Glee

Glee er bandarískur söngþáttur sem að er framleiddur og sýndur af Fox.

Þátturinn fjallar um sönghópinn „New Directions“ í gagnfræðisskólanum William McKinley High og fylgir öllum meðlimum hópsins og vandamálum þeirra. Í aðalhlutverkum eru Matthew Morrison sem að leikur leikstjóra hópsins og spænskukennarann Will Schuester, Jane Lynch leikur hina illkvittnu Sue Sylvester sem að þjálfar klappstýrurnar í skólanum og hatar sönghópinn. Meðlimar sönghópsins eru ellefu alls og fara Chris Colfer, Dianna Agron, Kevin McHale, Lea Michele, Cory Monteith, Amber Riley, Mark Salling og Jenna Ushkowitz með hlutverk þeirra.

Glee
Glee
Merki þáttanna
TegundGaman
Drama
Búið til afRyan Murphy
Brad Falchuk
Ian Brennan
LeikararDianna Agron
Chris Colfer
Jessalyn Gilsig
Jane Lynch
Jayma Mays
Kevin McHale
Lea Michele
Cory Monteith
Matthew Morrison
Amber Riley
Mark Salling
Jenna Ushkowitz
Heather Morris
Mike O'Malley
Naya Rivera
Darren Criss
Harry Shum jr.
Chord Overstreet
Jacob Artist
Melissa Benoist
Blake Jenner
Alex Newell
Becca Tobin
Dot Jones
Höfundur stefsSteve Perry, Jonathan Cain, Neal Schon
TónskáldJames S. Levine
UpprunalandFáni Bandaríkjana Bandaríkin
FrummálEnska
Fjöldi þáttaraða6
Fjöldi þátta121
Framleiðsla
FramleiðandiAlexis Martin Woodall
Michael Novick
Kenneth Silverstein
Roberto Aguirre-Saracasa
StaðsetningHollywood, Kalífórnia
Lengd þáttar42-48 mín.
Útsending
Upprunaleg sjónvarpsstöðFox
Myndframsetning720p (HDTV)
HljóðsetningDolby Surrond 5.1
Sýnt19. maí 200920. mars 2015
Tenglar
Vefsíða
IMDb tengill

Höfundar þáttanna eru Ryan Murphy, Brad Falchuk og Ian Brennan sem að skrifuðu það upprunalega sem kvikmynd. Prufuþátturinn var sýndur á Foxsjónvarpsstöðinni þann 19. maí árið 2009 og fyrsta serían fór í gang þann 9. september sama ár. Önnur þáttaröðin fór í gang þann 21. september árið 2010 og þriðja serían hefur nú þegar verið pöntuð. Í þáttunum setja persónunar upp söngatriði og höfundar þáttanna reyna að nota blöndu af vinsælum lögum og klassískum söngleikjalögum. Lögin sem að leikarar flytja í þættinum hafa einni verið gefin út á geisladiski og eru líka fáanleg til niðurhals á iTunes. Annars konar varningur hefur verið gefinn út meðal annars Blu-ray og mynddiskar, bókasería, iPad forrit og Wiileikur.

Fyrsta þáttaröðin fékk mikið lof gagnrýnenda og áhorfenda. Vefsíðan Metacritic sem að safnar saman dómum gagnrýnenda og blandar þeim saman til þess að fá meðaltal gaf fyrstu seríunni af Glee 77 prósent út úr hundraði. Glee var tilnefnd til nítjan Emmy verðlauna, fjögurra Golden Globe, sex Satellite verðlauna og fimmtíu og sjö annarra verðlauna. Af þeim tilnefningum unnu þættirnir Golden Globe verðlaunin fyrir bestu gamanseríu og Jane Lynch vann einni Emmy verðlaun sem besta leikkona í aukahlutverki. Önnur þáttaröðin var tilnefnd til margra verðlauna þar á meðal fimm Golden Globe verðlauna þar á meðal verðlaunin fyrir bestu gamanseríu og fyrir besta leik hjá Matthew Morrison, Lea Michele, Jane Lynch og Chris Colfer. Verðlaunaafhendingin mun fara fram í janúar 2011.

