrarár. Hann bjó í Unaðsdal. - (VFF)
  • Ólafur tvennumbrúni nam öll Skeið milli Þjórsár, Hvítár og Sandlækjar. Hann bjó á Ólafsvöllum. - (SLF)
  • Ólafur bekkur Karlsson nam Ólafsfjörð vestan megin til Hvanndala og bjó að Kvíabekk. - (NLF)

R

  • Rauður nam land sunnan Reykjadalsár frá Rauðsgili til Gilja. Hann bjó að Rauðsgili. - (SLF)
  • Ráðormur nam land milli Rangár og Rauðalækjar og bjó í Vetleifsholti. - (SLF)
  • Reistur Ketilsson nam land milli Reistargnúps og Rauðagnúps og bjó í Leirhöfn. - (NLF)

S

  • Sighvatur rauði nam land með ráði Ketils hængs í Einhyrningsmörk ofan Deildarár. Hann bjó í Bólstað. - (SLF)
  • Sigmundur, leysingi Skalla-Gríms, fékk land milli Gljúfurár og Norðurár. Hann bjó fyrst á Haugum, síðar í Munaðarnesi. - (VFF)
  • Sigmundur Ketilsson nam land milli Hellishrauns og Beruvíkurhrauns og bjó að Laugarbrekku. - (VFF)
  • Sigmundur kleykir Önundarson nam land milli Grímsár og Kerlingarár. - (AFF)
  • Skagi Skoftason nam Eyjafjarðarströnd eystri milli Varðgjár og Fnjóskár að ráði Helga magra. Hann bjó í Sigluvík. - (NLF)
  • Skefill nam land fyrir utan Sauðá. - (NLF)
  • Skeggi Böðólfsson nam Kelduhverfi upp til Kelduness og bjó í Miklagarði. - (NLF)
  • Skjöldólfur nam land frá Skjöldólfsnesi við Fagradalsá út um Streiti allt inn að Gnúpi. - (AFF)
  • Skjöldólfur Vémundarson nam Jökuldal austan Jökulsár upp frá Hnefilsdalsá. Hann bjó á Skjöldólfsstöðum. - (AFF)
  • Skorri, leysingi Ketils gufu, nam Skorradal fyrir ofan vatn. - (SLF)
  • Snæbjörn Eyvindarson nam land milli Mjóafjarðar og Langadalsár. Hann bjó í Vatnsfirði. - (VFF)
  • Sóti nam Vesturhóp og bjó undir Sótafelli. - (NLF)
  • Steinbjörn körtur Refsson fékk land milli Vopnafjarðarár og Vestradalsár af Eyvindi vopna. Hann bjó að Hofi. - (AFF)
  • Steinfinnur Reyrketilsson nam land með Ásbirni bróður sínum og bjó á Steinfinnsstöðum. - (SLF)
  • Steingrímur trölli nam Steingrímsfjörð allan og bjó í Tröllatungu. - (VFF)
  • Steinn mjögsiglandi Vígbjóðsson nam Skógarströnd inn til Laxár og bjó á Breiðabólstað. - (VFF)
  • Völu-Steinn Þuríðarson nam Bolungarvík ásamt móður sinni og bjó í Vatnsnesi. - (VFF)
  • Steinólfur nam Hraundal til Grjótár með leyfi Skalla-Gríms og bjó í Syðra-Hraundal. - (VFF)
  • Steinólfur lági Hrólfsson nam land frá Klofasteinum til Grjótvallarmúla og bjó í Fagradal. - (VFF)
  • Steinröður Melpatrixson, leysingi Þorgríms bílds, eignaðist Vatnslönd. Hann bjó á Steinröðarstöðum. - (SLF)
  • Steinunn gamla fékk Rosmhvalanes fyrir utan Hvassahraun af Ingólfi frænda sínum. - (SLF)
  • Svartkell nam land í Kjós milli Mýdalsár og Eilífsdalsár, bjó fyrst á Kiðafelli en síðan á Eyri. - (SLF)
  • Sveinungur nam Sveinungsvík og bjó þar. - (NLF)
  • Sæmundur suðureyski nam Sæmundarhlíð alla til Vatnsskarðs og bjó á Sæmundarstöðum. - (NLF)
  • Sökkólfur, leysingi Auðar, fékk Sökkólfsdal og bjó á Breiðabólstað. - (VFF)
  • Sölvi nam land milli Hraunhafnar og Hellis. Hann bjó fyrst í Brenningi en síðar á Sölvahamri. - (VFF)

