Ibrahim Boubacar Keïta: Forseti Malí

Ibrahim Boubacar Keïta (29.

janúar 1945 – 16. janúar 2022), gjarnan kallaður IBK, var malískur stjórnmálamaður sem var forseti Malí frá september 2013 þar til malíski herinn steypti honum af stóli í ágúst árið 2020. Hann hafði áður verið forsætisráðherra Malí frá 1994 til 2000 og forseti malíska þingsins frá 2002 til 2007. Keïta stofnaði miðvinstriflokkinn Rassemblement pour le Mali (ísl. Fylking fyrir Malí eða RPM) árið 2001. Eftir nokkur misheppnuð framboð var Keïta kjörinn forseti Malí árið 2013 og endurkjörinn árið 2018. Hann sagði af sér þann 19. ágúst árið 2020 eftir að uppreisnarmenn úr hernum tóku hann til fanga.

Ibrahim Boubacar Keïta
Ibrahim Boubacar Keïta: Æska og menntun, Stjórnmálaferill, Forseti Malí
Ibrahim Boubacar Keïta árið 2013.
Forseti Malí
Í embætti
4. september 2013 – 19. ágúst 2020
ForsætisráðherraDjango Sissoko
Oumar Tatam Ly
Moussa Mara
Modibo Keita
Abdoulaye Idrissa Maïga
Soumeylou Boubèye Maïga
Boubou Cissé
ForveriDioncounda Traoré (starfandi)
EftirmaðurAssimi Goïta (formaður herstjórnar)
Forsætisráðherra Malí
Í embætti
4. febrúar 1994 – 15. febrúar 2000
ForsetiAlpha Oumar Konaré
ForveriAbdoulaye Sékou Sow
EftirmaðurMandé Sidibé
Persónulegar upplýsingar
Fæddur29. janúar 1945(1945-01-29)
Koutiala, franska Súdan (nú Malí)
Látinn16. janúar 2022 (76 ára) Bamakó, Malí
ÞjóðerniMalískur
StjórnmálaflokkurRassemblement pour le Mali
MakiKeïta Aminata Maiga
TrúarbrögðSúnní
Börn4
HáskóliHáskólinn í Dakar
Panthéon-Sorbonne-háskóli

Æska og menntun

Keïta fæddist í Koutiala í þáverandi frönsku Súdan. Hann gekk í gagnfræðaskólann Lycée Janson-de-Sailly í Paris og Lycée Askia-Mohamed í Bamako og hélt síðan áfram í framhaldsnám í Háskólanum í Dakar og Panthéon-Sorbonne-háskólanum í París. Keïta er með mastersgráðu í sagnfræði.

Að loknu námi vann Keïta sem rannsóknarmaður við CNRS og kenndi áfanga um stjórnmál þriðja heimsins við Panthéon-Sorbonne-háskólann. Hann sneri aftur til Malí árið 1986 og gerðist ráðgjafi Evrópska þróunarsjóðsins í fyrstu þróunarverkefnum Evrópusambandsins í landinu. Hann varð síðar framkvæmdastjóri frönsku barnahjálparsamtakanna Terre des hommes í Malí.

Stjórnmálaferill

Þegar stjórnmálaflokkurinn Bandalag fyrir lýðræði í Malí (ADEMA-PASJ) var stofnaður árið 1991 varð Keïta ritari flokksins í Afríku- og alþjóðasamskiptum. Hann var aðstoðarframkvæmdastjóri í sigursælu forsetaframboði Alpha Oumar Konaré árið 1992. Eftir að Konaré tók við forsetaembætti útnefndi hann Keïta helsta utanríkisráðgjafa og talsmann sinn í júní árið 1992. Í nóvember sama ár útnefndi Konaré Keïta svo sendherra Malí á Fílabeinsströndinni, Gabon, Búrkína Fasó og Níger.

Í nóvember árið 1993 var Keïta útnefndur utanríkisráðherra og ráðherra Afríkusamstarfs. Þann 4. febrúar árið 1994 útnefndi Konaré hann forsætisráðherra. Keïta hélt því embætti til ársins 2000. Keïta var kjörinn forseti ADEMA á fyrsta landsþingi flokksins í september árið 1994. Hann sagði af sér sem forsætisráðherra þann 13. september árið 1997 í kjölfar forseta- og þingkosninga en Konaré endurútnefndi hann í embættið þegar ný stjórn var mynduð þann 16. september. Keïta var endurkjörinn forseti ADEMA í október 1999. Í nóvember árið 1999 var Keïta útnefndur varaforseti Alþjóðasambands jafnaðarmanna.