Framleiðsla

Sköpun

Hugmyndin á bak við Glee kom frá Ian Brennan sem að byggði það á reynslu sinni í sönghópi gagnfræðiskólanum Prospect High School. Hann hafði upprunalega hugsað Glee sem kvikmynd og skrifaði fyrsta handritið í ágúst árið 2005. Það var lengi lítill áhugi á handritinu þangað til að vinur Brennans frá Los Angeles sem að var meðlimur sömu líkamsræktarstöðvar og Ryan Murphy, sjónvarpsframleiðanda, og hann gaf honum handritið af Glee. Þá var handritið endurskrifað frá byrjun til enda og innan fimmtán klukkutíma að Murphy hafði fengið handritið var Fox búið að kaupa það. Murphy sagði í viðtali „Það er við hæfi þegar að vinsælasti þáttur stöðvarinnar (American Idol) er söngvaþáttur að gera eitthvað í þá átt“ Murphy tók yfir sem framkvæmdastjóri þáttanna ásamt Ian Brennan og Brad Falchuk. Þeir þrír skrifa einnig alla þættina.

Glee á sér stað í smáborginni Lima í Ohio-fylki í Bandaríkjunum. Murphy var sá sem að valdi staðsetninguna út af því að hann kemur líka frá miðvesturríki í Bandaríkjunum og vildi heiðra þann hluta af Bandaríkjunum. Þættirnir eru samt kvikmyndaði í Hollywood-borg í Los Angeles. Glee hefur oft verið borið saman við High School Musical myndirnar en Murphy heldur því fram að hann hafi aldrei séð þær og Glee sé frekar nútímasöngleikur frekar en „þættir þar sem fólk hoppar í söng inn á milli.“ Murphy ímyndaði sér Glee sem undankoma frá heiminum út af því að honum fannst allt sem að var í sjónvarpinu á þeim tíma vera vísindaskáldsögur, löggur eða lögfræðingar að hlaupa í hringi. „Þetta er öðruvísi tegund af sjónvarpsefni, það er ekkert í sýningu núna sem að líkist Glee. Það er allt í heiminum svo dimmt núna, þess vegna virkaði Idol af því að það er veruleikaflótti.“ Murphy hefur planað þrjár þáttaraðir af Glee.

Tónlistarval

Í hverjum þætti af Glee eru fjölmörg lög flutt af leikörunum sem að eru einhvern veginn flétt saman við söguþráð þáttanna. Ryan Murphy velur öll lögin sem að eru flutt og hann reynir að nota góða blöndu af klassískum söngleikjalögum og poppsmellum. Lagaval er ómissandi í skriftarferlinum og Murphy velur lögin vanalega á sama tíma og að hann velur þema fyrir hvern einasta þátt. Í annarri þáttaröðinni fór Murphy að nota vinsælli lög frekar heldur en gamla smelli til þess að laða að fleiri unglingum.

Murphy sagði í viðtali að það hafði komið honum á óvart hversu margir listamenn felldust á það að leyfa þeim að nota lögin þeirra. „Ég held að þeim hafi litist vel á tón þáttarins. Þátturinn er um bjartsýni, allaveganna megnið af tímanum, og um að endurtúlka gömlu lögin þeirra fyrir nýja áhorfendur.“ Fáir listamenn hafa neitað að leyfa Glee að flytja eitthvað af lögunum þeirra meðal annars Bryan Adams og hljómsveitin Coldplay. Í júní árið 2010 skiptu meðlimir Coldplay um skoðun og gáfu framleiðendum þáttanna full rétindi á að nota lögin þeirra. Tónlistarmaðurinn Billy Joel hefur boðið framleiðendum þáttanna að nota lögin hans frítt og margir aðrir listamenn hafa einnig gert hið sama. Nokkrar plötur hafa verið gefnar út með lögunum sem að leikararnir syngja á þáttunum hafa verið gefnar út á bæði hljómplötum og á iTunes.

Hver einasti þáttur kostar um það bil þrjár milljónir bandaríkjadala. Eftir að Murphy hefur valið hvert einasta lag þarf að plana dansatriði og flutning fyrir það og kaupa sviðsskreytingar fyrir atriðin sem að eru oft mjög kostnaðarsöm.

Auglýsingarherferð

Á tímabilinu á milli prufuþáttarins og útgáfu annars þáttar Glee fóru aðalleikararnir að ferðast um Bandaríkin til þess að syngja í Hot Topic verslunarmiðstöðunum. Þau fengu einnig að syngja bandaríska þjóðsönginn á stórum hafnaboltaleik árið 2009. Glee var boðið að syngja í skemmtigöngu Macy's á Þakkargjörðinni árið 2009 en útsendingaraðili skrúðgöngunnar NBC sem að er keppinautur Fox höfnuðu tillögunni.