U

  • Uni Garðarsson nam land sunnan Lagarfljóts allt til Unalækjar. Hann fór síðar í Álftafjörð. - (AFF)

Ú

  • Úlfar kappi, skipverji Geirröðar, fékk land af honum umhverfis Úlfarsfell. - (VFF)
  • Úlfljótur nam Langaholt allt fyrir neðan Sæmundarlæk. - (NLF)
  • Úlfljótur (sem flutti út lög til Íslands) keypti Lónlönd af Þórði skeggja. - (AFF)
  • Úlfur nam Reykjadal vestan Laxár upp til Vestmannsvatns ásamt Vestmanni fóstbróður sínum. Hann bjó undir Skrattafelli. - (NLF)
  • Úlfur víkingur nam Úlfsdali og bjó þar. - (NLF)
  • Úlfur vörski keypti land af Hrollaugi frá Heinabergsá til Hregggerðismúla og bjó að Skálafelli. - (AFF)
  • Úlfur Grímsson, sonur Gríms háleyska, nam land milli Hvítár og jökla. Hann bjó að Geitlandi. - (SLF)
  • Úlfur skjálgi Högnason nam Reykjanes allt, milli Þorskafjarðar og Hafrafells. - (VFF)

V

  • Valþjófur Örlygsson nam Kjós og bjó á Meðalfelli. - (SLF)
  • Vestar Þórólfsson nam Eyrarlönd og Kirkjufjörð og bjó á Öndverðareyri. - (VFF)
  • Vestmaður nam Reykjadal vestan Laxár upp til Vestmannsvatns ásamt Úlfi fóstbróður sínum. - (NLF)
  • Vestmaður helgaði sér Öxarfjörð ásamt Einari Þorgeirssyni og Vémundi bróður sínum. - (NLF)
  • Veturliði Arnbjarnarson nam Borgarfjörð og bjó þar. - (AFF)
  • Vébjörn Végeirsson Sygnakappi nam land milli Skötufjarðar og Hestfjarðar. - (VFF)
  • Vékell hamrammi nam land frá Giljá að Mælifellsá og bjó að Mælifelli. - (NLF)
  • Vémundur nam Fáskrúðsfjörð allan og bjó þar. - (AFF)
  • Vémundur helgaði sér Öxarfjörð ásamt Vestmanni bróður sínum og Einari Þorgeirssyni. - (NLF)
  • Vésteinn Végeirsson nam land milli Hálsa í Dýrafirði og bjó í Haukadal. - (VFF)
  • Vilbaldur Dufþaksson nam Tunguland milli Skaftár og Hólmsár og bjó á Búlandi fyrst um sinn. - (AFF)
  • Vífill, þræll Ingólfs Arnarsonar. Ingólfur gaf honum frelsi og land og bjó hann á Vífilsstöðum. - (SLF)
  • Vífill, leysingi Auðar djúpúðgu, fékk Vífilsdal. - (VFF)

