Emmerson Mnangagwa: 3. og núverandi forseti Simbabve

Emmerson Dambudzo Mnangagwa (f.

15. september 1942) er núverandi forseti Simbabve. Hann tók við völdum þann 24. nóvember 2017 eftir að simbabveski herinn steypti Robert Mugabe af stóli. Áður hafði hann verið varaforseti í ríkisstjórn Mugabe en Mugabe rak hann úr því embætti stuttu áður en herinn steypti honum af stóli. Mnangagwa er meðlimur í Hinu afríska þjóðarbandalagi Simbabve (Zimbabwe African National Union eða ZANU) og hafði verið bandamaður Mugabe í mörg ár.

Emmerson Mnangagwa
Emmerson Mnangagwa: 3. og núverandi forseti Simbabve
Forseti Simbabve
Núverandi
Tók við embætti
24. nóvember 2017
VaraforsetiConstantino Chiwenga
ForveriRobert Mugabe
Persónulegar upplýsingar
Fæddur15. september 1942 (1942-09-15) (81 árs)
Zvishavane, Suður-Ródesíu
StjórnmálaflokkurZANU
MakiJayne Matarise (g. 1973; d. 2002)
Auxillia Mnangagwa
Börn9
HáskóliHáskólinn í Sambíu, Háskólinn í London
StarfLögfræðingur, byltingarmaður, stjórnmálamaður

Mnangagwa gengur undir viðurnefninu „krókódíllinn“ (Ngwena eða Garwe á Shona-máli). Þetta var nafnið á skæruliðahópnum sem hann leiddi í sjálfstæðisbaráttu landsins en nafnið hefur loðið við hann vegna hörku hans og stjórnmálakænsku. Flokkurinn sem styður hann innan ZANU er kallaður Lacoste, í höfuðið á franskri fatakeðju sem hefur krókódíl fyrir einkennismerki.

Æviágrip

Mnangagwa fæddist árið 1942 í bænum Zvishavane í Suður-Ródesíu inn í stóra fjölskyldu af Shona-þjóðerni. Foreldrar hans voru bændur og fluttu með Emmerson til Norður-Ródesíu á sjötta áratugnum vegna þátttöku föður hans í stjórnmálum. Þar kynntist hann Robert Mugabe, sem vann sem kennari á svæðinu, og hvatti Mnangagwa til að taka þátt í baráttunni fyrir afnýlenduvæðingu.

Árið 1963 gekk Mnangagwa til liðs við hinn nýstofnaða afríska þjóðfrelsisher Simbabve sem skæruliði og sneri aftur til Ródesíu árið 1964. Sem foringi skæruliðahóps sem gekk undir nafninu „krókódílagengið“ réðst Mnangagwa á búgarði í eigu hvítra landeigenda í austurhluta landsins. Árið 1965 tók hann þátt í sprengjuárás á lest nærri borginni Fort Victoria og fór í fangelsi í tíu ár. Eftir að honum var sleppt var hann fluttur út úr landinu til Sambíu. Mnangagwa nam lögfræði í Háskólanum í Sambíu, og síðar í Háskólanum í London, og gerðist málafærslumaður. Hann sagði brátt skilið við lögmannsstörfin og hélt til portúgölsku Mósambík til að ganga á ný til liðs við ZANU. Þar hitti hann Robert Mugabe á ný og gerðist aðstoðarmaður hans og lífvörður. Mnangagwa fór árið 1979 með Mugabe til friðarviðræðanna sem leiddu til Lancaster-sáttmálans sem gaf Simbabve sjálfstæði sitt.

Eftir sjálfstæði Simbabve gegndi Mnangagwa ýmsum mikilvægum embættum í ríkisstjórn Mugabe. Þar á meðal var hann öryggisráðherra frá 1982 til 1985 en á þeim tíma voru um 10.000 manns, aðallega fólk af Ndebele-þjóðerni, drepnir í ofsóknum Mugabe-stjórnarinnar gegn meintum andófsmönnum. Mnangagwa var forseti simbabveska þingsins til ársins 2005, en þá var hann lækkaður í tign og gerður að húsnæðisráðherra fyrir að sækjast formlega eftir því að taka við forsetaembættinu af hinum aldurhnigna Mugabe. Mnangagwa kom sér aftur í mjúkinn hjá Mugabe með því að skipuleggja framboð hans í forsetakosningunum árið 2008. Í kosningabaráttunni skipulagði Mnangagwa ofbeldisherför gegn simbabvesku Lýðræðishreyfingunni. Árið 2014 var Mnangagwa útnefndur varaforseti og var þaðan af almennt búist við því að hann yrði arftaki Mugabe á forsetastól. Eiginkona Mugabe, Grace Mugabe, og stuðningsmenn hennar innan ZANU, gerðust helstu keppinautar Mnangagwa um að gerast eftirmenn foringjans.

