Endurnýjanleg Eldsneyti

Endurnýjanleg eldsneyti eru unnin úr endurnýtanlegri orku eða unnið úr úrgangi.

Dæmi um þetta eru metan, vetni og rafmagn. Andstæðan við endurnýjanlegt endsneyti er jarðefnaeldsneyti eins og bensín eða hráolía, líka er kjarnorka í þessum flokki.

Kostir

Jarðefnaeldsneyti er takmörkuð auðlind og spár benda til þess að hámarks framleiðslan verði um árið 2020 og því er spáð að um miðja þessa öld eða um 2050 verði mjög gengið að olíubirgðum heimsins. OPEC samtökin segja reyndar að jarðolíumagnið endist í um 80 ár. Allt jarðefnaeldsneyti sem notað er á Íslandi er innflutt og kostar það mikinn gjaldeyri. Árið 2007 var heildar olíunotkun Íslendinga 827þúsund tonn. Með því að skipta yfir í endurnýjanleg eldsneyti sem væri hægt að framleiða hér heima myndu bæði gjaldeyrir sparast og orkulegt sjálfsstæði yrði meira. Hitnun jarðar vegna gróðurhúsaáhrifa ýtir líka undir það að finna betri lausnir í eldsneytismálum. Með því að auka notkun á endurnýjanlegu eldsneyti væri hægt að minka losun gróðurhúsalofttegunda.

Metan

Sorpa framleiðir metan úr hauggasi og með því að nota það sem eldsneyti minkar losun gróðurhúsalofttegunda vegna þess að eftir bruna losnar bara koldíoxíð og og köfnunarefnisoxíð en vatnsgufur og er metan tuttugu sinnum virkari gróðurhúsaloftegund en koldíoxíð.(n1) metan hefur verið notað sem ökutækjaeldsneyti frá árinu 2000 á Íslandi. Metanframleiðslan á Álfsnesi er sögð duga sem eldsneyti á um 2.500-3.500 fólksbíla ef fullum afköstum yrði náð árið 2012. Einnig mun áfyllingarstöðvum fjölga eftir því sem metanbílarnir verða fleiri á götum höfuðborgarsvæðisins, í dag er ein.

Raforka

Rafmagn er tiltölulega ódýrt á Íslandi og mikil þróun hefur verið á síðustu árum í rafbílum. Hægt væri að keyra allan íslenska bílaflotann á rafmagni og þyrfti til þess tæplega eina Kárahnjúkavirkum eða um 400MW. Þetta gæti hugsanlega verið hagkvæmt því dreifikerfið er þegar til staðar en stærsti gallinn eru rafgeymarnir sjálfir.

Vetni

Hægt er að framleiða vetni annað hvort með lífmassaniðurbroti eða með rafgreiningu vatns. Við bruna vetnis þá myndast orka og vatn sem aukaafurð. Vetni tekur mikið pláss og er erfitt að geyma vegna þess hversu lítil H2 sameindin er.

Tilvísanir

Heimildir

  • Aubrecht, Gordon J., Energy Physical, Enviromental, and Social Impact (3ja útgáfa), (USA: Pearson Education, Inc., 2006).

Tags:

Endurnýjanleg Eldsneyti KostirEndurnýjanleg Eldsneyti MetanEndurnýjanleg Eldsneyti RaforkaEndurnýjanleg Eldsneyti VetniEndurnýjanleg Eldsneyti TilvísanirEndurnýjanleg Eldsneyti HeimildirEndurnýjanleg EldsneytiBensínHráolíaJarðefnaeldsneytiKjarnorkaMetanRafmagnVetni

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

Stóra-LaxáListi yfir íslensk eiginnöfn karlmannaNafnorðTePekingKarlRúnirPáskarHuginn og MuninnFenrisúlfurPortúgalKonungasögurMörgæsirSovétríkinTölfræðiTíðbeyging sagnaWikiHjörleifur HróðmarssonRagnhildur GísladóttirFirefoxLeikariEvrópska efnahagssvæðiðBítlarnirGuðmundar- og GeirfinnsmáliðPóllandMúmíurnar í GuanajuatoListi yfir morð á Íslandi frá 2000Listi yfir elstu manneskjur á ÍslandiNorræn goðafræðiGamli sáttmáliSvissITaílandÍslenska stafrófiðRafeindHegningarhúsiðMannshvörf á ÍslandiKvennafrídagurinnGullæðið í KaliforníuÞýskaLandnámabókViðtengingarhátturOffenbach am MainÞriðji geirinnPólska karlalandsliðið í knattspyrnuKanadaWayback MachineRíkisútvarpiðVopnafjörðurBlóðbergEggjastokkarLatínaJón GunnarssonMongólíaKarfiTala (stærðfræði)Magnús Kjartansson (tónlistarmaður)Svampur SveinssonAusturríkiFramsóknarflokkurinnDNATorfbærSund (landslagsþáttur)Franska byltinginRíkiÉlisabeth Louise Vigée Le Brun26. júníGiordano BrunoHGeirfuglRaufarhöfnÓðinnGuðni Th. JóhannessonNeskaupstaður🡆 More