Þ

  • Þengill mjögsiglandi nam land frá Fnjóská til Grenivíkur og bjó í Höfða. - (NLF)
  • Þjóðrekur nam fyrst Breiðdal en fór svo í Berufjörð og nam hann allan og um Búlandsnes að Rauðuskriðu. Hann bjó að Skála. - (AFF)
  • Þorbjörg stöng fékk land af Skalla-Grími upp með Langá að sunnan og bjó í Stangarholti. - (VFF)
  • Þorbjörn bitra nam Bitrufjörð. - (VFF)
  • Þorbjörn blesi nam Norðurárdal sunnan ár upp frá Króki og Hellisdal allan. Hann bjó á Blesastöðum. - (VFF)
  • Þorbjörn jarlakappi keypti land af Mávi milli Selalækjar og Laxár og bjó að Hólum. - (SLF)
  • Þorbjörn kolka nam Kolkumýrar og bjó þar. - (NLF)
  • Þorbjörn krumur fékk land af Skalla-Grími utan Gufár og bjó í Hólum. - (VFF)
  • Þorbjörn laxakarl nam Þjórsárdal allan og Gnúpverjahrepp til Kálfár. Hann bjó fyrst í Miðhúsum en svo í Haga. - (SLF)
  • Þorbjörn svarti keypti land af Hafnar-Ormi frá Seleyri til Fossár. Hann bjó á Skeljabrekku. - (SLF)
  • Þorbjörn Arnbjarnarson nam Stafholtstungu milli Norðurár og Þverár og bjó í Arnarholti. - (VFF)
  • Þorbjörn loki Böðmóðsson nam Djúpafjörð og Grónes til Gufufjarðar. - (VFF)
  • Þorbjörn skúmi Böðvarsson nam hálfan Patreksfjörð og Tálknafjörð til Kópaness með tálkna bróður sínum. - (VFF)
  • Þorbjörn tálkni Böðvarsson nam hálfan Patreksfjörð og Tálknafjörð til Kópaness með skúma bróður sínum. - (VFF)
  • Þorbrandur örrek nam Silfrastaðahlíð alla upp frá Bólstaðará og Norðurárdal norðan. Hann bjó á Þorbrandsstöðum. - (NLF)
  • Þorbrandur Þorbjarnarson nam land milli Stakksár og Kaldakvíslar og efri hluta Hrunamannahrepps. Hann bjó í Haukadal. - (SLF)
  • Þorfinnur bjó fyrstur á Skeggjastöðum að ráði Þórðar hálma. - (AFF)
  • Þorfinnur strangi fékk land af Skalla-Grími fyrir utan Langá milli Leirulækjar og fjalls. Hann bjó að Fossi. - (VFF)
  • Þorfinnur máni Áskelsson nam land fyrir neðan Eyjardalsá til Landamóts og um Ljósavatnsskarð. Hann bjó að Öxará. - (NLF)
  • Þorgautur fékk land af Hrosskatli í Hvítársíðu og bjó á Þorgautsstöðum. - (VFF)
  • Þorgerður nam allt Ingólfshöfðahverfi milli Kvíár og Jökulsár og bjó að Sandfelli. - (AFF)
  • Þorgeir nam Þorgeirsfjörð og Hvalvatnsfjörð. - (NLF)
  • Þorgeir jarðlangur fékk land af Skalla-Grími upp með Langá að sunnan og bjó á Jarðlangsstöðum. - (VFF)
  • Þorgeir meldún fékk lönd af Birni ofan Grímsár og bjó í Tungufelli. - (SLF)
  • Þorgeir Ásgrímsson keypi Oddalönd af Hrafni Hængssyni milli Rangár og Hróarslækjar. Hann bjó í Odda. - (SLF)
  • Þorgeir hörski Bárðarson keypti land af Ásgeiri kneif milli Lambafellsár og Írarár. Hann bjó í Holti. - (SLF)
  • Þorgeir Þórðarson fékk land af Helga magra frá Þverá út til Varðgjár og bjó að Fiskilæk. - (NLF)
  • Þorgils knappi, leysingi Kolla Hróaldssonar, nam Knappadal (Hnappadal). - (VFF)
  • Þorgrímur bíldur nam öll lönd fyrir ofan Þverá og bjó að Bíldsfelli. - (SLF)
  • Þorkell bjálfi eignaðist lönd milli Rangár og Þjórsár og bjó í Háfi. - (SLF)
