Kais Saied: 5. og núverandi forseti Túnis

Kais Saied (f.

22. febrúar 1958) er núverandi forseti Túnis. Hann var kjörinn forseti í annarri umferð túnisku forsetakosninganna í október árið 2019. Saied hafði ekki tekið þátt í stjórnmálum áður en hann gaf kost á sér til forseta en hafði starfað sem lagaprófessor og verið varaforseti túniska Stjórnarskrárréttarfélagsins frá 1995 til 2019. Í kosningabaráttu sinni hafði hann komið fram sem andstæðingur sitjandi stjórnvalda og hafði lagt áherslu á baráttu gegn spillingu í Túnis. Saied hefur stundum verið kallaður „vélmennið“ (eða „RoboCop“, með vísun til samnefndrar kvikmyndapersónu) vegna stífrar framkomu sinnar og áherslu sinnar á lög og reglu.

Kais Saied
قيس سعيد
Kais Saied: Æviágrip, Forseti Túnis (2019–), Stjórnmálaskoðanir
Kais Saied árið 2019.
Forseti Túnis
Núverandi
Tók við embætti
23. október 2019
ForsætisráðherraYoussef Chahed
Elyes Fakhfakh
Hichem Mechichi
Najla Bouden
Ahmed Hachani
ForveriMohamed Ennaceur (til bráðabirgða)
Persónulegar upplýsingar
Fæddur22. febrúar 1958 (1958-02-22) (66 ára)
Túnis, Túnis
ÞjóðerniTúniskur
StjórnmálaflokkurÓflokksbundinn
MakiIchraf Chebil
Börn3
HáskóliTúnisarháskóli
International Institute of Humanitarian Law
StarfLögfræðingur
UndirskriftKais Saied: Æviágrip, Forseti Túnis (2019–), Stjórnmálaskoðanir

Æviágrip

Kais Saied fæddist árið 1958 í höfuðborginni Túnis og er kominn af miðstéttarfólki. Að loknu grunnnámi gekk hann í Sadiki-háskólann í Túnis. Hann nam lögfræði með áherslu á stjórnarskrárrétt og varð aðalritari túniska Stjórnarskrárréttarfélagsins frá 1990 til 1995. Hann varð síðan varaforseti félagsins frá 1995 til 2019.

Saied var forstöðumaður lagadeildar Háskólans í Súsa frá 1994 til 1999 og síðan laga- og stjórnvísindastofnunarinnar í Túnis frá 1999 til 2018. Hann var meðal lagasérfræðinga sem störfuðu hjá aðalskrifstofu hjá Arababandalaginu frá 1989 til 1990 og hjá Arabísku mannréttindastofnuninni frá 1993 til 1995.

Árin 2010 til 2011 tók Saied þátt í túnisku byltingunni gegn einræðisstjórn Zine El Abidine Ben Ali Eftir flótta Ben Ali frá Túnis hvatti Saied til þess að kallað yrði saman stjórnlagaráð. Árið 2014 sat hann í nefnd sérfræðinga sem var falið að endurskoða stjórnarskrá Túnis.

Saied ákvað að gefa kost á sér sem óháður frambjóðandi í forsetakosningum sem haldnar voru árið 2019 og mældist snemma með forskot í skoðanakönnunum. Í kosningaherferð sinni lagði Saied áherslu á baráttu gegn spillingu og á virðingu við stjórnarskrá og lög Túnis, auk þess sem hann vakti athygli á hófsömum meinlætalifnaði sínum. Mest fylgi sótti Saied til ungra landsmanna með háskólagráður.

Saied lenti í fyrsta sæti með 18,40 % atkvæða í fyrri umferð forsetakosninganna þann 15. september. Í öðru sæti var fjölmiðlajöfurinn Nabil Karoui með 15,58 %. Kosið var á milli Saied og Karoui í annarri kosningaumferð þann 13. október en þar vann Saied yfirburðasigur og hlaut 72,71 % atkvæða. Kjör hans þótti bera merki um óánægju Túnisa með ríkjandi stjórnvöld í landinu og brostnar vonir um fyrirheit byltingarinnar 2011.

Forseti Túnis (2019–)

Saied var svarinn í embætti þann 23. október 2019. Í innsetningarræðu sinni hvatti hann Túnisa til að sameinast gegn hryðjuverkum og til að tryggja áunnin réttindi túniskra kvenna, auk þess sem hann lofaði að vernda og efla efnahags- og samfélagsleg réttindi landsmanna.

