Guðni Ágústsson: íslenskur stjórnmálamaður

Guðni Ágústsson (f.

á Brúnastöðum í Hraungerðishreppi 9. apríl 1949) er framkvæmdastjóri Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði (SAM), fyrrverandi ráðherra og fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins. Guðni tók við formennsku flokksins eftir afsögn Jóns Sigurðssonar hinn 23. maí 2007 og gegndi formennsku í tæpa 18 mánuði. Hann var alþingismaður á árunum 1987 til 2008.

Guðni Ágústsson (GÁ)
Guðni Ágústsson: íslenskur stjórnmálamaður

Fæðingardagur: 9. apríl 1949 (1949-04-09) (75 ára)
Fæðingarstaður: Brúnastaðir í Hraungerðishreppi
Flokkur: Merki Framsóknar Framsóknarflokkurinn
Þingsetutímabil
1987-1991 í Suðurl. fyrir Framsfl.
1991-1995 í Suðurl. fyrir Framsfl.
1995-2003 í Suðurl. fyrir Framsfl.
2003-2007 í Suðurk. fyrir Framsfl.
2007-2008 í Suðurk. fyrir Framsfl.
= stjórnarsinni
Embætti
1989-1990 2. varaforseti sameinaðs þings
1995-1999 3. varaforseti Alþingis
1995-1999 Formaður landbúnaðarnefndar
1999-2007 Landbúnaðarráðherra
Tenglar
Æviágrip á vef Alþingis

Ævi

Faðir Guðna, Ágúst Þorvaldsson, var einnig þingmaður Framsóknarflokksins. Guðni var formaður Félags ungra framsóknarmanna í Árnessýslu 1972-75. Hann starfaði sem mjólkureftirlitsmaður hjá Mjólkurbúi Flóamanna árin 1976-1987. Hann sat í stjórn Hollustuverndar ríkisins 1982-86 og bankaráðs Búnaðarbanka Íslands 1990-98, þar af var hann formaður 1990-93. Hann var landbúnaðarráðherra frá 28. maí 1999 til 24. maí 2007.

17. nóvember 2008 sagði Guðni af sér þingmennsku og formennsku í Framsóknarflokknum. Við formennskunni tók Valgerður Sverrisdóttir en Eygló Harðardóttir tók við þingsæti Guðna í Suðurkjördæmi.

Árið 1991 sagði Guðni, sem þá var formaður bankaráðs Búnaðarbankans: „Ég hef í tvö þing í röð lagt til að kannað verði hvort ekki megi gera upp núverandi kerfi [lífeyrissjóðanna] og stofna þess í stað eigin eftirlaunasjóði hvers og eins. Ég mun halda áfram þeirri baráttu, sem ég hef hafið fyrir því að menn átti sig á því að lífeyrissjóðirnir, eins og þeir eru nú reknir, verða gjaldþrota og geta ekki staðið við skuldbindingar sínar“. Tillaga Guðna var að gjörbylta lífeyrisjóðakerfinu og vildi hann steypa lífeyrissjóðunum inn í bankana.


Fyrirrennari:
Jón Sigurðsson
Formaður Framsóknarflokksins
(23. maí 200717. nóvember 2008)
Eftirmaður:
Valgerður Sverrisdóttir
Fyrirrennari:
Guðmundur Bjarnason
Landbúnaðarráðherra
(28. maí 199924. maí 2007)
Eftirmaður:
Einar K. Guðfinnsson


Tilvísanir

Tenglar

Guðni Ágústsson: íslenskur stjórnmálamaður   Þetta æviágrip sem tengist stjórnmálum og Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Tags:

1949200723. maí9. aprílBrúnastaðirFramsóknarflokkurinnHraungerðishreppurJón Sigurðsson (f. 1946)Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

FornafnHetjur Valhallar - ÞórVarmasmiðurSaga ÍslandsEgill EðvarðssonKristján 7.TjaldurJón Múli Árnason1974Georges PompidouEigindlegar rannsóknirNæfurholtHrafninn flýgurNorðurálSíliStöng (bær)c1358Karlsbrúin (Prag)Þóra FriðriksdóttirForsíðaHrossagaukurRaufarhöfnHeyr, himna smiðurFinnlandKrónan (verslun)Fyrsti vetrardagurSöngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2024Bjarkey Gunnarsdóttirg5c8yÞingvallavatnListi yfir íslensk eiginnöfn karlmannaPúðursykurSkipParísarháskóliHarry S. TrumanMontgomery-sýsla (Maryland)1. maíTaívanHvalfjörðurHættir sagna í íslenskuSkotlandSnæfellsnesAladdín (kvikmynd frá 1992)Magnús EiríkssonListi yfir markahæstu og leikjahæstu knattspyrnumennSkákAlmenna persónuverndarreglugerðinTyrkjarániðEddukvæðiÖspSveitarfélagið ÁrborgListi yfir íslenska sjónvarpsþættiHandknattleiksfélag KópavogsJakobsstigarMyriam Spiteri DebonoListi yfir tinda á Íslandi eftir hæðÓlafsvíkSteinþór Hróar SteinþórssonÁrni BjörnssonTaílenskaDiego MaradonaGrameðlaIngvar E. SigurðssonKnattspyrnufélagið VíkingurKópavogurSvartfuglarMeðalhæð manna eftir löndumXHTMLEfnaformúlaSameinuðu þjóðirnarBesta handrit á Kvikmyndahátíðinni í CannesMáfarEldurÍtalíaVladímír Pútín🡆 More