  • Þorkell bundinfóti nam land með ráði Ketils hængs umhverfis Þríhyrning og bjó undir fjallinu. - (SLF)
  • Þorkell fullspakur nam Njarðvík og bjó þar. - (AFF)
  • Þorkell hái bjó fyrstur að Grænavatni. - (NLF)
  • Þorkell kornamúli nam ásinn upp frá Kollslæk til Deildargils og bjó í Ási. - (SLF)
  • Þorkell vingnir Skíðason nam land um Vatnsskarð og Svartárdal. - (NLF)
  • Þormóður nam Grenivík og Hvallátur sem og Strönd út til Þorgeirsfjarðar. - (NLF)
  • Þormóður beigaldi fékk land af Skalla-Grími utan Gufár og bjó á Beigalda. - (VFF)
  • Þormóður gamli Bresason nam land á Akranesi sunnan Reynis til Kalmannsár og bjó á Innri-Hólmi. - (SLF)
  • Þormóður rammi Haraldsson nam Siglufjörð og Héðinsfjörð til Hvanndala og bjó á Siglunesi. - (NLF)
  • Þormóður goði Oddsson nam land með Þórði bróður sínum frá Gnúpá að Straumfjarðará og bjó á Rauðkollsstöðum. - (VFF)
  • Þormóður skafti Óleifsson fékk land af Þorbirni laxakarli austan Kálfár og bjó í Skaftaholti. - (SLF)
  • Þorsteinn kleggi nam Húsavík og bjó þar. - (AFF)
  • Þorsteinn lunan nam efri hluta Þjórsárholta ásamt Þorgilsi syni sínum. Þeir bjuggu í Lunansholti. - (SLF)
  • Þorsteinn skjálgi keypti land af Hrollaugi frá Viðborði um Mýrar til Heinabergsár. - (AFF)
  • Þorsteinn trumbubein nam land fyrir utan Leiruvog til Hvalsnessskriðna. - (AFF)
  • Þorsteinn torfi Arnbjarnarson nam Hlíð alla frá Ósfjöllum upp til Hvannár. Hann bjó að Fossvelli. - (AFF)
  • Þorsteinn tjaldstæðingur Ásgrímsson nam land að ráði Flosa Þorbjarnarsonar fyrir ofan Víkingslæk og bjó að Skarði. - (SLF)
  • Þorsteinn leggur Bjarnarson nam öll lönd frá Jökulsá í Lóni að Horni og bjó í Böðvarsholti en fór svo aftur úr landi. - (AFF)
  • Þorsteinn svarfaður Rauðsson nam Svarfaðardal að ráði Helga magra. - (NLF)
  • Þorsteinn Sigmundarson bjó fyrstur að Mývatni. - (NLF)
  • Þorsteinn Sölmundarson nam land milli Fossár og Botnsár. - (SLF)
  • Þorsteinn hvíti Ölvisson keypti land af Eyvindi vopna og bjó á Tóftavelli en flutti síðar að Hofi. - (AFF)
  • Þorvaldur Ásvaldsson nam Drangaland og Drangavík til Enginess. Hann bjó að Dröngum. - (VFF)
  • Þorvarður fékk land af Hrosskatli upp með Fljótum og bjó á Þorvarðsstöðum. - (VFF)
  • Þorviður nam land frá Mælfellsá að Giljá. - (NLF)
  • Þorviður Úlfarsson fékk land af Lofti á Breiðumýri og bjó í Vorsabæ. - (SLF)
  • Þórarinn krókur nam Króksfjörð til Hafrafells frá Króksfjarðarnesi. - (VFF)
  • Þórarinn Þorkelsson nam land með Þjórsá milli Skúfslækjar og Rauðár. - (SLF)
  • Þórbergur nam báða Langadali og bjó í hinum ytra. - (VFF)
  • Þórður slítandi nam Hörgárdal upp frá Myrká og ofan til Dranga. - (NLF)
  • Höfða-Þórður Bjarnarson nam Höfðaströnd milli Unadalsár og Hrolleifsdalsár og bjó að Höfða. - (NLF)
  • Þórður knappur Bjarnarson nam land upp frá Stíflu að Tunguá. Hann bjó á Knappsstöðum. - (NLF)
