Eyjólfur Sverrisson

Eyjólfur Gjafar Sverrisson (f.

3. ágúst 1968) er íslenskur fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu, hann hóf feril sinn hjá Tindastóli á Sauðárkróki. Hann lék sem varnar- og miðjumaður með liðunum VfB Stuttgart, Besiktas J.K. og Hertha Berlin. Hann hefur þjálfað Undir 21 árs karlalandsliðsins í knattspyrnu.

Eyjólfur Sverrisson
Eyjólfur Sverrisson

VfB Stuttgart

Tekið var eftir Eyjólfi Sverrissyni með U21 árs landsliðinu árið 1989 þegar Ísland sigraði Finnland 4-0 á Akureyri í undankeppni EM U21. Útsendari VfB Stuttgart tók eftir honum í leiknum og hóf hann atvinnumannsferil sinn hjá VfB Stuttgart árið 1990. Eyjólfur spilaði mestmegnis sem varnar- og miðjumaður hjá Stuttgart og líka Hertha BSC Berlin og Beskita J.K. . Þegar hann var hjá VfB Stuttgart varð hann þýskur meistari leiktíðina 1991-1992. Hann var hjá Stuttgart til ársins 1994.

Besiktas J.K.

Eftir ferilinn hjá Stuttgart hófst ferð hans til Istanbúl í Tyrklandi þar sem hann spilaði með Beskitas J.K. en með Beskitas varð hann Tyrkneskur meistari leiktíðina 1994-1995. Hann fór þaðan til Hertha BSC Berlin árið 1996.

Hertha BSC Berlin

Eyjólfur sneri aftur til Þýskalands árið 1996 og lék með Hertha Berlin og vann þýska deildarbikarinn árin 2001 og 2002. Hann lék með Hertha BSC Berlin við gott orðspor til ársins 2002 þegar hann lagði skóna á hilluna.

Fjölskylda

Hólmar Örn Eyjólfsson, sonur Eyjólfs, er atvinnuknattspyrnumaður.

Heimildir

Tags:

Eyjólfur Sverrisson VfB StuttgartEyjólfur Sverrisson Besiktas J.K.Eyjólfur Sverrisson Hertha BSC BerlinEyjólfur Sverrisson FjölskyldaEyjólfur Sverrisson HeimildirEyjólfur Sverrisson19683. ágústHertha BerlinKnattspyrnaSauðárkrókurTindastóllVfB StuttgartÍsland

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

Eiður Smári GuðjohnsenHéðinn SteingrímssonVeik beygingPólýesterEfnafræðiVerzlunarskóli ÍslandsSteinunn Ólína ÞorsteinsdóttirSverrir JakobssonListi yfir skammstafanir í íslenskuÚkraínaPýramídiHlíðarfjallWilliam SalibaSovétríkinForsetakosningar á Íslandi 1996Fimleikafélag HafnarfjarðarListi yfir íslenskar kvikmyndirBorgarhöfnEgilsstaðirSkálholtSiðaskiptinHallgrímskirkjaJóhann G. JóhannssonKjölur (fjallvegur)Bæjarstjóri KópavogsListi yfir íslensk póstnúmerMatarsódiEldgosaannáll ÍslandsHeiðarbyggðinVilhjálmur Vilhjálmsson (söngvari)FálkiGrindavíkSönn íslensk sakamálEvrópaMaríuhöfn (Hálsnesi)AndlagÞunglyndislyfHólmavíkLoftslagsbreytingarJónsbókUngverjalandBerlínarmúrinnVatíkaniðMaría meyFiann PaulÞórdís Kolbrún Reykfjörð GylfadóttirJónas HallgrímssonSamfélagsmiðillSkjaldarmerki ÍslandsSöngvakeppnin 2024Ólafur Jóhann ÓlafssonABBACharles DarwinIdol (Ísland)Jarðfræði ÍslandsVín (Austurríki)SkuldabréfLandnámsöldLestölvaIlíonskviðaVíetnamstríðiðTékklandBaldur ÞórhallssonLuciano PavarottiÞrymskviðaSkjaldbreiðurLýðræðiHvalirLeikurWiki CommonsListi yfir íslensk kvikmyndahúsJóhannes Sveinsson KjarvalMaríuhöfnMoskvaRóteindSameind🡆 More