Í júlí árið 2021 vék Saied forsætisráðherra sínum, Hichem Mechichi, úr embætti í kjölfar mótmæla og lét gera hlé á störfum þingsins. Hann skipaði sjálfan sig í kjölfarið forsætisráðherra og sagðist munu fara fyrir ríkisstjórn í samstarfi við bandamenn sína. Mechichi og flokksmenn hans sögðu útspil forsetans ólöglegt og sökuðu hann um að fremja valdarán.

Eftir að Saied leysti upp þingið hefur hann stjórnað Túnis með tilskipunum og hefur rekið fjölda dómara og embættismanna. Saied boðaði að atkvæðagreiðsla um nýja stjórnarskrá færi fram í júlí 2022 og að þingkosningar yrðu haldnar í desember sama ár. Útspil hans naut í upphafi talsverðs stuðnings túniskrar alþýðu en hefur frá því um áramótin 2021-22 mætt fjöldamótmælum.

Þjóðaratkvæðagreiðsla um nýja stjórnarskrá fór fram þann 26. júlí 2022. Samkvæmt opinberum talningum samþykktu um 95 prósent kjósenda að taka upp nýju stjórnarskrána. Kjörsókn var hins vegar aðeins um þrjátíu prósent þar sem stjórnarandstæðingar hvöttu til sniðgöngu á atkvæðagreiðslunni og sögðu hana ólýðræðislega og ógilda þar sem Saied réð yfir yfirkjörstjórninni.

Samkvæmt stjórnarskrárbreytingunum deilir forsetinn ekki lengur völdum sínum með þingi eða ríkisstjórn. Breytingarnar færa Saied því nálægt alræðisvaldi og gagnrýnendur þeirra segja þær hafa skert lýðræði í Túnis.

Þegar kosningar voru haldnar á nýtt þing í desember 2022 samkvæmt nýju stjórnarskránni sem Saied innleiddi sniðgekk stór hluti landsmanna þær. Kjörsókn var aðeins níu prósent og stjórnarandstæðingar tóku þessu sem staðfestingu á því að Saied væri ekki lengur réttmætur forseti landsins.

Stjórnmálaskoðanir

Saied er mótfallinn því að taka upp eðlilegt stjórnarsamband við Ísrael, sem hann segir eiga í „stríði“ við hinn íslamska heim. Hann hefur jafnað mögulegu samstarfi múslima og zíonista við „landráð“.

Hann hefur lýst yfir að samkynhneigð ætti ekki að vera tjáð opinberlega og hefur sakað erlend öfl um að reyna að breiða hana út. Hann er þó ekki fylgjandi því að menn séu fangelsaðir fyrir samkynhneigð.

Saied er fylgjandi dauðarefsingum.

Tilvísanir


Fyrirrennari:
Mohamed Ennaceur
(starfandi)
Forseti Túnis
(23. október 2019 –)
Eftirmaður:
Enn í embætti


Tags:

Kais Saied ÆviágripKais Saied Forseti Túnis (2019–)Kais Saied StjórnmálaskoðanirKais Saied TilvísanirKais SaiedTúnis

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

SkákForsetakosningar á ÍslandiKnattspyrnufélagið FramSteinþór Hróar SteinþórssonHrossagaukurKristján EldjárnParísarháskóliTíðbeyging sagnaÁstþór MagnússonTyrkjarániðRefilsaumurHvalfjarðargöngÞingvallavatnEvrópusambandiðBiskupStýrikerfiJesúsFiann PaulListi yfir lönd eftir mannfjöldaTjaldurSam HarrisEldgosaannáll ÍslandsKjördæmi ÍslandsWyomingÓlafur Ragnar GrímssonSveppirKorpúlfsstaðirJakobsvegurinnNúmeraplataStúdentauppreisnin í París 1968Bergþór PálssonFreyjaEgill Skalla-GrímssonForsetakosningar á Íslandi 1980Djákninn á MyrkáSkaftáreldarHeilkjörnungarKarlsbrúin (Prag)BerlínTékklandGæsalappirJólasveinarnirBrennu-Njáls sagaBjór á ÍslandiPáll ÓskarViðskiptablaðiðBúdapestGrindavíkMarokkóRétttrúnaðarkirkjanVallhumallVífilsstaðirGregoríska tímataliðSeldalurForsetakosningar á Íslandi 2024Listi yfir íslensk póstnúmerSvartfuglarSólstöðurPétur Einarsson (f. 1940)LaxSameinuðu þjóðirnarWayback MachineSMART-reglanÓðinnÞMatthías JohannessenÓlympíuleikarnirBaldur Már ArngrímssonSeglskútaHjaltlandseyjarHallgrímur PéturssonEldgosið við Fagradalsfjall 2021Forsíða🡆 More