  • Þórður illugi Eyvindarson fékk land af Hrollaugi milli Jökulsár og Kvíár. Hann bjó undir Felli við Breiðá. - (AFF)
  • Þórður skeggi Hrappsson nam land í Lóni milli Lónsheiðar og Jökulsár og bjó í Bæ. Síðar fluttist hann vestur í Mosfellssveit og nam þar land með ráði Ingólfs Arnarsonar milli Úlfarsár og Leiruvogs. Bjó eftir það á Skeggjastöðum. - (AFF, SLF)
  • Þórður gnúpa Oddsson nam land með Þormóði bróður sínum frá Gnúpá að Straumfjarðará og bjó í Gnúpudal. - (VFF)
  • Þórður Víkingsson nam land norðan Dýrafjarðar milli Þúfu og Jarðfallsgils. Hann bjó í Alviðru. - (VFF)
  • Þórður Þórólfsson nam öll Tungulönd milli Lagarfljóts og Jökulsár fyrir utan Rangá. - (AFF)
  • Þórhaddur gamli nam Stöðvarfjörð allan og bjó þar. - (AFF)
  • Þórhaddur Steinsson nam Hítardal til Grjótár og allt til sjávar milli Hítarár og Kaldár. - (VFF)
  • Hvamm-Þórir nam land milli Laxár í Kjós og Fossár og bjó í Hvammi. - (SLF)
  • Þórir dúfunef nam land milli Glóðafeykisár og Djúpár og bjó á Flugumýri. - (NLF)
  • Þórir haustmyrkur nam Selvog og Krísuvík. - (SLF)
  • Þórir hávi nam Krossavík milli Gerpis og Reyðarfjarðar. - (AFF)
  • Þórir lína nam Breiðuvík og bjó þar. - (AFF)
  • Þórir þurs fékk land af Skalla-Grími upp með Langá að sunnan og bjó á Þursstöðum. - (VFF)
  • Þórir þursasprengir nam Öxnadal allan og bjó að Vatnsá. - (NLF)
  • Þórir Ásason nam Kallnesingahrepp allan og bjó á Selfossi. - (SLF)
  • Þórir Grímsson nam land um Ljósavatnsskarð. - (NLF)
  • Sel-Þórir Grímsson nam land milli Kaldár og Gnúpár neðan Knappadals. Hann bjó á Ytra-Rauðamel. - (VFF)
  • Þórir snepill Ketilsson nam Fnjóskadal allan til Ódeilu og bjó í Lundi. - (NLF)
  • Þóroddur nam land í Hrútafirði og bjó á Þóroddsstöðum. - (NLF)
  • Þórólfur brækir nam hluta af Skutulsfirði og Skálavík. - (VFF)
  • Þórólfur fasthaldi nam land frá Sandeyrará til Gýgjarsporsár í Hrafnsfirði. Hann bjó að Snæfjöllum. - (VFF)
  • Þórólfur Mostrarskegg nam Þórsnes að Stafá og Þórsá og bjó á Hofsstöðum. - (VFF)
  • Þórólfur spör nam Patreksfjörð vestan megin, Breiðuvík, Látravík og Keflavík. Hann bjó á Hvallátrum. - (VFF)
  • Þórólfur Asksson nam land að ráði Ásgerðar fyrir vestan Fljót og bjó í Þórólfsfelli. - (SLF)
  • Þórunn fékk land ofan til Víðilækjar og bjó í Þórunnarholti. - (VFF)
  • Þórunn nam Þórunnarhálsa alla. - (SLF)
  • Þrasi Þórólfsson nam land milli Jökulsár á Sólheimasandi og Kaldaklofsár. Hann bjó á Eystri-Skógum. - (SLF)
  • Þrándur mjóbeinn nam eyjar vestan Bjarneyjaflóa og bjó í Flatey. - (VFF)
  • Þrándur mjögsiglandi Bjarnarson nam land milli Þjórsár, Laxár, Kálfár og Sandlækjar. Hann bjó í Þrándarholti. - (SLF)
  • Þröstur Hermundarson nam land í Hrútafirði inn af Borðeyri og bjó að Melum ásamt Grenjuði bróður sínum. - (VFF)
  • Þuríður spákona, systir Þórunnar, átti land fyrir ofan Þórunni og bjó í Gröf. - (VFF)
  • Þuríður sundafyllir nam Bolungarvík með Völu-Steini syni sínum og bjó í Vatnsnesi. - (VFF)

