Frederick Douglass

Frederick Douglass (fæddur undir nafninu Frederick Augustus Washington Bailey; u.þ.b.

í febrúar 1818 – 20. febrúar 1895) var bandarískur aðgerðasinni, mannréttindafrömuður, ræðumaður, rithöfundur og stjórnmálamaður sem barðist fyrir afnámi þrælahalds í Bandaríkjunum. Douglass fæddist sjálfur í þrældóm í fylkinu Maryland en flúði frá húsbændum sínum árið 1838 og gerðist leiðtogi afnámssinna í Massachusetts og New York, þar sem hann varð þekktur fyrir ræðuhæfni sína og fyrir ritverk sín sem töluðu gegn þrælahaldi. Á ævi sinni bentu andstæðingar þrælahalds á Douglass sem lifandi afsönnun á þeirri skoðun þrælaeigenda að svarta þræla skorti vitsmuni til þess að gerast sjálfstæðir bandarískir ríkisborgarar. Íbúar norðurríkjanna trúðu því vart að svo sannfærandi ræðumaður hefði eitt sinn verið þræll.

Frederick Douglass
Frederick Douglass
FæddurFebrúar 1818
Cordova, Talbot County, Maryland, Bandaríkjunum
Dáinn20. febrúar 1895
Washington, D.C., Bandaríkjunum
StörfAðgerðasinni, rithöfundur, stjórnmálamaður
MakiAnna Murray (g. 1838; d. 1882) Helen Pitts (g. 1884)
ForeldrarHarriet Bailey og Anthony Aaron
Undirskrift
Frederick Douglass

Douglass samdi nokkrar sjálfsævisögur. Hann lýsti reynslu sinni af því að lifa í þrældómi í sjálfsævisögunni Narrative of the Life of Frederick Douglass, an American Slave, sem kom út árið 1845, varð metsölubók og jók verulega stuðning við afnám þrælahalds. Næsta bók hans, My Bondage and My Freedom, kom út 1855 og vakti einnig mikla athygli. Eftir Þrælastríðið hélt Douglass áfram að tala gegn þrælahaldi og samdi síðustu sjálfsævisögu sína, Life and Times of Frederick Douglass. Bókin kom út árið 1881 og aftur með viðaukum árið 1892, þremur árum fyrir dauða Douglass, og fjallaði um atburði í og eftir Þrælastríðið. Douglass studdi einnig kosningarétt kvenna og gengdi nokkrum opinberum embættum. Douglass var fyrsti bandaríski blökkumaðurinn sem var varaforsetaefni í bandarískum kosningum árið 1871 þegar Victoria Woodhull útnefndi hann varaforseta sinn í forsetaframboði sínu fyrir Jafnréttisflokkinn árið 1872.

Douglass studdi jafnrétti allra samfélagshópa, bæði fyrir svarta, konur, frumbyggja og innflytjendur. Hann var einnig stuðningsmaður frjálslyndra gilda stjórnarskrár Bandaríkjanna og studdi samtal og bandalög milli ólíkra kynþátta og hugsjónahópa. Þegar róttækir afnámssinnar gagnrýndu Douglass fyrir að vilja hefja samtal við þrælaeigendur svaraði hann: „Ég myndi sameinast hverjum sem er til þess að gera það sem er rétt en engum til að gera það sem er rangt.“

Tilvísanir

Tags:

Þrælahald

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

Íþróttafélag HafnarfjarðarPáll ÓskarJaðrakanFornaldarsögurAgnes MagnúsdóttirSnípuættLandspítaliAaron MotenMorð á ÍslandiMiðjarðarhafiðJohannes VermeerKjarnafjölskyldaAlfræðiritBesta deild karlaÓlafsvíkSoffía JakobsdóttirWikiViðtengingarhátturListi yfir fylki og yfirráðasvæði Bandaríkjanna eftir stærðHollandHeklaRíkisstjórn ÍslandsAlþingiskosningar 2017RúmmálEivør PálsdóttirAlbert Guðmundsson (fæddur 1997)Sæmundur fróði SigfússonIkíngutSveitarstjórnarkosningar á Íslandi 2022Egill ÓlafssonTyrkjarániðRauðisandurBúdapestEddukvæðiÞorskastríðinTómas A. TómassonKnattspyrnufélagið FramSilvía NóttKalda stríðiðÍslenska kvótakerfiðÍsland Got TalentFljótshlíðDropastrildiOkNorður-ÍrlandAlþingiskosningar 2016Fjalla-EyvindurHernám ÍslandsKorpúlfsstaðirHvalfjörðurEnglar alheimsins (kvikmynd)Brennu-Njáls sagaVopnafjarðarhreppurKóngsbænadagurHáskóli ÍslandsAlþýðuflokkurinnÞjórsáReykjanesbærÞingvellirHafnarfjörðurHvalfjarðargöngNáttúrlegar tölurÓlafur Darri ÓlafssonStefán MániHjaltlandseyjarFramsóknarflokkurinnTíðbeyging sagnaSnorra-EddaRaufarhöfnKnattspyrnufélagið VíðirJóhannes Sveinsson KjarvalGunnar HámundarsonÞorriSeyðisfjörðurHjálparsögnMagnús Kjartansson (tónlistarmaður)🡆 More