Eftir að fyrstu þáttaröðinni lauk fóru leikararnir í tónleikaferðalag til Phoenix, Chicago, Los Angeles og New York. Matthew Morrison, Lea Michele, Cory Monteith og Chris Colfer hafa öll skrifað undir samning til þess að vera í einum þætti af „The Cleveland Show.“

Jane Lynch, Chris Colfer, Cory Monteith og Amber Riley komu fram á VMA verðlaununum hjá MTV þann 12. september árið 2010. Eftir að Dianna Agron, Cory Monteith og Lea Michele sátu fyrir GQ-blaðið í djörfum myndum þar sem að þær afklæddu sig að hluta til voru þættirnir gagnrýndir af bandarísku foreldrastofnununni „Parents Television Council“ þar sem að forseti stofnunarinnar sagði að leikarannir ættu að vera fyrirmyndir fyrst að þau væru átrúnaðargoð margra unglinga og barna. Hann sagði að þó að engar af myndunum hefðu sýnt nekt þá myndu þær samt senda röng skilaboð til ungra barna um hvernig ætti að klæða sig.

Leikendur og hlutverk

Leikarar

  • Lea Michele sem Rachel Berry
  • Cory Monteith sem Finn Hudson
  • Matthew Morrison sem Will Schuester
  • Jane Lynch sem Sue Sylvester
  • Jayma Mays sem Emma Pillsbury
  • Amber Riley sem Mercedes Jones
  • Chris Colfer sem Kurt Hummel
  • Kevin McHale sem Artie Abrams
  • Jenna Ushkowitz sem Tina Cohen-Chang
  • Mark Salling sem Noah "Puck" Puckerman
  • Dianna Agron sem Quinn Fabray
  • Chord Overstreet sem Sam Evans
  • Darren Criss sem Blaine Anderson
  • Heather Morris sem Brittany Pierce
  • Naya Rivera sem Santana Lopez
Glee 
Murphy fann Matthew Morrison á Broadway

Þegar að Murphy fór að leita að leikurum fyrir Glee vildi hann fyrst og fremst finna leikara sem að færu létt með það að leika á sviði. Í stað þess að halda hefðbundnar áheyrnarprufur fór Murphy á Broadway í leit að fólki þar sem að hann fann Matthew Morrison sem að hafði þá nýlokið að leika í Hairspray, Leu Michele sem að fór með hlutverk í Spring Awakening og Jennu Ushkowitz sem að lék í nýrri upfærslu af The King and I.

Eftir að hafa fundið þessi þrjú hélt Murphy áheyrnarprufur þar sem að leikarar þurftu að sýna fram á dans og sönghæfileikana sína. Chris Colfer hafði enga reynslu þegar að hann fór í prufu fyrir hlutverk Arties en Murphy var svo hrifinn af honum að þegar að Kevin McHale fékk hlutverkið skrifaði hann nýja persónu inn í handritið bara fyrir hann. Leikkonan Jayma Mays söng lagið „Touch-a, Touch-a, Touch-a, Touch Me“ frá „The Rocky Horror Picture Show“, lag sem að hún fékk seinna að syngja á Glee. Cory Monteith sendi upprunalega inn myndband þar sem að hann lék aðeins og var síðan beðinn um að senda inn annað myndband þar sem að hann myndi syngja. Cory söng þá lagið „Can't Fight This Feeling“ eftir REO Speedwagon. Hlutverk Jane Lynchar átti upprunalega bara að vera lítið út af því að hún var í annarri seríu á þeim tíma en sú þáttaröð var stuttu seinna aflýst. Í samningi leikaranna stendur að þeir séu óafturkallanlega bundnir Glee til þess að gera upp að þremur kvikmyndum byggðar á þáttunum. Enn hafa engar myndir verið planaðar.

Glee 
Cory Monteith fer með hlutverk Finns í Glee

Í Glee eru fimmtán aðalhlutverk. Morrison leikur spænskukennarann Will Schuester sem að verður leikstjóri sönghóps skólans í von um að endurreisa hann. Jane Lynch leikur hina siðspilltu Sue Sylvester, klappstýruþjálfann sem að hatar sönghópinn og alla meðlimina. Jayma Mays fer með hlutverk fer með hlutverk Emmu Pillsbury, nemendaráðgjafa skólans sem að er hrædd við öll óhreinindi og er skotin í Will.