Æ

  • Ævar gamli Ketilsson nam Langadal fyrir ofan Móbergsbrekkur og bjó í Ævarsskarði. - (NLF)
  • Ævar gamli Þorgeirsson dvaldi fyrst í Reyðarfirði áður en hann fékk Skriðdal ofan Gilsár af Brynjólfi bróður sínum. Hann bjó á Arnaldsstöðum. - (AFF)

Ö

  • Ölvir Eysteinsson nam land austan Grímsár og bjó í Höfða. - (AFF)
  • Öndóttur keypti land af Sleitu-Birni milli Gljúfurár og Kolbeinsáróss upp að Hálsagróf. Hann bjó í Viðvík. - (NLF)
  • Brand-Önundur nam Melrakkanes inn að Hamarsá og Kambsdal norðan Múla. - (AFF)
  • Önundur bíldur nam land austan Hróarslækjar og bjó í Önundarholti. - (SLF)
  • Önundur breiðskeggur nam alla tunguna milli Reykjadalsár og Hvítár. Hann bjó á Breiðabólstað. - (SLF)
  • Önundur vís nam Austurdal upp frá Merkigili. - (NLF)
  • Önundur Blængsson nam Kelduhverfi frá Keldunesi og bjó í Ási. - (NLF)
  • Önundur tréfótur Ófeigsson nam land frá Kleifum til Ófæru og bjó í Kaldbak. - (VFF)
  • Önundur Víkingsson nam Önundarfjörð og bjó á Eyri. - (VFF)
  • Örlygur Böðvarsson fékk land og bú í Aðalvík af Geirmundi heljarskinn og eignaðist Jökulfirði. - (VFF)
  • Örlygur gamli Hrappsson nam land með ráði Helga bjólu frá Mógilsá til Ósvífurslækjar og bjó að Esjubergi. - (SLF)
  • Örn nam land í Arnarfirði en fluttist síðar til Eyjafjarðar og fékk þar lönd af Hámundi heljarskinn. Hann bjó í Arnarnesi. - (VFF, NLF)
  • Örn gamli nam Sanddal, Mjóadal og Norðurárdal frá Króki niður að Arnarbæli. Hann bjó á Háreksstöðum. - (VFF)
  • Örnólfur nam Örnólfsdal og Kjarradal upp til Hvítbjarga. Hann bjó á Örnólfsstöðum. - (VFF)
  • Össur slagakollur nam land milli Ormsár og Rangár. - (AFF)
  • Össur hvíti Þorleifsson nam Holtalönd milli Þjórsár og Hraunslækjar. Hann bjó í Kampaholti. - (SLF)

Tags:

Landnámsmenn Á ÍslandiLandnámabók

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

KróatíaHávamálEgill Skalla-GrímssonRóbert Arnfinnsson - Ef ég væri ríkurFrançois WalthéryMedinaKlámHjartaKoltvísýringurJórdaníaSeifurHöfuðborgarsvæðiðMiðgildiEgilsstaðirPersóna (málfræði)BandaríkinSkosk gelískaÖskjuhlíðarskóliPáskarStálSlóveníaMoldóvaGuðnýLína langsokkurGrænmetiKviðdómurÓðinnMaðurEldgosaannáll ÍslandsSamtvinnunStrumparnirNorðurland vestraDrekkingarhylurVLeikurLatínaListi yfir risaeðlurListi yfir forseta BandaríkjannaSaga ÍslandsHúsavíkHelle Thorning-SchmidtTyrkjarániðEfnahagskreppan á Íslandi 2008–2011FramsöguhátturVottar JehóvaFenrisúlfurTrúarbrögðFallbeygingParís29. marsRómMenntaskólinn í ReykjavíkSeðlabanki ÍslandsSeyðisfjörðurÞingvellirGeirfuglFjármálSkjaldarmerki ÍslandsValkyrjaÁsatrúarfélagiðPóllandRæðar tölurSuðvesturkjördæmiÍsraelForsetakosningar á ÍslandiStefán MániBreiðholtAustur-Skaftafellssýsla1936FyrirtækiLaosSvissRagnarökHættir sagnaSelfossÍslensk sveitarfélög eftir flatarmáliNorræn goðafræði🡆 More