Keflavíkurgangan 1965

Keflavíkurgangan 1965 var haldin af Samtökum hernámsandstæðinga þann 9.

júní">9. júní árið 1965. Þetta var fjórða Keflavíkurgangan og beindist gegn bandarískri hersetu á Íslandi. Hún var jafnframt haldin til minningar um að 25 ár voru liðin frá hernámi breta í seinni heimsstyrjöldinni.

Aðdragandi og skipulag

Keflavíkurgangan 1965 var haldin í lok Menningarviku Samtaka hernámsandstæðinga sem haldin var í Lindarbæ. Meðal minnisstæðra atburða í dagskrá hennar var frumflutningur á tónverki Páls Pálssonar við Sóleyjarkvæði, en sú útgáfa var síðar gefin út á hljómplötu.

Baráttan gegn neikvæðum menningarlegum áhrifum hersetunnar og Keflavíkursjónvarpinu sérstaklega var áberandi í tengslum við gönguna sem var haldin undir slagorðinu Lokið dátasjónvarpinu - lifi þjóðmenningin.

Tæplega 300 manns gengu af stað frá herstöðvarhliðinu á Miðnesheiði að loknu ávarpi Bryndísar Schram en fjölgaði talsvert í hópnum þegar á leið og var útifundurinn í göngulok í porti Miðbæjarskólans talinn afar fjölmennur. Morgunblaðið staðhæfði þó að meirihluti viðstaddra hefðu verið þar staddir fyrir forvitnissakir eða til að láta í ljós fyrirlitningu sína á göngunni. Þá tók blaðið fram að þegar lagt var af stað úr Kúagerði hefðu göngumenn verið 192 talsins, þar af helmingurinn konur og allmargt barna.

Jón Múli Árnason útvarpsþulur var fundarstjóri, ávörp fluttu Magnús Kjartansson ritstjóri og Ingimar Erlendur Sigurðsson rithöfundur. Jóhannes úr Kötlum las ljóð. Í tengslum við gönguna og menningarvikuna var bryddað upp á þeirri nýjung að selja sérstakt göngumerki til fjáröflunar og kostaði það 50 krónur.

Tilvísanir

Tags:

19659. júníHernám ÍslandsHerstöðin á KeflavíkurflugvelliSamtök hernámsandstæðingaSeinni heimsstyrjöldin

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

VöðviSigurjón Birgir SigurðssonEigindlegar rannsóknirMyndmálJóhann SvarfdælingurPaul McCartneyHvítfuraRómverskir tölustafirNegullRostungurTrúarbrögðFöstudagurinn langiBorgaraleg réttindiSendiráð ÍslandsBamakóVextirBryndís helga jackÁstralíaLögaðiliBandaríska frelsisstríðiðHáhyrningur1980SameindSeðlabanki ÍslandsVafrakakaKólumbía25. marsLjón1535RómaveldiLitningurÞjóðveldiðGyðingarHúsavíkGylfaginningIðnbyltinginHvítasunnudagurBjörgólfur Thor BjörgólfssonSúnníAlbert EinsteinNorður-MakedóníaFallbeygingWright-bræðurSnorri SturlusonSilfurbergLissabonAmerískur fótboltiAgnes MagnúsdóttirYrsa SigurðardóttirVíetnamBretlandLionel MessiKlórítGengis KanFjarðabyggðKirkja Jesú Krists hinna síðari daga heilögu á ÍslandiKríaBrúneiJapanNKristbjörg KjeldGuðlaugur Þór ÞórðarsonMeðaltalKlara Ósk ElíasdóttirListi yfir íslensk eiginnöfn kvenmannaÍslenski fáninnGrænlandFriggAuður Eir VilhjálmsdóttirHalldór LaxnessVeðskuldabréfSkemakenningFæreyjarÍsafjörður🡆 More