Flugslysið Á Þingvallavatni 2022: Flugslys á Þingvallavatni á Íslandi

Flugslysið á Þingvallavatni varð þann 3.

febrúar 2022 er TF-ABB, eins hreyfils flugvél af gerðinni Cessna 172N, lenti í Þingvallavatni og sökk þegar hún var í skoðunarferð frá Reykjavíkurflugvelli. Allir fjórir um borð létu lífið. Meðal þeirra sem fórust voru hjólabrettakappinn og kvikmyndagerðarmaðurinn Josh Neuman og íslenski flugmaðurinn Haraldur Diego. Hvarf vélarinnar leiddi til stærstu leitar- og björgunaraðgerðar að týndri flugvél á Íslandi í yfir 40 ár.

Flugslysið Á Þingvallavatni 2022: Slysið og björgunaraðgerðir, Orsök, Áhöfn og farþegar
TF-ABB á Reykjavíkurflugvelli árið 2021

Slysið og björgunaraðgerðir

Vélin fór frá Reykjavíkurflugvelli klukkan 10:30 og gerði flugáætlun hennar ráð fyrir tveggja tíma flugi. Upptökur úr öryggismyndavél úr nærliggjandi sumarhúsi leiddu síðar í ljós að rúmri klukkustund síðar virtist vélin vera að reyna annað hvort lendingu eða snerti­lend­ing­u á vatn­inu í syðsta hluta Þingvallavatns, sem þá var þakið þunnum ís. Við það hlekktist vélinni á og sökk. Ekkert neyðarkall heyrðist frá vélinni og neyðarsendir hennar fór ekki í gang en kl 11:51 barst Neyðarlínunni nokkurra sekúndna símtal sem síðar kom í ljós að barst úr síma eins farþegans. Þegar vélin skilaði sér ekki til baka á réttum tíma var tilkynnt að hennar væri saknað. Leitaraðgerðin sem kom í kjölfarið var sú stærsta að týndri flugvél á Íslandi í yfir 40 ár, frá því TF-ROM hvarf í maí 1981, en yfir 1.000 meðlimir björgunarsveitanna ásamt þyrlum frá Landhelgisgæslunni og flugvél danska flughersins tóku þátt í leitinni. Flak flugvélarinnar fannst 5. febrúar í Þingvallavatni, á 48 metra dýpi í um 800 metra fjarlægð frá landi. Daginn eftir fann fjarstýrður kafbátur fjögur lík í 300 metra radíus umhverfis flugvélina. Talið var að allir farþegarnir hafi komist úr flugvélinni en hafi ekki náð að synda að landi í ísköldu vatninu.

Eftir að slæmt veður hamlaði björgunaraðgerðum í nokkra daga hófst umfangsmikil aðgerð með þátttöku lögreglu, slökkviliðs, Landhelgisgæslu og björgunarsveita þann 10. febrúar til að ná líkum hinna látnu og flugvélinni úr vatninu. Eftir að bátar gátu brotist í gegnum íshelluna sem þakti vatnið tókst björgunarmönnum að ná öllum fjórum líkunum úr vatninu. Sökum erfiðra vetraraðstæðna var fjarstýrður kafbátur með myndavél og griparm notaður til að sækja líkin. Þann 11. febrúar var tilraunum til að ná flakinu upp úr vatninu frestað um óakveðinn tíma vegna versnandi aðstæðna á vettvangi og þeirrar hættu sem það hafði í för með sér fyrir kafarana.

Undirbúningur við að ná vélinni upp hófst aftur um miðjan apríl eftir að ís hvarf af vatninu. Vélin var svo hífð upp þann 22. apríl.

Orsök

Í bráðabirgðaskýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa um flugslysið var greint frá því að flugvélin hafi flogið í um sjö sekúndur í lítilli hæð yfir Þingvallavatni áður en hún hafnaði í vatninu.

Áhöfn og farþegar

Flugmaður vélarinnar var Haraldur Diego, formaður AOPA á Íslandi og frumkvöðull í ljósmyndaferðum. Farþegarnir voru hluti af tíu manna hópi sem staddur var Íslandi til að taka þátt í auglýsingaherferð fyrir belgísku fatalínuna Suspicious Antwerp. Meðal þeirra um borð var hjólabrettakappinn og kvikmyndagerðarmaðurinn Josh Neuman.

Þann 12. apríl 2022, á fimmtugasta afmælisdegi Haraldar, var haldin minningarathöfn um hann með kertafleytingu á Þingvallarvatni.

Heimildir

Tags:

Flugslysið Á Þingvallavatni 2022 Slysið og björgunaraðgerðirFlugslysið Á Þingvallavatni 2022 OrsökFlugslysið Á Þingvallavatni 2022 Áhöfn og farþegarFlugslysið Á Þingvallavatni 2022 HeimildirFlugslysið Á Þingvallavatni 2022ReykjavíkurflugvöllurÞingvallavatn

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

FjallkonanGísla saga SúrssonarÓðinnÍslenska karlalandsliðið í knattspyrnuLoftbelgurLandsbankinnTruman CapoteBjörn Sv. BjörnssonCSSStýrikerfiKaleoParísTjaldurElvis PresleyHæstiréttur ÍslandsTrúarbrögðIngibjörg Sólrún GísladóttirKonungur ljónannaSiðaskiptinSakharov-verðlauninJarðfræði ÍslandsHundurNorræna húsiðKötturFiskurSvampur SveinssonBandaríkinGullfossGunnar ThoroddsenLekandiVindorkaLaddiJarðfræðiSeljalandsfossHundalífÞunglyndislyfIowaIllinoisSuðurnesAxlar-BjörnIndianaTyggigúmmíErmarsundPatricia HearstHryggsúlaSíminnEignarfornafnJakobsvegurinnAuður djúpúðga KetilsdóttirMyndhverfingForsetakosningar á Íslandi 2012Litla hryllingsbúðin (söngleikur)Listi yfir fangelsi á ÍslandiSvissTim SchaferHótel- og veitingaskólinnListi yfir risaeðlurHrefnaJóhann Berg GuðmundssonSigurður IngvarssonSjónvarpiðCristiano RonaldoNo-leikurKennimyndVerzlunarskóli ÍslandsAlbert Guðmundsson (fæddur 1997)Jósef StalínNorður-ÍrlandKnattspyrna á ÍslandiMyndmálAriel HenryListi yfir forsætisráðherra ÍslandsK-vítamínEinokunarversluninHannes Hafstein25. apríl🡆 More