Þann 14. febrúar árið 2000 neyddist Keïta til að segja af sér sem forsætisráðherra vegna innanflokksdeilna í ADEMA. Hann yfirgaf síðan flokksforystuna í október sama ár og stofnaði sinn eigin flokk, Fylkingu fyrir Malí (fr. Rassemblement pour le Mali). Keïta hefur verið leiðtogi flokksins frá stofnun hans þann 30. júní árið 2001. Hann bauð sig fram fyrir flokkinn í forsetakosningum Malí árið 2002 og vann sér stuðning margra leiðtoga og stofnana malískra múslima. Þrátt fyrir þennan stuðning efuðust margir um að stefnumál Keïta samræmdust íslamstrú og bentu á hann hefði heimilað stofnun spilavíta og happdrætta sem forsætisráðherra.

Í fyrstu umferð forsetakosninganna þann 28. apríl hlaut Keïta um 21% atkvæða og lenti í þriðja sæti á eftir Amadou Toumani Touré og Soumaïla Cissé. Hann sakaði stjórnvöld um kosningamisferli og taldi að átt hefði verið við atkvæði til að koma í veg fyrir að hann kæmist í aðra umferð. Þann 9. maí komst stjórnlagadómstóll Malí að þeirri niðurstöðu að haldið skyldi áfram til annarrar kosningaumferðar á milli Touré og Cissé þrátt fyrir að bent hefði verið á verulega vankanta á framkvæmd kosninganna. Samkvæmt stjórnlagadómstólnum vann Keïta 21,03% atkvæðanna, aðeins um 4.000 færri atkvæði en Cissé. Sama dag lýsti Keïta yfir stuðningi við kosningabandalag Touré, Espoir 2002, í annarri kosningaumferðinni. Hann lýsti sjálfum sér sem „löghlýðnum manni“ og sagði að stjórnlagadómstóllinn hefði fylgt lögum. Touré vann seinni kosningaumferðina.

Keïta var kjörinn á malíska þingið eftir þingkosningar árið 2002 í fyrstu umferð. Hann var svo kjörinn forseti þingsins þann 16. september 2002 með víðtækum stuðningi, þar á meðal stuðningi ADEMA. Hann hlaut 115 atkvæði 138 þingmanna en eini mótframbjóðandi hans, Noumoutié Sogoba, hlaut átta og fimmtán þingmenn sátu hjá.

Keïta var jafnframt kjörinn forseti framkvæmdanefndar Afríska þingmannasambandsins þann 24. október árið 2002 á ráðstefnu þess í Kartúm.

Keïta bauð sig aftur fram til forseta fyrir Fylkinguna fyrir Malí í kosningum ársins 2007. Touré vann endurkjör með yfirburðum en Keïta lenti í öðru sæti og hlaut 19,15% atkvæðanna. Keïta og aðrir mótframbjóðendur Touré kröfðust þess að kosningarnar yrðu lýstar ógiltar og vændu stjórnvöld um kosningamisferli. Stjórnlagadómstóll féllst ekki á þetta og Keïta lýsti því yfir þann 19. maí að breiðfylking stjórnarandstæðinganna myndi sætta sig við þá niðurstöðu og sigur Touré.

Keïta bauð sig fram til endurkjörs á þing í kosningum árið 2007 Kosningalisti Keïta hlaut 31,52% atkvæðanna í fyrstu umferð þann 1. júlí, litlu meira en listi óháða frambjóðandans Moussa Mara, sem hlaut 30,70%. Listi Keïta vann nauman sigur í seinni umferðinni þann 22. júlí með 51,59% atkvæða. Keïta bauð sig ekki fram til endurkjörs sem forseti þingsins.

Keïta sat á Afríkuþinginu fyrir Malí. Frá 2007 til 2008 var hann meðlimur í utanríkismálanefnd og nefnd um Afríkusamvinnu á malíska þinginu. Auk þess að sitja á malíska þinginu sat Keïta á þingi Efnahagsbandalags Vestur-Afríkuríkja.

Forseti Malí

Ibrahim Boubacar Keïta: Æska og menntun, Stjórnmálaferill, Forseti Malí 
Ibrahim Boubacar Keïta og eiginkona hans, Keïta Aminata Maiga, ásamt bandarísku forsetahjónunum Barack og Michelle Obama árið 2014.

