Ermarsundseyjar

Ermarsundseyjar eru nokkrar eyjar í Ermarsundi úti fyrir strönd Normandí í Frakklandi.

Íbúar eru um 170.000 (2018). Þær skiptast í tvö umdæmi: Guernsey og Jersey. Bæði umdæmin eru breskar krúnunýlendur þótt hvorugt þeirra sé hluti af Bretlandi. Þau voru formlega hluti af hertogadæminu Normandí frá því á 10. öld. Við Parísarsáttmálann 1259, þegar Englendingar létu Normandí af hendi við Frakka, voru þau áfram undir konungum Bretlands sem hluti af titlinum „hertoginn af Normandí“. Karl 3. er þannig hertogi yfir Ermarsundseyjum, fremur en konungur þeirra. Eyjarnar eiga ekki fulltrúa á breska þinginu, heldur hefur hvor þeirra eigið löggjafarþing. Eyjarnar eru hluti tollabandalags Evrópubandalagsins en teljast þó ekki í Evrópusambandinu.

Ermarsundseyjar
Gervihnattamynd
Ermarsundseyjar
Nærmynd.
af Ermarsundi þar sem Jersey og Guernsey eru merktar inn

Eyjarnar

Umdæmið Guernsey

Ermarsundseyjar 
Kort Guernseyumdæmi
  • Guernsey
  • Alderney
  • Sark
  • Herm
  • Jethou
  • Brecqhou
  • Lihou

Umdæmið Jersey

  • Jersey
  • Minquiers og Ecréhous (óbyggðir eyjaklasar)

Sunnan við Jersey er eyjan Chausey sem tilheyrir Frakklandi.

Tags:

10. öldin1259Breska þingiðBretlandErmarsundEvrópubandalagiðEvrópusambandiðEyjaFrakklandGuernseyHertogiJerseyKarl 3. BretakonungurKonungurLöggjafarþingNormandíStrönd

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

Galdra–LofturFjarskiptiSnorra-EddaVigdís FinnbogadóttirSparperaBríet HéðinsdóttirLeikfangasaga 2Baldur ÞórhallssonSvampur Sveinsson24. aprílÓlafur Karl FinsenListi yfir íslenskar kvikmyndirJóhann JóhannssonStríðÍslandsbankiKynfrumaSvampdýrÍslandspósturForsætisráðherra ÍslandsSlóvenskaViðskiptablaðiðFlóðsvínÁsgeir ÁsgeirssonKristnitakan á ÍslandiPanamaskjölinSegulómunEigindlegar rannsóknirLýsingarhátturLuciano PavarottiGrindavíkBjarnfreðarsonÞingkosningar í Bretlandi 1997SamyrkjubúskapurLoftbelgurJóhann Berg GuðmundssonLýðræðiÍslenski hesturinnSímbréfSkátafélög á ÍslandiSakharov-verðlauninForsetakosningar á Íslandi 2024BaldurAlbert Guðmundsson (fæddur 1997)NíðhöggurBríet BjarnhéðinsdóttirListi yfir skammstafanir í íslenskuÍsland í seinni heimsstyrjöldinniKatrín JakobsdóttirNafnháttarmerkiBahamaeyjarMorð á ÍslandiVinstrihreyfingin – grænt framboðTjaldurSíleListi yfir landsnúmerPóstmódernismiÚtgarða-LokiÁfengisbannNew York-fylkiHalldór LaxnessKleópatra 7.KatlaÁratugurValdimarLýsingarorðJanel MoloneyValdaránið í Brasilíu 1964Listi yfir morð á Íslandi frá 1874–1969Dagur jarðarNjálsbrennaEyjafjörðurHrefnaStari (fugl)ÍslendingabókVatnshlotBelgíaRáðherraráð Evrópusambandsins🡆 More