Krossferðir

Krossferðirnar voru herfarir kaþólskra evrópumanna á hendur þeim sem þeir töldu heiðingja á seinni hluta miðalda.

Aðallega voru það múslimar sem urðu fyrir barðinu á krossförunum en einnig heiðnir Slavar, gyðingar, rússneskir og grískir rétttrúnaðarsinnar, Mongólar, Katarar, Hússítar, Valdensar, Prússar og pólitískir andstæðingar páfans. Krossfarar sóru eið og hlutu syndaaflausn fyrir vikið.

Krossferðir
Kristnir menn ná Jerúsalem í fyrstu krossferðinni árið 1099.

Rétttrúnaðarkirkja austrómverska keisaradæmisins biðlaði eftir aðstoð til að verjast ágangi Seljúktyrkja í Anatólíu. Fyrsta krossferðin var farin á 11. öld, að undirlagi Úrbanusar 2. páfa, með það að markmiði að hertaka borgina helgu, Jerúsalem og Landið helga. Ríki Seljúktyrkja náði yfir Anatólíu þar sem Tyrkland er í dag og í austur alla leið til Púnjab þar sem landamæri Pakistans og Indlands liggja í dag. Krossferðir voru síðan farnar allt fram til síðari hluta 13. aldar. Hugtakið er líka notað um herferðir sem farnar voru fram á 17. öld gegn heiðingjum, villutrúarmönnum, og öðrum sem fyrir einhverjar sakir voru í ónáð hjá kirkjunni. Ósætti innan kristinna og íslamskra hópa urðu til þess að bandalög mynduðust þeirra á milli, til að mynda bandalag kirkjunnar við Soldánsdæmið Rûm á tímum fimmtu krossferðarinnar.

Krossferðirnar höfðu mikil stjórnmálaleg, efnahagsleg og félagsleg áhrif sem eimir af enn þann dag í dag. Vegna innbyrðis deilna milli kristinna ríkja og pólitískra valdhafa var takmarki sumra krossferða breytt frá því sem upphaflega var. Þannig varð Fjórða krossferðin til þess að herjað var á Konstantínópel og Austrómverska keisaradæminu var skipt á milli Feneyja og Krossfaranna. Sjötta krossferðin var fyrsta krossferðin sem farin var án formlegrar blessunar páfans. Sjöundu, áttundu og níundu krossferðunum lyktaði með sigrum Mamlúka og Hafsída en þar með lauk krossferðunum.

Listi yfir krossferðir

Krossferðir til Landsins helga

  • Fyrsta krossferðin (1095-1099)
  • Önnur krossferðin (1147-1149)
  • Þriðja krossferðin (1187-1192)
  • Fjórða krossferðin (1202-1204)
  • Barnakrossferðin (1212)
  • Fimmta krossferðin (1217-1221)
  • Sjötta krossferðin (1228-1229)
  • Sjöunda krossferðin (1248-1254)
  • Áttunda krossferðin (1270)
  • Níunda krossferðin (1271-1272)

Aðrar krossferðir

  • Norrænu krossferðirnar (1147-1293)
  • Albigensakrossferðin (1209-1229)
  • Stedingerkrossferðin (1232-1234)
  • Aragónkrossferðin (1284-1285)
  • Alexandríukrossferðin (1365)
  • Krossferð Despensers (1383)
  • Mahdia-krossferðin (1390)

Heimild

  • Fyrirmynd greinarinnar var „Crusades“ á ensku útgáfu Wiki. Sótt 25. ágúst 2008.

Tenglar

  • „Hvað er krossferð?“. Vísindavefurinn.
  • „Hvað getið þið sagt mér um Barnakrossferðina sem hófst árið 1212?“. Vísindavefurinn.
  • „Hver er lengsti tími sem stríð hefur tekið?“. Vísindavefurinn.
  • Krossferðirnar kristilegar víkingaferðir; grein í Þjóðviljanum 1964

Tags:

Krossferðir Listi yfir krossferðirKrossferðir HeimildKrossferðir TenglarKrossferðirEiðurEvrópaGríska rétttrúnaðarkirkjanGyðingarHeiðniKatararKaþólska kirkjanMiðaldirPrússlandPáfinnRússneska rétttrúnaðarkirkjanSlavarÍslam

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

Kvikmyndahátíðin í CannesÍsland í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðvaMagnús EiríkssonOkMontgomery-sýsla (Maryland)Almenna persónuverndarreglugerðinHæstiréttur ÍslandsSpánnBaldurJón GnarrKonungur ljónannaTyrkjarániðKári StefánssonAladdín (kvikmynd frá 1992)ÞjóðleikhúsiðSamfylkinginHrafninn flýgurFornafnInnflytjendur á ÍslandiHákarlEldurNúmeraplataBessastaðirSvartfuglarMelar (Melasveit)Agnes MagnúsdóttirDjákninn á MyrkáSvissDísella LárusdóttirBikarkeppni karla í knattspyrnuStari (fugl)BreiðdalsvíkSnæfellsjökullAlþýðuflokkurinnÍsafjörðurTaugakerfiðPylsaMáfarVallhumallÍslenskaMegindlegar rannsóknirKeila (rúmfræði)Lýðstjórnarlýðveldið KongóHarvey WeinsteinFimleikafélag HafnarfjarðarUppköstMargrét Vala MarteinsdóttirForsetakosningar á Íslandi 2016Gregoríska tímataliðOrkustofnunErpur EyvindarsonBrennu-Njáls sagaListi yfir morð á Íslandi frá 1970–1999Gísli á UppsölumSmokkfiskarFramsöguhátturLandnámsöldKjartan Ólafsson (Laxdælu)LýðræðiHryggsúlaLögin úr söngleiknum Deleríum BúbónisIkíngutKrónan (verslun)Myriam Spiteri DebonoEnglar alheimsins (kvikmynd)ÞjórsáWikiUppstigningardagurEgill Skalla-GrímssonParísÍslenski hesturinnHéðinn SteingrímssonTímabeltiListi yfir skammstafanir í íslenskuHrafna-Flóki VilgerðarsonHjálpHafnarfjörður🡆 More