Þann 6. nóvember árið 2017, hugsanlega að undirlagi eiginkonu sinnar, rak Mugabe Mnangagwa úr embætti og Mnangagwa flúði til Suður-Afríku. Stuttu eftir brottrekstur Mnangagwa steypti simbabveski herinn Mugabe af stóli og Mnangagwa sneri aftur til að taka við forsetaembættinu. Sem forseti hefur Mnangagwa stungið upp á að Simbabve gangi á ný í breska samveldið. Mnangagwa kallaði til þing- og forsetakosninga þann 30. júlí 2018 og vann sigur í fyrstu umferð gegn Nelson Chamisa, frambjóðanda Lýðræðishreyfingarinnar með 50,8% atkvæða. Mnangagwa var lýstur sigurvegari kosninganna þann 2. ágúst 2018 en kosningarnar voru langt því frá óumdeildar og stjórnarandstaðan sakaði Mnangagwa um að hafa rangt við. Talsvert var um mótmæli og ofbeldi í kjölfar kosningarinnar og sex létu lífið í átökum milli hersins og mótmælenda.

Í janúar árið 2019 ákvað ríkisstjórn Mnangagwa að hækka álögur á eldsneyti í Simbabve til þess að bæta birgðastöðu á bensíni í landinu. Með álögunum tvöfaldaðist bensínverð í Simbabve. Þetta leiddi til ofsafenginna mótmæla þar sem að minnsta kosti 200 mótmælendur voru handteknir.

Mnangagwa var endurkjörinn forseti í ágúst árið 2023 með 52,6% atkvæða samkvæmt opinberum tölum. Stjórnarandstaðan neitaði að viðurkenna lögmæti þessarar niðurstöðu og eftirlitsmenn á vegum Þróunarbandalags sunnanverðrar Afríku, Breska samveldisins og Evrópusambandsins gerðu alvarlegar athugasemdir við framkvæmd kosningabaráttunnar.

Tilvísanir


Fyrirrennari:
Robert Mugabe
Forseti Simbabve
(24. nóvember 2017 –)
Eftirmaður:
Enn í embætti


Tags:

Robert MugabeSimbabve

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

JúanveldiðHugmyndHeimspeki 17. aldarGerður KristnýEllen KristjánsdóttirTjaldurIssiÁhrifavaldurRímVatnsdeigÍslendingasögurJólasveinarnirForsetakosningar á Íslandi 1980HaförnGeithálsSöngvakeppnin 2024KviðdómurBifröst (norræn goðafræði)ApríkósaNguyen Van HungMenntaskólinn í ReykjavíkEiríkur rauði ÞorvaldssonSönn íslensk sakamálSiglufjörðurBerserkjasveppurHTMLHöfuðborgarsvæðiðAkureyriMaríuhöfn (Hálsnesi)Elísabet JökulsdóttirVík í MýrdalÍslandsbankiEfnafræðiKnattspyrnufélag ReykjavíkurKvenréttindi á ÍslandiListi yfir íslensk millinöfnJóhannes Sveinsson KjarvalSkuldabréfKatrín JakobsdóttirÍtalíaBesta deild karlaAusturríkiBorgaralaunVatnWiki FoundationSpurnarfornafnHelgi BjörnssonTahítí2020MatarsódiOrðflokkurAuðunn BlöndalHækaForsetakosningar á Íslandi 1968RússlandÁrmann JakobssonNafnháttarmerkiEvrópusambandiðFæreyjarVeik beygingKrókódíllSnæfellsjökullFreyjaJöklar á ÍslandiDjúpalónssandurSvartfjallalandSveinn BjörnssonNáttúruvalFornafnListi yfir útvarpsstöðvar á ÍslandiWikipediaLangisjórÞórarinn EldjárnJakobsvegurinnTakmarkað mengiListi yfir íslensk skáld og rithöfunda🡆 More