Keïta bauð sig aftur fram til forseta í kosningum árið 2013 og þótti snemma sigurstranglegur. Hann vann kosningarnar í annarri umferð á móti Soumaïla Cissé og var svarinn í embætti þann 4. september árið 2013. Keïta hafði lofað að setja hæfni frekar en stjórnmálaskoðanir í forgang við útnefningu ráðherra og því útnefndi hann bankastarfsmanninn Oumar Tatam Ly í embætti forsætisráðherra þann 5. september. Eftir að Oumar Tatam Ly sagði af sér útnefndi Keïta Moussa Mara forsætisráðherra (frá 5. apríl 2014 til 9. janúar 2015) og síðan Modibo Keita (frá 9. janúar 2015 til 7. apríl 2018). Þegar Keita sagði af sér var Soumeylou Boubéye Maïga útnefndur forsætisráðherra en sagði af sér þann 18. apríl árið 2019 vegna fjöldamótmæla gegn fjöldamorðum malískra veiðimanna á rúmlega hundrað Fulani-hirðingjum í þorpinu Ogassagou. Þann 22. apríl 2019 útnefndi Keïta Boubou Cissé í embætti forsætisráðherra.

Þann 18. apríl 2020 frömdu malískir hermenn valdarán gegn Keïta og Cissé og handtóku þá. Daginn eftir leysti Keïta upp þingið og tilkynnti afsögn sína þar sem hann vildi ekki að „blóði yrði úthellt“ til þess að hann gæti haldið í völdin. Keïta var sleppt úr haldi þann 27. ágúst samkvæmt talsmanni nýju herstjórnarinnar.

Einkahagir

Keïta er kvæntur Keïta Aminata Maiga og á fjögur börn. Sonur hans, Karim, situr á malíska þinginu og er kvæntur dóttur Issaka Sidibé, núverandi þingforseta.

Tilvísanir


Fyrirrennari:
Abdoulaye Sékou Sow
Forsætisráðherra Malí
(4. febrúar 199415. febrúar 2000)
Eftirmaður:
Mandé Sidibé
Fyrirrennari:
Dioncounda Traoré
(starfandi)
Forseti Malí
(4. september 201319. ágúst 2020)
Eftirmaður:
Assimi Goïta
(formaður herstjórnar)


Tags:

Ibrahim Boubacar Keïta Æska og menntunIbrahim Boubacar Keïta StjórnmálaferillIbrahim Boubacar Keïta Forseti MalíIbrahim Boubacar Keïta EinkahagirIbrahim Boubacar Keïta TilvísanirIbrahim Boubacar KeïtaMalí

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

RykmýJohn FordSambaÞjóðvegur 1Bubbi MorthensParísarsamþykkt um vernd eignarréttinda á sviði iðnaðarÞeyr (hljómsveit)BragfræðiMaría 1. EnglandsdrottningForseti ÍslandsAtlantshafsbandalagiðRafsegulsviðLaufey Lín JónsdóttirMorgunblaðiðSveitarfélagið VogarC++Alejandro JodorowskyMálfrelsiÞingvellirAlsírstríðiðRauntalaRagnarökTyrkjarániðDavid BeckhamSérhljóðSvartur húmorBuffalo VirginÍslandsbankiGuðmundur frá MiðdalGarðabærPurpuriJarðskjálftar á ÍslandiSameinuðu þjóðirnarMannréttindavaktinGuðlaugur ÞorvaldssonErpur EyvindarsonGuðrún HelgadóttirListi yfir íslensk eiginnöfn kvenmannaFriðrik Ómar HjörleifssonTenerífeÞjóðfundur 2009BrandenborgarhliðiðBerlínarmúrinnKarríKjarnorkaDjákninn á MyrkáListi yfir þjóðvegi á ÍslandiSkoskaMosfellsbær1200Forsetakosningar á Íslandi 2020BarðaströndEndurnýjanleg orkaHAM (hljómsveit)AlþýðuflokkurinnSiðfræðileg sérhyggjaÞjóðleikhúsiðNapóleon BónaparteMatarsódiSveitarstjórnarkosningar á Íslandi 2022ÍslandSkjálfandiVörumerki800MaríuerlaBurkholderialesBíldudalurRúnar Freyr GíslasonJón Páll SigmarssonEkstraklasaReykjanesbærForsetakosningar á Íslandi 2016Brennu-Njáls sagaSkálholtHera Björk Þórhallsdóttir🡆 More