Lea Michele leikur Rachel Berry, hæfileikaríkann nemanda í sönghópnum sem að þráir ekkert heitar heldur en að verða fræg söngkona en er oft strítt af klappstýrum og íþróttafolunum. Cory Monteith leikur Finn Hudson, aðalleikmann ameríska fótboltaliðsins sem að stofnar vinsældum sínum í hættu með því að taka þátt í sönghópnum. Í hópnum eru einnig Mercedes Jones (leikin af Amber Riley) sem að sárnar af því að syngja aukaraddir, Kurt Hummel (leikinn af Chris Colfer) sem að er samkynhneigður tenór, Artie Abrams (leikinn af Kevin McHale) sem að er þverlamaður unglingur sem að dreymir um að geta dansað og Tina Cohen-Chang (leikin af Jennu Ushkowitz) sem að er hálf bandarísk-hálf japönsk unglingsstúlka sem að þykist vera með stama. Mark Salling bættist síðan seinna í hópinn sem Noah Puckerman, besta vin Finns. Dianna Agron fer með hlutverk Quinn Fabray, klappstýru sem að er í sambandi með Finn sem að gerist meðlimur sönghópsins. Heather Morris og Naya Rivera fara með hlutverk Brittany Pierce og Santönu Lopez sem að voru upprunalega bara aukahlutverk en í annarri seríu fengu þær stöðuhækkun og eru núna aðalleikarar.

Þættir

Í fyrstu þáttaröð Glee voru 22 þættir. Prufuþátturinn var sýndur þann 19. maí árið 2009 og þáttaröðinn hófst þann 9. september hið sama ár og var sýndur á miðvikudögum til jóla en var síðan færður yfir á fimmtudag. Þann 11. janúar árið 2010 tilkynntu forstjórar Fox að þeir hefðu pantað aðra seríu af Glee. Tökur á næstu seríu hófust í júní 2010. Sýningar á annarri þáttaröðinni hófust þann 21. september, 2010 og þættirnir voru sýndir klukkan átta að kvöldi til á þriðjudögum. Fox planaði upprunalega að sýna Glee á miðvikudögum en hætti svo við og sýndu American Idol á þeim tíma í staðinn. Þriðja þáttaröðin var pöntuð af Fox þann 23. maí 2010.

Heimildir

Tags:

Glee FramleiðslaGlee Leikendur og hlutverkGlee ÞættirGlee HeimildirGlee20th Century FoxBandaríkinChris ColferCory MonteithDianna AgronJane LynchLea MicheleMatthew MorrisonSjónvarpsþátturSpænskaWilliam McKinley

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

GoogleMannsheilinnGuðlaugur Þór ÞórðarsonArsenAuðunn BlöndalBaugur GroupKreppan miklaNasismiKvennaskólinn í ReykjavíkTyrkjaránið5. MósebókArnar Þór ViðarssonHektariGagnrýnin kynþáttafræðiÁrni MagnússonListi yfir afskriftir fyrirtækja í kjölfar efnahagshrunsins 2008VarmadælaFjárhættuspilAsmaraGarðurHúsavíkEnglandLína langsokkurHættir sagnaGérard DepardieuStreptókokkarHAuður Eir VilhjálmsdóttirSilfurPermAuður djúpúðga KetilsdóttirSjálfstæðisflokkurinnListi yfir landsnúmerHeimsálfaFrakkland28. marsVatnsaflHafréttarsáttmáli Sameinuðu þjóðannaBjór á ÍslandiFæreyjar25. marsBoðorðin tíuÞrælastríðiðInternet Movie DatabaseSvartidauðiTölvunarfræðiSeyðisfjörðurMaó ZedongSaga Íslands2000SpendýrÞingvellirLjónEgils sagaBjörg Caritas ÞorlákssonTata NanoMeðaltalMinkurÍslenska þjóðfélagið (tímarit)EyjaálfaSkemakenningGrænlandFimmundahringurinnSúnníTröllBiblíanKristniPablo EscobarÞjóðleikhúsiðStjórnmálEinmánuður2016Sankti PétursborgÍslendingasögurNorður-DakótaHáskóli ÍslandsListi yfir ráðuneyti Íslands🡆 More