Konunglegt Merki Wales

Konunglegt merki Wales var formlega tekið upp í maí 2008.

Það inniheldur skjaldarmerki prinsins af Wales (fjögur ljón á gulum og rauðum reitum) sem var tekið upp af Llywelin mikla, fursta af Wales á 13. öld, að viðbættri kórónu heilags Játvarðs yfir borða, ásamt einkennisblómum fjögurra landa Bretlands. Á borðann er ritað kjörorðið PLEIDIOL WYF I'M GWLAD („Ég er trúr landi mínu“). Það kemur úr þjóðsöng Wales og kemur líka fyrir á velskum útgáfum eins punda myntar sem slegin var frá 1985 til 2000. Merkið birtist áður á forsíðum ráðstafana velska þingsins. Frá þjóðaratkvæðagreiðslunni í Wales 2011 hefur það birst á forsíðum laga sem velska þingið samþykkir, og er á innsigli Wales.

Konunglegt Merki Wales
Konunglegt merki Wales.

Merkið fylgir aldalangri skjaldarmerkjahefð Wales. Merki Wales hafa í gegnum tíðina ýmist verið einhver útgáfa af velska drekanum sem birtist á fána Wales, eða skjaldarmerki Llywelyns mikla. Skjaldarmerki Englands, skjaldarmerki Skotlands og skjaldarmerki Írlands koma öll fyrir í skjaldarmerki Bretlands, en þar er ekkert skjaldarmerki Wales þar sem landið var innlimað í konungsríkið England. Wales hefur því ekki sömu stöðu og þessi lönd innan Bretlands. Merkið hefur samt verið notað eins og skjaldarmerki Wales af velska þinginu.

Tilvísanir

Tags:

Þjóðsöngur Wales

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

JamalaRómNikulás 2.BerlínGoogle TranslateListi yfir íslensk póstnúmer6Dýrin í HálsaskógiRosabaugurKvennaskólinn í Reykjavík2021ArentEldgosið við Fagradalsfjall 2021VestmannaeyjarBNASöngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðvaSvampur SveinssonFruma2002Margrét ÞórhildurListi yfir útvarpsstöðvar á ÍslandiMennta- og menningarmálaráðherra ÍslandsTékklandListi yfir fugla ÍslandsSovétlýðveldið RússlandListi yfir morð á Íslandi frá 2000Alchemilla hoppeanaListi yfir borgarstjóra ReykjavíkurSúrefniZListi yfir morð á Íslandi frá 1970–1999Auður djúpúðga KetilsdóttirApp StoreDóri DNA4Bessi BjarnasonÞingvallavatnKarl 3. BretakonungurMagnús SchevingNykurUrtaKókaínSvissLína langsokkurSuðurlandSeðlabanki ÍslandsSúdanN-reglurBítlarnirStyrmir KárasonWikipediaFallbeygingMilljarðurListi yfir íslenska sjónvarpsþættiKörfuknattleiksdeild TindastólsHringadróttinssagaEmbætti landlæknisAðalstræti 10ÞingvellirForsetakosningar á Íslandi 2016Katrín JakobsdóttirKristófer KólumbusÚrvalsdeild kvenna í körfuknattleikRómverskir tölustafirSýslur ÍslandsSveitarfélagið ÖlfusNoregurKalda stríðiðSigrún Þuríður GeirsdóttirMorð á ÍslandiWKríaBrúsar🡆 More